Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Hann segir að allar björgunarsveitir frá Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Neskaupstað og Eskifirði hafi verið kallaðar út.
Þórhallur Árnason, aðalvarðstjóri á Eskifirði, segir í samtali við Vísi að börnin hafi fundist laust fyrir klukkan 15:30 og séu komin í hendur foreldra sinna. Þau hafi verið á göngu ásamt fleiri börnum úr grunnskólanum á Reyðarfirði og orðið viðskila við hópinn.
Fréttin hefur verið uppfærð.