Tamningakona sýknuð af bótakröfu vegna reiðslyss Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2024 19:03 Slysið átti sér stað í gerði við hesthús árið 2018. Ekki kemur fram í dómnum hvar slysið varð. Myndin er frá Kópavogi og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti sýknu tamningakonu af skaðabótakröfu ungrar konu sem slasaðist alvarlega í reiðslysi þegar hún var unglingur. Unga konan missti hluta af nýra og hefur glímt við aðrar líkamlegar og andlegar afleiðingar eftir slysið. Slysið átti sér stað í júní árið 2018 þegar ungan konan var sextán ára gömul. Þegar hún fór á hest í eigu tamningakonunnar tók hann á rás með hrekkjum. Ungu konunni tókst að halda sér á baki um stund en á endanum snarstoppaði hesturinn þannig að hún flaug af baki og lenti með síðuna á stálgrindargerði. Stúlkan lá á gjörgæsludeild þar sem fylgst var með lífsmörkum hennar í tvo sólarhringa og dvaldi á sjúkrahúsi í rúman hálfan mánuð eftir slysið. Hún missti að minnsta kosti þriðjung af vinstra nýra og hlaut áverka á hrygg. Þá var hún greind með áfallastreitu og kvíða í kjölfar slyssins. Hún stefndi tamningakonunni til greiðslu skaðabóta á þeim forsendum að sem eiganda hrossins bæri hún ábyrgð á líkamstjóni hennar. Eigandi hestsins hefði sýnt af sér saknæma hegðun með því að fela ólögráða barni það hættulega verk að fara á bak hestinum sem unga konan byggði á að hefði verið lítil taminn og þekktur fyrir að vera hrekkjóttur. Hún hafi ekki viljað fara á bak hestinum. Mikil aðstöðumaður hafi verið á henni og eiganda hestsins sem var tamningakona með áralanga reynslu. Ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tamningakonuna í desember 2022 en báðir aðilar áfrýjuðu til Landsréttar. Landsréttur taldi ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn. Vitni sem bar um að augljóst hefði hrossið hefði verið lítið eða ekkert tamið hefði ekki þekkt hestinn fyrir slysið og ekki haft forsendur til þess að fullyrða neitt um tamningu hans. Þá taldi rétturinn ekki sannað það sem unga konan byggði á henni hefði verið skylt að hreyfa hestinn samkvæmt samkomulagi við tamningakonuna um að hún tæki að sér að hreyfa hesta í eigu tamningakonunnar gegn því að fá að halda eigin hest í hesthúsi hennar. Tamningakonan hafnaði því að slíkt samkomulag hefði verið til staðar og að hún hefði skipað ungu konunni að hreyfa hestinn daginn sem slysið varð. Því staðfesti Landsréttur sýknudóminn úr héraði, þar á meðal um málskostnað og gjafsóknarkostnað ungu konunnar. Málskostnaður í Landsrétti var felldur niður og ríkissjóður greiðir gjafsókn ungu konunnar, eina milljón króna. Hestar Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
Slysið átti sér stað í júní árið 2018 þegar ungan konan var sextán ára gömul. Þegar hún fór á hest í eigu tamningakonunnar tók hann á rás með hrekkjum. Ungu konunni tókst að halda sér á baki um stund en á endanum snarstoppaði hesturinn þannig að hún flaug af baki og lenti með síðuna á stálgrindargerði. Stúlkan lá á gjörgæsludeild þar sem fylgst var með lífsmörkum hennar í tvo sólarhringa og dvaldi á sjúkrahúsi í rúman hálfan mánuð eftir slysið. Hún missti að minnsta kosti þriðjung af vinstra nýra og hlaut áverka á hrygg. Þá var hún greind með áfallastreitu og kvíða í kjölfar slyssins. Hún stefndi tamningakonunni til greiðslu skaðabóta á þeim forsendum að sem eiganda hrossins bæri hún ábyrgð á líkamstjóni hennar. Eigandi hestsins hefði sýnt af sér saknæma hegðun með því að fela ólögráða barni það hættulega verk að fara á bak hestinum sem unga konan byggði á að hefði verið lítil taminn og þekktur fyrir að vera hrekkjóttur. Hún hafi ekki viljað fara á bak hestinum. Mikil aðstöðumaður hafi verið á henni og eiganda hestsins sem var tamningakona með áralanga reynslu. Ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tamningakonuna í desember 2022 en báðir aðilar áfrýjuðu til Landsréttar. Landsréttur taldi ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn. Vitni sem bar um að augljóst hefði hrossið hefði verið lítið eða ekkert tamið hefði ekki þekkt hestinn fyrir slysið og ekki haft forsendur til þess að fullyrða neitt um tamningu hans. Þá taldi rétturinn ekki sannað það sem unga konan byggði á henni hefði verið skylt að hreyfa hestinn samkvæmt samkomulagi við tamningakonuna um að hún tæki að sér að hreyfa hesta í eigu tamningakonunnar gegn því að fá að halda eigin hest í hesthúsi hennar. Tamningakonan hafnaði því að slíkt samkomulag hefði verið til staðar og að hún hefði skipað ungu konunni að hreyfa hestinn daginn sem slysið varð. Því staðfesti Landsréttur sýknudóminn úr héraði, þar á meðal um málskostnað og gjafsóknarkostnað ungu konunnar. Málskostnaður í Landsrétti var felldur niður og ríkissjóður greiðir gjafsókn ungu konunnar, eina milljón króna.
Hestar Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira