Segjast „niðurlægðar“ og hættar í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2024 09:31 Julieta Cruz er ein af þessum þremur leikmönnum en hún var með argentínska landsliðinu á HM 2023. Getty/Hannah Peters Þrír leikmenn argentínska kvennalandsliðsins í fótbolta eru hættar að gefa kost á sér í landsliðið. Ástæðan eru þær aðstæður sem landsliðskonunum er boðið upp á í landsliðsverkefnum. Leikmennirnir eru markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmaðurinn Julieta Cruz og miðjumaðurinn Lorena Benítez. Allar eru þær fastamenn í argentínska landsliðinu. Þær hafa barist fyrir betri umgjörð í kvennalandsliðinu, umgjörð sem er í dag ansi langt frá því sem gengur og gerist hjá karlaliðinu sem er ríkjandi heimsmeistari. Kvennalandsliðið er að fara spila tvo vináttulandsleiki í upphafi næsta mánaðar og eru þeir báðir á móti Kosta Ríka. 'Humiliated' players quit Argentina women's teamThree players quit Argentina's national women's squad Monday after a dispute over a lack of pay and conditions at a camp ahead of two international friendlies, an unthinkable scenario for the country's Wo… https://t.co/OLBLDLNk1x— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 28, 2024 „Við erum komnar á þann stað að við erum búnar að fá nóg af óréttlætinu, að vera ekki metnar af verðleikum, að það sé ekki hlustað á okkur og af því vera niðurlægðar,“ skrifaði Julieta Cruz á samfélagsliðinn Instagram. „Það þarf að laga umhverfið í kringum argentínska kvennalandsliðið í fótbolta og ég er ekki bara að tala um fjárhagslegu hliðina. Ég er að tala um æfingar, hádegismat og morgunverð,“ skrifaði Cruz. Cruz og Benítez segja frá því að þeir hafi fengið samloku með skinku og osti plús einn banana í hádegismat þegar þær voru að æfa með landsliðinu. Það er öllum ljóst að það er ekki boðlegt fyrir íþróttakonur á hæsta stigi. Þær segja að argentínska sambandið ætli ekki að borga þeim fyrir þessa tvo vináttulandsleiki af því að þeir fara fram á heimavelli í Buenos Aires. Benitez bætti því við að ofan á allt annað þá voru fjölskyldumeðlimir leikmanna rukkaðir um fimm þúsund peseta fyrir miða á leikina en það eru sjö hundruð íslenskar krónur. „Það eru milljón atriði sem við getum farið í gegnum,“ skrifaði Lorena Benítez. View this post on Instagram A post shared by Juli Cruz (@cruzjulieta81) Argentína Fótbolti HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Leikmennirnir eru markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmaðurinn Julieta Cruz og miðjumaðurinn Lorena Benítez. Allar eru þær fastamenn í argentínska landsliðinu. Þær hafa barist fyrir betri umgjörð í kvennalandsliðinu, umgjörð sem er í dag ansi langt frá því sem gengur og gerist hjá karlaliðinu sem er ríkjandi heimsmeistari. Kvennalandsliðið er að fara spila tvo vináttulandsleiki í upphafi næsta mánaðar og eru þeir báðir á móti Kosta Ríka. 'Humiliated' players quit Argentina women's teamThree players quit Argentina's national women's squad Monday after a dispute over a lack of pay and conditions at a camp ahead of two international friendlies, an unthinkable scenario for the country's Wo… https://t.co/OLBLDLNk1x— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 28, 2024 „Við erum komnar á þann stað að við erum búnar að fá nóg af óréttlætinu, að vera ekki metnar af verðleikum, að það sé ekki hlustað á okkur og af því vera niðurlægðar,“ skrifaði Julieta Cruz á samfélagsliðinn Instagram. „Það þarf að laga umhverfið í kringum argentínska kvennalandsliðið í fótbolta og ég er ekki bara að tala um fjárhagslegu hliðina. Ég er að tala um æfingar, hádegismat og morgunverð,“ skrifaði Cruz. Cruz og Benítez segja frá því að þeir hafi fengið samloku með skinku og osti plús einn banana í hádegismat þegar þær voru að æfa með landsliðinu. Það er öllum ljóst að það er ekki boðlegt fyrir íþróttakonur á hæsta stigi. Þær segja að argentínska sambandið ætli ekki að borga þeim fyrir þessa tvo vináttulandsleiki af því að þeir fara fram á heimavelli í Buenos Aires. Benitez bætti því við að ofan á allt annað þá voru fjölskyldumeðlimir leikmanna rukkaðir um fimm þúsund peseta fyrir miða á leikina en það eru sjö hundruð íslenskar krónur. „Það eru milljón atriði sem við getum farið í gegnum,“ skrifaði Lorena Benítez. View this post on Instagram A post shared by Juli Cruz (@cruzjulieta81)
Argentína Fótbolti HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira