Afmælisstemming hjá Eldstó á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2024 14:32 Helga Ingadóttir hjá Eldstó á Hvolsvelli en hún og hennar fólk bjóða gestum og gangandi að koma í afmæliskaffi til þeirra á morgun, sunnudaginn 26. maí þar sem boðið verður upp á ókeypis köku og kaffi á milli 15:00 og 17:00 í tilefni af 20 ára afmælinu. Aðsend Það verður blásið til veislu Hvolsvelli á morgun, sunnudag en þá fagnar eina kaffihús staðarins 20 ára afmæli og býður öllum, sem vilja upp á köku og kaffi í tilefni dagsins frá 15:00 til 17:00. Póstur og sími voru áður í húsnæðinu. Hér erum við að tala um Eldstó á Hvolsvelli, sem er kaffihús, veitingastaður og leirkerasmiðja, sem þau Þór Sveinsson, leirkerasmiður og Helga Ingadóttir, leirlistakona eiga og hafa rekið myndarlega síðustu 20 ár en Eldstó er við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Hvolsvöll. Helga ætlar varla að trúa því að það séu komin 20 ár frá því að Eldstó var opnað en Póstur- og sími var áður með starfsemi í húsinu. Er þetta ekki eina kaffihúsið á Hvolsvelli eða hvað? „Jú ég myndi segja eina svona alvöru kaffihúsið þar sem við erum ekki bara með handgert kaffi heldur líka handgerða bolla, þannig að þetta er mjög persónulegt,” segir Helga. Helga og Þór, sem hafa rekið Eldstó í 20 ár.Aðsend Helga segir að reksturinn hafi gengið upp og ofan í þessi 20 ár en að þau hafi neitað að gefast upp og ætli að reka staðinn eins lengi og þau hafi orku og gaman af. „Þetta er mjög gaman þegar nóg er að gera og svo verður maður auðvitað pínu útbrunnin á haustin og svo fyllist maður eldmóði þegar maður fer í gang aftur eftir áramótin,” segir Helga hlæjandi. Eldstó er kaffihús, veitingastaður og leirkerasmiðja í hjarta Hvolsvallar við þjóðveg númer eitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið ætlið að bjóða fólki að koma í kaffi og kökur og flottheit á morgun? „Já, já, milli 15:00 og 17:00 á sunnudaginn en þá erum við með kaffi og köku eða tertu í boði Eldstóar fyrir gesti og gangandi.” Og Helga, sem er líka söngkona ætlar að syngja fyrir gesti í afmælinu með hljómsveit sinni kantrý og blúslög, ásamt þjóðlögum og fleira. „Já, já, maður verður að hafa gaman,” segir Helga og hlær enn meira. Helga mun meðal annars taka lagið í afmælinu með hljomsveit sinni.Aðsend Eldstó heimasíða Rangárþing eystra Veitingastaðir Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira
Hér erum við að tala um Eldstó á Hvolsvelli, sem er kaffihús, veitingastaður og leirkerasmiðja, sem þau Þór Sveinsson, leirkerasmiður og Helga Ingadóttir, leirlistakona eiga og hafa rekið myndarlega síðustu 20 ár en Eldstó er við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Hvolsvöll. Helga ætlar varla að trúa því að það séu komin 20 ár frá því að Eldstó var opnað en Póstur- og sími var áður með starfsemi í húsinu. Er þetta ekki eina kaffihúsið á Hvolsvelli eða hvað? „Jú ég myndi segja eina svona alvöru kaffihúsið þar sem við erum ekki bara með handgert kaffi heldur líka handgerða bolla, þannig að þetta er mjög persónulegt,” segir Helga. Helga og Þór, sem hafa rekið Eldstó í 20 ár.Aðsend Helga segir að reksturinn hafi gengið upp og ofan í þessi 20 ár en að þau hafi neitað að gefast upp og ætli að reka staðinn eins lengi og þau hafi orku og gaman af. „Þetta er mjög gaman þegar nóg er að gera og svo verður maður auðvitað pínu útbrunnin á haustin og svo fyllist maður eldmóði þegar maður fer í gang aftur eftir áramótin,” segir Helga hlæjandi. Eldstó er kaffihús, veitingastaður og leirkerasmiðja í hjarta Hvolsvallar við þjóðveg númer eitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið ætlið að bjóða fólki að koma í kaffi og kökur og flottheit á morgun? „Já, já, milli 15:00 og 17:00 á sunnudaginn en þá erum við með kaffi og köku eða tertu í boði Eldstóar fyrir gesti og gangandi.” Og Helga, sem er líka söngkona ætlar að syngja fyrir gesti í afmælinu með hljómsveit sinni kantrý og blúslög, ásamt þjóðlögum og fleira. „Já, já, maður verður að hafa gaman,” segir Helga og hlær enn meira. Helga mun meðal annars taka lagið í afmælinu með hljomsveit sinni.Aðsend Eldstó heimasíða
Rangárþing eystra Veitingastaðir Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira