AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2024 13:10 Maximilian Krah, leiðtogi AfD á Evrópuþinginu, kom sér meðal annars í klandur með því að segja ítölsku dagblaði að allir liðsmenn SS-sveitanna hefðu ekki endilega verið stríðsglæpamenn. Hann er einnig til rannsóknar í tengslum við greiðslur frá Rússlandi og Kína. AP/Jean-Francois Badias Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. Kosið var til sveitarstjórna og borgar- og bæjarstjóra í Þýringalandi í Austu-Þýskalandi í gær. AfD hefur átt góðu gengi að fagna þar og var jafnvel spáð sigrum. Flokkurinn náði sínum fyrsta sveitarstjóra í Þýskalandi í Þýringalandi í fyrra og ætlar sér stóra hluti í sambandslandskosningunum sem fara fram þar í september. Þær spár gengu ekki eftir þó að flokkurinn bætti við sig, að sögn AP-fréttastofunnar. AfD fékk rúman fjórðung atkvæða til sveitarstjórna í sambandslandinu, nokkuð á ftir Kristilegum demókrötum (CDU). Þrátt fyrir að níu frambjóðendur AfD hafi komist í seinni umferð kosninga sem fer fram 9. júní er þeim ekki spáð sigri þar. Aðeins einn þeirra var með forskot á næsta keppinaut sinn en það var naumt. Frá kjörstað í borginni Gera í Þýringalandi í gær.AP/Heiko Rebsch/dpa Nasistaummæli, njósnir og mútuþægni AfD hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Þýska alríkislögreglan handtók aðstoðarmann Maximilians Krah, leiðtoga flokksins á Evrópuþinginu, fyrir njósnir í þágu Kínverja í síðasta mánuði. Krah hafnaði því að segja af sér vegna þess máls en hann komst aftur í hann krappan á dögunum þegar hann lýsti því yfir að liðsmenn SS-sveita nasista hefðu ekki allir verið glæpamenn. SS-sveitirnar léku meðal annars lykilhlutverk í helförinni sem nasistar ráku gegn gyðingum. Þau ummæli urðu til þess að þinghópur fjarhægriflokka á Evrópuþinginu varpaði AfD á dyr í síðustu viku. AfD bannaði Krah í kjölfarið að koma fram í kosningabaráttunni fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í næsta mánuði. Hann er áfram helsti frambjóðandi flokksins í þeim kosningum. Þjóðfylkingin Marine Le Pen í Frakklandi hafði áður reynt að fjarlægja sig AfD í kjölfar frétta um að leiðtogar flokksins hefðu fundað á leyn og rætt um fjöldabrottvísanir fólks sem er ekki af þýskum uppruna, óháð því hvort að það væri þýskir ríkisborgarar eða ekki. Enn syrti í álinn þegar í ljós kom að þýsk yfirvöld rannsaka meintar greiðslur sem Krah á að hafa fengið frá Kína og Rússlandi. Þá gerði þýska lögreglan húsleit hjá Peter Bystron, öðrum Evrópuþingmanni AfD, í tengslum við rannsókn á peningaþvætti og mútuþægni. Bystron er sagður hafa þegið fé frá Rússlandi til þess að tala máli Kremlar. Bæði Bystron og Krah neita ásökununum. Björn Höcke, frambjóðandi AfD til ríkisstjóra Þýringalands, var sektaður fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á fundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í þessum mánuði. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kosið var til sveitarstjórna og borgar- og bæjarstjóra í Þýringalandi í Austu-Þýskalandi í gær. AfD hefur átt góðu gengi að fagna þar og var jafnvel spáð sigrum. Flokkurinn náði sínum fyrsta sveitarstjóra í Þýskalandi í Þýringalandi í fyrra og ætlar sér stóra hluti í sambandslandskosningunum sem fara fram þar í september. Þær spár gengu ekki eftir þó að flokkurinn bætti við sig, að sögn AP-fréttastofunnar. AfD fékk rúman fjórðung atkvæða til sveitarstjórna í sambandslandinu, nokkuð á ftir Kristilegum demókrötum (CDU). Þrátt fyrir að níu frambjóðendur AfD hafi komist í seinni umferð kosninga sem fer fram 9. júní er þeim ekki spáð sigri þar. Aðeins einn þeirra var með forskot á næsta keppinaut sinn en það var naumt. Frá kjörstað í borginni Gera í Þýringalandi í gær.AP/Heiko Rebsch/dpa Nasistaummæli, njósnir og mútuþægni AfD hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Þýska alríkislögreglan handtók aðstoðarmann Maximilians Krah, leiðtoga flokksins á Evrópuþinginu, fyrir njósnir í þágu Kínverja í síðasta mánuði. Krah hafnaði því að segja af sér vegna þess máls en hann komst aftur í hann krappan á dögunum þegar hann lýsti því yfir að liðsmenn SS-sveita nasista hefðu ekki allir verið glæpamenn. SS-sveitirnar léku meðal annars lykilhlutverk í helförinni sem nasistar ráku gegn gyðingum. Þau ummæli urðu til þess að þinghópur fjarhægriflokka á Evrópuþinginu varpaði AfD á dyr í síðustu viku. AfD bannaði Krah í kjölfarið að koma fram í kosningabaráttunni fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í næsta mánuði. Hann er áfram helsti frambjóðandi flokksins í þeim kosningum. Þjóðfylkingin Marine Le Pen í Frakklandi hafði áður reynt að fjarlægja sig AfD í kjölfar frétta um að leiðtogar flokksins hefðu fundað á leyn og rætt um fjöldabrottvísanir fólks sem er ekki af þýskum uppruna, óháð því hvort að það væri þýskir ríkisborgarar eða ekki. Enn syrti í álinn þegar í ljós kom að þýsk yfirvöld rannsaka meintar greiðslur sem Krah á að hafa fengið frá Kína og Rússlandi. Þá gerði þýska lögreglan húsleit hjá Peter Bystron, öðrum Evrópuþingmanni AfD, í tengslum við rannsókn á peningaþvætti og mútuþægni. Bystron er sagður hafa þegið fé frá Rússlandi til þess að tala máli Kremlar. Bæði Bystron og Krah neita ásökununum. Björn Höcke, frambjóðandi AfD til ríkisstjóra Þýringalands, var sektaður fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á fundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í þessum mánuði.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56
Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46