Fráfarandi bæjarstjóri Árborgar sóttist eftir að halda áfram Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2024 07:01 Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg á meðan allt lék í lyndi. Fjóla, fráfarandi bæjarstjóri, og Bragi verðandi bæjarstjóri, sjást hér saman á milli trésins. Sveinn Ægir Birgisson, nýr formaður bæjarráðs, er þeim á hægri hönd. Vísir/Magnús Hlynur Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri Árborgar sem sagði skyndilega skilið við meirihlutann í síðustu viku, sóttist eftir því að sitja áfram í embætti. Hún segist ætla að sitja áfram í bæjarstjórn og veita meirihlutanum aðhald. Verðandi bæjarstjóri segir áformin ekki hafa átt að koma neinum á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar frá síðustu kosningum. Samkvæmt samkomulagi sem var gert við upphaf kjörtímabilsins var Fjóla, sem var önnur á lista flokksins, bæjarstjóri fyrstu tvö árin. Hún átti að víkja fyrir Braga Bjarnasyni, oddvita flokksins, 1. júní. Áður en til þess kom tilkynnti Bragi að Fjóla hefði fallið frá samkomulaginu og yfirgæfi meirihlutann í síðustu viku. Á sama tíma var greint frá því að Áfram Árborg, sem er með einn bæjarfulltrúa, gengi inn í meirihlutann. Engar skýringar voru gefnar á brotthvarfi Fjólu sem vildi sjálf ekki tjá sig. Bragi sagði Vísi að enginn málefnalegur ágreiningur eða samstarfsörðugleikar hefðu komið upp innan meirihlutans. Á bæjarstjórnarfundi á mánudag greiddi Fjóla atkvæði með ráðningu Braga sem bæjarstjóra en upplýsti jafnframt að hún hefði sóst eftir því að sitja áfram sem bæjarstjóri. Vísaði hún til þrýstings frá hagaðilum, ráðgjöfum, lánastofnunum og eftirlitsaðilum um að halda meirihlutanum óbreyttum úr kjörtímabilið. Árborg glímir við djúpstæðan fjárhagsvanda og hefur átt í samstarfi við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna hans. Töluverðar breytingar væru jafnframt framundan hjá sveitarfélaginu. Því hafi henni ekki fundist faglegt eða þjóna tilgangi að gera breytingar á þessum tímapunkti nema þá breytinganna vegna. Bókaði Fjóla að hún hefði óskað eftir því að fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins fundaði um málið. „Sá fundur var aldrei haldinn og í raun ekki vilji fyrir samtali um að ég myndi vera áfram þó ekki væri nema fram á haust,“ sagði Fjóla á bæjarstjórnarfundinum. Hún sagðist enn fremur ætla að sitja áfram í bæjarstjórn og veita nýja meirihlutanum aðhald í komandi verkefnum. Skrýtið að skipta um hest í miðri á Fulltrúar minnihlutans úr Framsóknarflokki og Samfylkingunni bókuðu stuðning sinn við að Fjóla sæti áfram. Með bæjarstjóraskiptunum tapaðist mikil reynsla og þekking sem kostnaðarsamt yrði að vinna upp. Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, segir við Vísi að fordæmalausar efnahagslegar aðstæður sveitarfélagsins hafi gefið tilefni til þess að endurskoða fyrra samkomulag um bæjarstjórastólinn. „Þegar þú ert búinn að vera í þessum ólgusjó og mynda þessi mikilvægu tengsl og mikilvægu sambönd við hagaðila eins og lánastofnanir og alls konar ráðgjafa þá er mjög skrýtið að fara að skipta um hest í miðri á. Það er ekki auðvelt að koma kaldur inn í þetta núna,“ segir Arna Ír. Arnar Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Studio Stund Arnar Freyr Ólafsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir við Vísi að mögulega hefði verið hægt að ræða bæjarstjóraskipti eftir að hálfs árs uppgjör liggur fyrir í lok sumars. Þetta sé óheppilegur tímapunktur að vaða í að skipta um bæjarstjóra. „Þetta er bara á viðkvæmum stað sem þarf í rauninni að sjá aðeins fyrir endann á,“ segir Arnar Freyr um fjárhagsstöðu bæjarins. Öllum ljóst frá upphafi Áhugi hagaðila, lánastofnana og fleiri sem Fjóla vísaði til í bókun sinni hefur ekki borist til eyrna meirihlutans, að sögn Braga verðandi bæjarstjóra. Fjóla hafi ákveðið að segja skilið við meirihlutann þegar hafi verið ljóst að fara ætti eftir því sem var ákveðið í upphafi um að hann tæki við af henni nú. „Þetta er bara planið sem við kynntum í upphafi og hefur legið alltaf fyrir þannig að það voru allir viðbúnir því að núna 1. júní yrðu breytingar og ekkert nýtt sem var í því. Það var ekki að koma neinum á óvart og hefur legið fyrir frá upphafi kjörtímabilsins og allir vita, bæði starfsmenn, lánveitendur og allir okkar ráðgjafar og hagaðilar,“ segir Bragi við Vísi. Ekki hefur náðst í Fjólu sjálfa þrátt fyrir ítrekuð símtöl og skilaboð undanfarna daga. Hún afþakkaði að tjá sig daginn sem breytingarnar í bæjarstjórn voru kynntar í síðustu viku. Bragi Bjarnason tekur við sem bæjarstjóri Árborgar eins og til stóð 1. júní. Það verður hins vegar sem oddviti tveggja flokka meirihluta í stað eins áður.Vísir/Egill Deilt um launahækkun formanns bæjarráðs Bragi hefur verið formaður bæjarráðs undanfarin tvö ár. Laun hans voru hækkuð úr 21 prósenti af þingfararkaupi í 65 prósent við upphaf kjörtímabilsins. Sveinn Ægir Birgisson frá Sjálfstæðisflokki tekur við af Braga sem formaður bæjarráðs. Nýi meirihlutinn samþykkti tillögu á bæjarstjórnarfundinum á mánudag um að laun formanns bæjarráðs verði nú 42 prósent af þingfararkaupi. Fjóla greiddi atkvæði gegn tillögunni ásamt fulltrúum minnihlutans. Gagnrýndi minnihlutinn í bókun Örnu Írar að meirihlutinn fylgdi ekki samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og hækkaði þóknun formanns bæjarráðs. Krafðist hún jafnframt sundurliðunar á störfum Braga sem formanns bæjarráðs sem hefði kallað á hækkun þóknunar hans á kjörtímabilinu. Arnar Freyr segir að stefnt hafi verið að því í fjárhagsáætlun að færa formann bæjarráðs aftur niður í 21 prósent af þingfararkaupi. Nýi meirihlutinn hafi vikið frá því án rökstuðnings eða gagna um hvað kalli á launahækkunina. „Það hefur engin skýring komið fyrir hækkuninni í byrjun kjörtímabilsins, hverjar voru auknar starfsskyldur formanns bæjarráðs frá síðasta kjörtímabili. Aftur er því breytt án rökstuðnings. Fyrir okkur lítur þetta bara út sem einhvers konar handahófskenndar, órökstuddar ákvarðanir sem við getum bara á engan hátt staðið að,“ segir hann við Vísi. Árborg hefur glímt við þunga fjárhagsstöðu undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Þörf fyrir að forsvarsmenn bæjarstjórnar geti sinnt starfinu af fullum krafti Bragi segir Vísi að breytingin á þóknun formanns bæjarráðs nú sé hluti af hagræðingaráætlunum sem unnið sé að í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Ákveðið hafi verið að hækka þóknun formannsins við upphaf kjörtímabilsins í ljósi þess stórt verkefni biði sveitarfélagsins. „Sveitarfélagið hefur stækkað mikið undanfarin ár og það hefur fundist þörf fyrir því að þeir sem eru í forsvari bæjarstjórnar þurfi í raun að geta sinnt því af fullum krafti. Það held ég að hafi sannarlega sýnt sig í árangrinum á síðustu tveimur árum að það var þörf á þessu og að það hefur skilað sér,“ segir Bragi. Ákveðið hafi verið að lækka laun formanns bæjarráðs aftur til að aðlagast þeim breytingum sem nú verða á bæjarstjórninni. Árborg Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fjóla felldi hreinan meirihluta Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar. 23. maí 2024 11:55 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar frá síðustu kosningum. Samkvæmt samkomulagi sem var gert við upphaf kjörtímabilsins var Fjóla, sem var önnur á lista flokksins, bæjarstjóri fyrstu tvö árin. Hún átti að víkja fyrir Braga Bjarnasyni, oddvita flokksins, 1. júní. Áður en til þess kom tilkynnti Bragi að Fjóla hefði fallið frá samkomulaginu og yfirgæfi meirihlutann í síðustu viku. Á sama tíma var greint frá því að Áfram Árborg, sem er með einn bæjarfulltrúa, gengi inn í meirihlutann. Engar skýringar voru gefnar á brotthvarfi Fjólu sem vildi sjálf ekki tjá sig. Bragi sagði Vísi að enginn málefnalegur ágreiningur eða samstarfsörðugleikar hefðu komið upp innan meirihlutans. Á bæjarstjórnarfundi á mánudag greiddi Fjóla atkvæði með ráðningu Braga sem bæjarstjóra en upplýsti jafnframt að hún hefði sóst eftir því að sitja áfram sem bæjarstjóri. Vísaði hún til þrýstings frá hagaðilum, ráðgjöfum, lánastofnunum og eftirlitsaðilum um að halda meirihlutanum óbreyttum úr kjörtímabilið. Árborg glímir við djúpstæðan fjárhagsvanda og hefur átt í samstarfi við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna hans. Töluverðar breytingar væru jafnframt framundan hjá sveitarfélaginu. Því hafi henni ekki fundist faglegt eða þjóna tilgangi að gera breytingar á þessum tímapunkti nema þá breytinganna vegna. Bókaði Fjóla að hún hefði óskað eftir því að fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins fundaði um málið. „Sá fundur var aldrei haldinn og í raun ekki vilji fyrir samtali um að ég myndi vera áfram þó ekki væri nema fram á haust,“ sagði Fjóla á bæjarstjórnarfundinum. Hún sagðist enn fremur ætla að sitja áfram í bæjarstjórn og veita nýja meirihlutanum aðhald í komandi verkefnum. Skrýtið að skipta um hest í miðri á Fulltrúar minnihlutans úr Framsóknarflokki og Samfylkingunni bókuðu stuðning sinn við að Fjóla sæti áfram. Með bæjarstjóraskiptunum tapaðist mikil reynsla og þekking sem kostnaðarsamt yrði að vinna upp. Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, segir við Vísi að fordæmalausar efnahagslegar aðstæður sveitarfélagsins hafi gefið tilefni til þess að endurskoða fyrra samkomulag um bæjarstjórastólinn. „Þegar þú ert búinn að vera í þessum ólgusjó og mynda þessi mikilvægu tengsl og mikilvægu sambönd við hagaðila eins og lánastofnanir og alls konar ráðgjafa þá er mjög skrýtið að fara að skipta um hest í miðri á. Það er ekki auðvelt að koma kaldur inn í þetta núna,“ segir Arna Ír. Arnar Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Studio Stund Arnar Freyr Ólafsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir við Vísi að mögulega hefði verið hægt að ræða bæjarstjóraskipti eftir að hálfs árs uppgjör liggur fyrir í lok sumars. Þetta sé óheppilegur tímapunktur að vaða í að skipta um bæjarstjóra. „Þetta er bara á viðkvæmum stað sem þarf í rauninni að sjá aðeins fyrir endann á,“ segir Arnar Freyr um fjárhagsstöðu bæjarins. Öllum ljóst frá upphafi Áhugi hagaðila, lánastofnana og fleiri sem Fjóla vísaði til í bókun sinni hefur ekki borist til eyrna meirihlutans, að sögn Braga verðandi bæjarstjóra. Fjóla hafi ákveðið að segja skilið við meirihlutann þegar hafi verið ljóst að fara ætti eftir því sem var ákveðið í upphafi um að hann tæki við af henni nú. „Þetta er bara planið sem við kynntum í upphafi og hefur legið alltaf fyrir þannig að það voru allir viðbúnir því að núna 1. júní yrðu breytingar og ekkert nýtt sem var í því. Það var ekki að koma neinum á óvart og hefur legið fyrir frá upphafi kjörtímabilsins og allir vita, bæði starfsmenn, lánveitendur og allir okkar ráðgjafar og hagaðilar,“ segir Bragi við Vísi. Ekki hefur náðst í Fjólu sjálfa þrátt fyrir ítrekuð símtöl og skilaboð undanfarna daga. Hún afþakkaði að tjá sig daginn sem breytingarnar í bæjarstjórn voru kynntar í síðustu viku. Bragi Bjarnason tekur við sem bæjarstjóri Árborgar eins og til stóð 1. júní. Það verður hins vegar sem oddviti tveggja flokka meirihluta í stað eins áður.Vísir/Egill Deilt um launahækkun formanns bæjarráðs Bragi hefur verið formaður bæjarráðs undanfarin tvö ár. Laun hans voru hækkuð úr 21 prósenti af þingfararkaupi í 65 prósent við upphaf kjörtímabilsins. Sveinn Ægir Birgisson frá Sjálfstæðisflokki tekur við af Braga sem formaður bæjarráðs. Nýi meirihlutinn samþykkti tillögu á bæjarstjórnarfundinum á mánudag um að laun formanns bæjarráðs verði nú 42 prósent af þingfararkaupi. Fjóla greiddi atkvæði gegn tillögunni ásamt fulltrúum minnihlutans. Gagnrýndi minnihlutinn í bókun Örnu Írar að meirihlutinn fylgdi ekki samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og hækkaði þóknun formanns bæjarráðs. Krafðist hún jafnframt sundurliðunar á störfum Braga sem formanns bæjarráðs sem hefði kallað á hækkun þóknunar hans á kjörtímabilinu. Arnar Freyr segir að stefnt hafi verið að því í fjárhagsáætlun að færa formann bæjarráðs aftur niður í 21 prósent af þingfararkaupi. Nýi meirihlutinn hafi vikið frá því án rökstuðnings eða gagna um hvað kalli á launahækkunina. „Það hefur engin skýring komið fyrir hækkuninni í byrjun kjörtímabilsins, hverjar voru auknar starfsskyldur formanns bæjarráðs frá síðasta kjörtímabili. Aftur er því breytt án rökstuðnings. Fyrir okkur lítur þetta bara út sem einhvers konar handahófskenndar, órökstuddar ákvarðanir sem við getum bara á engan hátt staðið að,“ segir hann við Vísi. Árborg hefur glímt við þunga fjárhagsstöðu undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Þörf fyrir að forsvarsmenn bæjarstjórnar geti sinnt starfinu af fullum krafti Bragi segir Vísi að breytingin á þóknun formanns bæjarráðs nú sé hluti af hagræðingaráætlunum sem unnið sé að í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Ákveðið hafi verið að hækka þóknun formannsins við upphaf kjörtímabilsins í ljósi þess stórt verkefni biði sveitarfélagsins. „Sveitarfélagið hefur stækkað mikið undanfarin ár og það hefur fundist þörf fyrir því að þeir sem eru í forsvari bæjarstjórnar þurfi í raun að geta sinnt því af fullum krafti. Það held ég að hafi sannarlega sýnt sig í árangrinum á síðustu tveimur árum að það var þörf á þessu og að það hefur skilað sér,“ segir Bragi. Ákveðið hafi verið að lækka laun formanns bæjarráðs aftur til að aðlagast þeim breytingum sem nú verða á bæjarstjórninni.
Árborg Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fjóla felldi hreinan meirihluta Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar. 23. maí 2024 11:55 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Fjóla felldi hreinan meirihluta Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar. 23. maí 2024 11:55
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent