Svargreinin sem Mogginn neitaði að birta 30. maí 2024 07:02 Hjörleifur Hallgríms, Akureyringur og eldri borgari, skrifar grein í Morgunblaðið 22. maí með fyrirsögninni „Nokkur orð um kosningu forseta“. Útdráttur við greinina er þessi: „Það er óskemmtilegt að segja það, en útlit er fyrir að Halla Hrund sé ekki öll þar sem hún er séð“. Undarlegir hlutir, líka ómerkilegir og lágkúrulegir, geta gerzt, ekki sízt í kosningabaráttu. Á forsíðu blaðsins 4. maí - með þriggja dálka fyrirsögn á forsíðunni og svo aftur á fyrstu innsíðu, þvert yfir síðuna, fimm dálkar – er fjallað um það, að tilteknir þrír aðilar, verktakar, sem unnið hafa fyrir Orkustofnun, hafi fengið svo og svo háar greiðslur fyrir þessa þjónustu sína frá stofnuninni síðustu 1-2 árin. Er látið að því liggja, að hér sé um óheilindi að ræða, þar sem sama fólkið styðji nú Höllu Hrund í baráttu hennar fyrir því að verða forseti. Hér er ekki aðeins um illkvittni og rætni að ræða, heldur alvarlega hugsunarskekkju. Sumir hefðu sagt heimsku. Ef Halla Hrund hefði verið að hygla þessu fólki sérstaklega og óeðlilega, og það styður hana nú, af ráði og dáð, til að verða forseti, væri það að gerast, að þessir aðilar, verktakar, væru þá að missa af sínum sérstaka velunnara, velgerðarmanni, sem svo á að vera, með því, að hann, hún, yrði kosinn forseti og færi þá úr starfi orkumálastjóra; gæti þá ekki lengur hyglt, þjónað, sínum útvöldu verktökum. Önnur eins mótsögn og rugl! Ekki er heldur stafur um það, í þessum mikla og uppblásna texta blaðsins, að eitthvað óeðlilegt hafi verið/sé við þessar greiðslur, hvað þá, að endurskoðandi Orkustofnunar eða stjórn stofunarinnar hafi eitthvað haft út á þessa verktaka og greiðslurnar til þeirra að setja. Þar fyrir utan er það auðvitað fjármálastjóri, sem metur og greiðir kröfur, ef þær eru réttar, og ber ábyrgð á því. Forstjóri hefur ekkert með slíkt að gera. Fjármálastjóri, stjórn og endurskoðandi gera engar athugasemdir, en blaðið reynir að blása þetta upp, og nú leggst Hjörleifur Hallgríms með þeim, sem þetta ritaði í blaðið, á óhróðursárina, án þess greinilega að hafa nokkra hugmynd um, um hvað hann er að tala; reynir, án nokkurs rétts tilefnis, að sverta Höllu Hrund. Svona eins og páfagaukur, sem hermir eitthvað eftir, án innihalds og merkingar. Hjörleifur lætur hér ekki staðar numið, heldur hendir sér í annað mál, sem gengur út á það hjá stuðningsmönnum Katrínar Jakobsdóttur, að sverta Höllu Hrund, reyna að koma mönnum í trú um, að „hún sé ekki öll þar sem hún er séð“, eins og Hjörleifur svo löðurmannlega orðar það. Þar er vitnað í það, að Halla Hrund sem orkumálastjóri skuli hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum við stallsystur sína í Argentínu. Viljayfirlýsing er viljayfirlýsing. Aðeins staðfestingu á vilja til mögulegs, uppbyggilegs samstarfs í þágu beggja. Engin skuldbinding af neinu tagi. Bara jákvæð afstaða um mögulegt samstarf, sem gæti gagnast báðum, ef til kæmi. Ekki er ósvinnan á bak við þennan áburð minni. Svei! Tilgangurinn með þessari umfjöllun í blaðinu, fyrst fréttir 4. maí og svo umfjöllun Hjörleifs Hallgíms nú, er auðvitað sá, að reyna sverta Höllu Hrund og þar með upphefja og styrkja stöðu Katrínar Jakobsdóttur. Hallærisbragur á þessu fyrir undirrituðum! Þessa svargrein sendi ég inn á Morgunblaðið 22. maí, en birtingarbeiðni var hafnað. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Hjörleifur Hallgríms, Akureyringur og eldri borgari, skrifar grein í Morgunblaðið 22. maí með fyrirsögninni „Nokkur orð um kosningu forseta“. Útdráttur við greinina er þessi: „Það er óskemmtilegt að segja það, en útlit er fyrir að Halla Hrund sé ekki öll þar sem hún er séð“. Undarlegir hlutir, líka ómerkilegir og lágkúrulegir, geta gerzt, ekki sízt í kosningabaráttu. Á forsíðu blaðsins 4. maí - með þriggja dálka fyrirsögn á forsíðunni og svo aftur á fyrstu innsíðu, þvert yfir síðuna, fimm dálkar – er fjallað um það, að tilteknir þrír aðilar, verktakar, sem unnið hafa fyrir Orkustofnun, hafi fengið svo og svo háar greiðslur fyrir þessa þjónustu sína frá stofnuninni síðustu 1-2 árin. Er látið að því liggja, að hér sé um óheilindi að ræða, þar sem sama fólkið styðji nú Höllu Hrund í baráttu hennar fyrir því að verða forseti. Hér er ekki aðeins um illkvittni og rætni að ræða, heldur alvarlega hugsunarskekkju. Sumir hefðu sagt heimsku. Ef Halla Hrund hefði verið að hygla þessu fólki sérstaklega og óeðlilega, og það styður hana nú, af ráði og dáð, til að verða forseti, væri það að gerast, að þessir aðilar, verktakar, væru þá að missa af sínum sérstaka velunnara, velgerðarmanni, sem svo á að vera, með því, að hann, hún, yrði kosinn forseti og færi þá úr starfi orkumálastjóra; gæti þá ekki lengur hyglt, þjónað, sínum útvöldu verktökum. Önnur eins mótsögn og rugl! Ekki er heldur stafur um það, í þessum mikla og uppblásna texta blaðsins, að eitthvað óeðlilegt hafi verið/sé við þessar greiðslur, hvað þá, að endurskoðandi Orkustofnunar eða stjórn stofunarinnar hafi eitthvað haft út á þessa verktaka og greiðslurnar til þeirra að setja. Þar fyrir utan er það auðvitað fjármálastjóri, sem metur og greiðir kröfur, ef þær eru réttar, og ber ábyrgð á því. Forstjóri hefur ekkert með slíkt að gera. Fjármálastjóri, stjórn og endurskoðandi gera engar athugasemdir, en blaðið reynir að blása þetta upp, og nú leggst Hjörleifur Hallgríms með þeim, sem þetta ritaði í blaðið, á óhróðursárina, án þess greinilega að hafa nokkra hugmynd um, um hvað hann er að tala; reynir, án nokkurs rétts tilefnis, að sverta Höllu Hrund. Svona eins og páfagaukur, sem hermir eitthvað eftir, án innihalds og merkingar. Hjörleifur lætur hér ekki staðar numið, heldur hendir sér í annað mál, sem gengur út á það hjá stuðningsmönnum Katrínar Jakobsdóttur, að sverta Höllu Hrund, reyna að koma mönnum í trú um, að „hún sé ekki öll þar sem hún er séð“, eins og Hjörleifur svo löðurmannlega orðar það. Þar er vitnað í það, að Halla Hrund sem orkumálastjóri skuli hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum við stallsystur sína í Argentínu. Viljayfirlýsing er viljayfirlýsing. Aðeins staðfestingu á vilja til mögulegs, uppbyggilegs samstarfs í þágu beggja. Engin skuldbinding af neinu tagi. Bara jákvæð afstaða um mögulegt samstarf, sem gæti gagnast báðum, ef til kæmi. Ekki er ósvinnan á bak við þennan áburð minni. Svei! Tilgangurinn með þessari umfjöllun í blaðinu, fyrst fréttir 4. maí og svo umfjöllun Hjörleifs Hallgíms nú, er auðvitað sá, að reyna sverta Höllu Hrund og þar með upphefja og styrkja stöðu Katrínar Jakobsdóttur. Hallærisbragur á þessu fyrir undirrituðum! Þessa svargrein sendi ég inn á Morgunblaðið 22. maí, en birtingarbeiðni var hafnað. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun