Hansi Flick formlega staðfestur sem stjóri Barcelona Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2024 12:04 Hansi Flick náði ótrúlegum árangri í starfi hjá Bayern Munchen og vonast til að leika það eftir hjá spænska stórveldinu. vísir/getty Barcelona hefur staðfest ráðningu Hansi Flick sem nýjan þjálfara liðsins eftir að Xavi Hernandéz var sagt upp störfum á dögunum. Ráðningin átti sér langan aðdraganda, Xavi sagði frá því í janúar að hann myndi ekki halda áfram störfum og þá fór Hansi Flick strax að æfa spænskuna. Xavi samþykkti svo beiðni Barcelona um að halda áfram en var rekinn í síðustu viku eftir að hafa gagnrýnt fjárhagsstöðu félagsins. Hansi Flick var ávallt talinn líklegasti eftirmaður hans, raunar virtist enginn annar koma til greina í umræðunni. Nú hefur ráðningin verið staðfest og Flick skrifar undir samning sem gildir til 30. júní 2026. „Með ráðningu Hansi Flick hefur félagið valið mann sem er þekktur fyrir hápressu, ákafa og áræðna spilamennsku, sem hefur notið velgengni á landsliðs- og félagsliðafótbolta og unnið nánast allt sem hægt er að vinna,“ segir í tilkynningu Barcelona. Á sínum tíma sem leikmaður var Flick miðjumaður í liði Bayern Munchen árin 1985-90 þegar félagið fagnaði fjórum deildarmeistaratitlum, einum bikartitli og lék til úrslita í Evrópubikarnum. Þjálfaraferilinn hóf hann sem aðstoðarmaður Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2006. Því starfi sinnti hann til ársins 2014 þegar Þýskaland varð heimsmeistari. Hann söðlaði um og endaði svo hjá Bayern Munchen árið 2019, fyrst sem aðstoðarmaður Niko Kovac en var fljótt orðinn aðalþjálfari liðsins. Í lok árs 2020 hafði hann stýrt liðinu til sigurs í Meistaradeildinni, þýska bikarnum, þýsku deildinni, UEFA ofurbikarnum og á HM félagsliða. Titlafimma, árangur sem aðeins Barcelona hafði afrekað áður, árið 2009 undir stjórn Pep Guardiola. Hann tók svo við af læriföður sínum Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2021 en hefur verið atvinnulaus síðan þýska knattspyrnusambandið sagði honum upp störfum í september á síðasta ári. Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Ráðningin átti sér langan aðdraganda, Xavi sagði frá því í janúar að hann myndi ekki halda áfram störfum og þá fór Hansi Flick strax að æfa spænskuna. Xavi samþykkti svo beiðni Barcelona um að halda áfram en var rekinn í síðustu viku eftir að hafa gagnrýnt fjárhagsstöðu félagsins. Hansi Flick var ávallt talinn líklegasti eftirmaður hans, raunar virtist enginn annar koma til greina í umræðunni. Nú hefur ráðningin verið staðfest og Flick skrifar undir samning sem gildir til 30. júní 2026. „Með ráðningu Hansi Flick hefur félagið valið mann sem er þekktur fyrir hápressu, ákafa og áræðna spilamennsku, sem hefur notið velgengni á landsliðs- og félagsliðafótbolta og unnið nánast allt sem hægt er að vinna,“ segir í tilkynningu Barcelona. Á sínum tíma sem leikmaður var Flick miðjumaður í liði Bayern Munchen árin 1985-90 þegar félagið fagnaði fjórum deildarmeistaratitlum, einum bikartitli og lék til úrslita í Evrópubikarnum. Þjálfaraferilinn hóf hann sem aðstoðarmaður Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2006. Því starfi sinnti hann til ársins 2014 þegar Þýskaland varð heimsmeistari. Hann söðlaði um og endaði svo hjá Bayern Munchen árið 2019, fyrst sem aðstoðarmaður Niko Kovac en var fljótt orðinn aðalþjálfari liðsins. Í lok árs 2020 hafði hann stýrt liðinu til sigurs í Meistaradeildinni, þýska bikarnum, þýsku deildinni, UEFA ofurbikarnum og á HM félagsliða. Titlafimma, árangur sem aðeins Barcelona hafði afrekað áður, árið 2009 undir stjórn Pep Guardiola. Hann tók svo við af læriföður sínum Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2021 en hefur verið atvinnulaus síðan þýska knattspyrnusambandið sagði honum upp störfum í september á síðasta ári.
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira