Lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar Guðmundur Björnsson skrifar 26. maí 2024 11:00 Í ljósi umræðna um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar er rétt að rifja upp frábæra hugmynd um lestarsamgöngur, Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016. Þetta verkefni er sagt hafa gríðarlega möguleika til að bæta samgöngur, draga úr umferðarþunga og stuðla að umhverfisvænni ferðamátum. Helstu kostir verkefnisins, byggt á gögnum sem liggja fyrir, eru sagðir þessir: 1. Tímasparnaður og þægindi Með hraðlest, sem getur náð allt að 250 km/klst hraða, tekur ferðin frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur einungis 15-18 mínútur. Þetta er gríðarlegur tímasparnaður miðað við núverandi valkosti, eins og rútur og leigubíla, sem taka oft yfir klukkustund í ferðina. 2. Aukin afkastageta og áreiðanleiki Lestin á að geta flutt 2400 farþega á klukkustund og ferðast á 15 mínútna fresti á annatímum. Þetta mun tryggja stöðugleika og áreiðanleika í samgöngum, sem er mikilvægt fyrir bæði ferðamenn og íbúa. 3. Umhverfisáhrif Ein af helstu rökum fyrir því að byggja upp lestarsamgöngur væri að draga úr útblæstri og mengun. Rafmagnslestir eru mun umhverfisvænni en bílar og rútur, sem nota jarðefnaeldsneyti. Með því að minnka umferð á Reykjanesbrautinni, sem er ein helsta leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur, er einnig hægt að bæta loftgæði og draga úr hávaða. 4. Efnahagslegur ávinningur Samkvæmt skýrslum var gert ráð fyrir að hraðlestin muni skila allt að 13,5 milljörðum króna á fyrsta ári. Þetta væru ekki aðeins tekjur frá farþegum, heldur einnig frá aukinni ferðamennsku og tengdri þjónustu sem myndi blómstra í kringum lestarstöðvarnar. Einnig var áætlað að verkefnið muni skapa fjölda starfa, bæði á byggingartíma og við rekstur lestarinnar. 5. Bætt aðgengi fyrir íbúa Lestin á að tengja saman byggðir Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins, sem gerð það auðveldara fyrir fólk að ferðast til vinnu, skóla og annarra daglegra verkefna. Þetta myndi þannig stuðla að betra jafnvægi á milli atvinnu- og búsetusvæða og auka lífsgæði íbúa. Kostnaður við verkefnið Heildarkostnaðurinn við að byggja hraðlestina var áætlaður um 105 milljarðar króna (758 milljónir evra). Þessi kostnaður næði yfir alla undirbúningsvinnu, skipulag, umhverfismat, hönnun, landakaup og framkvæmdir. Saga hugmyndarinnar Hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar hafa verið til umræðu í nokkra áratugi. Árið 2001 lét Orkuveita Reykjavíkur gera skýrslu um möguleika á lagningu hraðlestar. Í kjölfarið hafa fleiri skýrslur og rannsóknir verið gerðar, þar á meðal skýrsla frá Reykjavíkurborg og Samgönguráðuneytinu árið 2008. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) var verið virkur þátttakandi í þessari vinnu og skoðaði ýmsa möguleika, þar á meðal að samþætta lestarsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli við leiðarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2016 kom hugmyndin um Lava Express fram, þegar áætlanir um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur voru kynntar. Þetta markaði upphaf nýrrar bylgju áhuga á verkefninu um tíma, en síðan þá hefur lítið spurst til verkefnisins. Niðurstaða og spurningin: Af hverju er ekki byrjað á þessu? Þrátt fyrir alla þessa kosti sem nefndir hafa verið hefur framkvæmdin ekki hafist. Etv. er ein helsta ástæðan fyrir því umfang og flókin undirbúningsvinna sem fylgir slíku risaverkefni. Þar að auki þarf að tryggja fjármögnun, samþykki sveitarfélaga og fara í gegnum ítarlegt umhverfismat. En arðsemin og hagræðið af slíku verkefni er augljóst. Því væri forvitnilegt að vita hvað tefur þetta framfaraverk? Hvers vegna hefur þetta verkefni ekki hafist? Er hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum, sem sjá um farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, sé að flækjast fyrir verkefninu? Hópferðafyrirtæki hafa töluverða hagsmuni af því að halda í núverandi farþega og gætu sett þrýsting á stjórnvöld til að tefja eða hindra framkvæmdina. Það er ljóst að samkeppnin um farþega mun aukast með tilkomu hraðlestar og það gæti haft áhrif á núverandi þjónustuaðila, en á það að bitna á hagsmunum heildarinnar? Höfundur er ferðmálafræðingur og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Reykjavík Guðmundur Björnsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðna um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar er rétt að rifja upp frábæra hugmynd um lestarsamgöngur, Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016. Þetta verkefni er sagt hafa gríðarlega möguleika til að bæta samgöngur, draga úr umferðarþunga og stuðla að umhverfisvænni ferðamátum. Helstu kostir verkefnisins, byggt á gögnum sem liggja fyrir, eru sagðir þessir: 1. Tímasparnaður og þægindi Með hraðlest, sem getur náð allt að 250 km/klst hraða, tekur ferðin frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur einungis 15-18 mínútur. Þetta er gríðarlegur tímasparnaður miðað við núverandi valkosti, eins og rútur og leigubíla, sem taka oft yfir klukkustund í ferðina. 2. Aukin afkastageta og áreiðanleiki Lestin á að geta flutt 2400 farþega á klukkustund og ferðast á 15 mínútna fresti á annatímum. Þetta mun tryggja stöðugleika og áreiðanleika í samgöngum, sem er mikilvægt fyrir bæði ferðamenn og íbúa. 3. Umhverfisáhrif Ein af helstu rökum fyrir því að byggja upp lestarsamgöngur væri að draga úr útblæstri og mengun. Rafmagnslestir eru mun umhverfisvænni en bílar og rútur, sem nota jarðefnaeldsneyti. Með því að minnka umferð á Reykjanesbrautinni, sem er ein helsta leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur, er einnig hægt að bæta loftgæði og draga úr hávaða. 4. Efnahagslegur ávinningur Samkvæmt skýrslum var gert ráð fyrir að hraðlestin muni skila allt að 13,5 milljörðum króna á fyrsta ári. Þetta væru ekki aðeins tekjur frá farþegum, heldur einnig frá aukinni ferðamennsku og tengdri þjónustu sem myndi blómstra í kringum lestarstöðvarnar. Einnig var áætlað að verkefnið muni skapa fjölda starfa, bæði á byggingartíma og við rekstur lestarinnar. 5. Bætt aðgengi fyrir íbúa Lestin á að tengja saman byggðir Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins, sem gerð það auðveldara fyrir fólk að ferðast til vinnu, skóla og annarra daglegra verkefna. Þetta myndi þannig stuðla að betra jafnvægi á milli atvinnu- og búsetusvæða og auka lífsgæði íbúa. Kostnaður við verkefnið Heildarkostnaðurinn við að byggja hraðlestina var áætlaður um 105 milljarðar króna (758 milljónir evra). Þessi kostnaður næði yfir alla undirbúningsvinnu, skipulag, umhverfismat, hönnun, landakaup og framkvæmdir. Saga hugmyndarinnar Hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar hafa verið til umræðu í nokkra áratugi. Árið 2001 lét Orkuveita Reykjavíkur gera skýrslu um möguleika á lagningu hraðlestar. Í kjölfarið hafa fleiri skýrslur og rannsóknir verið gerðar, þar á meðal skýrsla frá Reykjavíkurborg og Samgönguráðuneytinu árið 2008. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) var verið virkur þátttakandi í þessari vinnu og skoðaði ýmsa möguleika, þar á meðal að samþætta lestarsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli við leiðarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2016 kom hugmyndin um Lava Express fram, þegar áætlanir um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur voru kynntar. Þetta markaði upphaf nýrrar bylgju áhuga á verkefninu um tíma, en síðan þá hefur lítið spurst til verkefnisins. Niðurstaða og spurningin: Af hverju er ekki byrjað á þessu? Þrátt fyrir alla þessa kosti sem nefndir hafa verið hefur framkvæmdin ekki hafist. Etv. er ein helsta ástæðan fyrir því umfang og flókin undirbúningsvinna sem fylgir slíku risaverkefni. Þar að auki þarf að tryggja fjármögnun, samþykki sveitarfélaga og fara í gegnum ítarlegt umhverfismat. En arðsemin og hagræðið af slíku verkefni er augljóst. Því væri forvitnilegt að vita hvað tefur þetta framfaraverk? Hvers vegna hefur þetta verkefni ekki hafist? Er hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum, sem sjá um farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, sé að flækjast fyrir verkefninu? Hópferðafyrirtæki hafa töluverða hagsmuni af því að halda í núverandi farþega og gætu sett þrýsting á stjórnvöld til að tefja eða hindra framkvæmdina. Það er ljóst að samkeppnin um farþega mun aukast með tilkomu hraðlestar og það gæti haft áhrif á núverandi þjónustuaðila, en á það að bitna á hagsmunum heildarinnar? Höfundur er ferðmálafræðingur og leiðsögumaður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun