Notaði niðrandi orð um samkynhneigða karla á lokuðum fundi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. maí 2024 07:04 Páfi fór fyrir messu á St. Péturstorgi á sunnudag. AP/Gregorio Borgia Frans páfi er sagður hafa notað lítilsvirðandi orð þegar viðræður stóðu yfir innan kaþólsku kirkjunnar um hvort hleypa ætti samkynhneigðum körlum inn í prestaskóla. Frá þessu greina miðlar á Ítalíu. Orðið lét páfi falla í síðustu viku, á lokuðum fundi með biskupum. Umræðuefnið var, eins og fyrr segir, hvort leyfa ætti samkynhneigðum körlum að innritast í skóla fyrir presta en málið hefur verið til umræðu meðal biskupa á Ítalíu. Frans er sagður hafa ítrekað andstöðu sína á fundinum og sagt að á sama tíma og það væri mikilvægt að kirkjan tæki öllum opnum örmum þá væri hætta á því að samkynhneigðir menn myndu freistast til að lifa tvöföldu lífi. Sagði hann svo í beinu framhaldi að það væri þegar of mikill „faggaháttur“ (í. frociaggine) innan skólanna. Ítalskir miðlar hafa haft eftir ónefndum biskupum að páfi hafi notað orðið í gríni en það þykir afar niðrandi og viðstaddir eru sagðir hafa verið hissa á orðanotkuninni. Einn biskup sagði í samtali við Corriere della Sera að það væri óvíst að páfi gerði sér grein fyrir því hversu lítilsvirðandi orðið væri. Biskuparnir eru sagðir hafa fundað í nóvember til að ræða það að hleypa samkynhneigðum körlum inn í prestanámið, svo lengi sem þeir „iðkuðu“ ekki kynhneigð sína, en páfi er sagður hafa sett sig upp á móti því. Frans hefur almennt þótt frjálslyndari gagnvart samkynhneigð en forverar hans og meðal annars heimilað prestum að blessa samkynja pör. Hann hefur hins vegar verið skýr með það að samkynhneigð sé ekki ásættanleg á meðal presta og talað um samkynneigð sem tískubólu. Ítalía Páfagarður Hinsegin Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Frá þessu greina miðlar á Ítalíu. Orðið lét páfi falla í síðustu viku, á lokuðum fundi með biskupum. Umræðuefnið var, eins og fyrr segir, hvort leyfa ætti samkynhneigðum körlum að innritast í skóla fyrir presta en málið hefur verið til umræðu meðal biskupa á Ítalíu. Frans er sagður hafa ítrekað andstöðu sína á fundinum og sagt að á sama tíma og það væri mikilvægt að kirkjan tæki öllum opnum örmum þá væri hætta á því að samkynhneigðir menn myndu freistast til að lifa tvöföldu lífi. Sagði hann svo í beinu framhaldi að það væri þegar of mikill „faggaháttur“ (í. frociaggine) innan skólanna. Ítalskir miðlar hafa haft eftir ónefndum biskupum að páfi hafi notað orðið í gríni en það þykir afar niðrandi og viðstaddir eru sagðir hafa verið hissa á orðanotkuninni. Einn biskup sagði í samtali við Corriere della Sera að það væri óvíst að páfi gerði sér grein fyrir því hversu lítilsvirðandi orðið væri. Biskuparnir eru sagðir hafa fundað í nóvember til að ræða það að hleypa samkynhneigðum körlum inn í prestanámið, svo lengi sem þeir „iðkuðu“ ekki kynhneigð sína, en páfi er sagður hafa sett sig upp á móti því. Frans hefur almennt þótt frjálslyndari gagnvart samkynhneigð en forverar hans og meðal annars heimilað prestum að blessa samkynja pör. Hann hefur hins vegar verið skýr með það að samkynhneigð sé ekki ásættanleg á meðal presta og talað um samkynneigð sem tískubólu.
Ítalía Páfagarður Hinsegin Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira