Veszprém vann 35-28 sigur á OTP Bank-Pick Szeged í kvöld eftir að hafa verið 19-13 yfir í hálfleik.
Sigurinn var mjög sannfærandi eins og sjá má á úrslitunum en í lokin munaði sjö mörkum á liðunum.
Bjarki Már skoraði tvö mörk úr tveimur skotum en bæði mörkin hans komu undir lok leiksins. Hann kom Veszprém bæði í 33-24 og 34-25.
Egypski handboltamaðurinn Yahia Omar var atkvæðamestur með átta mörk. Frakkarnir Kentin Mahé og Ludovic Fabregas skoruðu báðir fimm mörk.