Tamningakona sýknuð af bótakröfu vegna reiðslyss Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2024 19:03 Slysið átti sér stað í gerði við hesthús árið 2018. Ekki kemur fram í dómnum hvar slysið varð. Myndin er frá Kópavogi og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti sýknu tamningakonu af skaðabótakröfu ungrar konu sem slasaðist alvarlega í reiðslysi þegar hún var unglingur. Unga konan missti hluta af nýra og hefur glímt við aðrar líkamlegar og andlegar afleiðingar eftir slysið. Slysið átti sér stað í júní árið 2018 þegar ungan konan var sextán ára gömul. Þegar hún fór á hest í eigu tamningakonunnar tók hann á rás með hrekkjum. Ungu konunni tókst að halda sér á baki um stund en á endanum snarstoppaði hesturinn þannig að hún flaug af baki og lenti með síðuna á stálgrindargerði. Stúlkan lá á gjörgæsludeild þar sem fylgst var með lífsmörkum hennar í tvo sólarhringa og dvaldi á sjúkrahúsi í rúman hálfan mánuð eftir slysið. Hún missti að minnsta kosti þriðjung af vinstra nýra og hlaut áverka á hrygg. Þá var hún greind með áfallastreitu og kvíða í kjölfar slyssins. Hún stefndi tamningakonunni til greiðslu skaðabóta á þeim forsendum að sem eiganda hrossins bæri hún ábyrgð á líkamstjóni hennar. Eigandi hestsins hefði sýnt af sér saknæma hegðun með því að fela ólögráða barni það hættulega verk að fara á bak hestinum sem unga konan byggði á að hefði verið lítil taminn og þekktur fyrir að vera hrekkjóttur. Hún hafi ekki viljað fara á bak hestinum. Mikil aðstöðumaður hafi verið á henni og eiganda hestsins sem var tamningakona með áralanga reynslu. Ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tamningakonuna í desember 2022 en báðir aðilar áfrýjuðu til Landsréttar. Landsréttur taldi ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn. Vitni sem bar um að augljóst hefði hrossið hefði verið lítið eða ekkert tamið hefði ekki þekkt hestinn fyrir slysið og ekki haft forsendur til þess að fullyrða neitt um tamningu hans. Þá taldi rétturinn ekki sannað það sem unga konan byggði á henni hefði verið skylt að hreyfa hestinn samkvæmt samkomulagi við tamningakonuna um að hún tæki að sér að hreyfa hesta í eigu tamningakonunnar gegn því að fá að halda eigin hest í hesthúsi hennar. Tamningakonan hafnaði því að slíkt samkomulag hefði verið til staðar og að hún hefði skipað ungu konunni að hreyfa hestinn daginn sem slysið varð. Því staðfesti Landsréttur sýknudóminn úr héraði, þar á meðal um málskostnað og gjafsóknarkostnað ungu konunnar. Málskostnaður í Landsrétti var felldur niður og ríkissjóður greiðir gjafsókn ungu konunnar, eina milljón króna. Hestar Dómsmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Slysið átti sér stað í júní árið 2018 þegar ungan konan var sextán ára gömul. Þegar hún fór á hest í eigu tamningakonunnar tók hann á rás með hrekkjum. Ungu konunni tókst að halda sér á baki um stund en á endanum snarstoppaði hesturinn þannig að hún flaug af baki og lenti með síðuna á stálgrindargerði. Stúlkan lá á gjörgæsludeild þar sem fylgst var með lífsmörkum hennar í tvo sólarhringa og dvaldi á sjúkrahúsi í rúman hálfan mánuð eftir slysið. Hún missti að minnsta kosti þriðjung af vinstra nýra og hlaut áverka á hrygg. Þá var hún greind með áfallastreitu og kvíða í kjölfar slyssins. Hún stefndi tamningakonunni til greiðslu skaðabóta á þeim forsendum að sem eiganda hrossins bæri hún ábyrgð á líkamstjóni hennar. Eigandi hestsins hefði sýnt af sér saknæma hegðun með því að fela ólögráða barni það hættulega verk að fara á bak hestinum sem unga konan byggði á að hefði verið lítil taminn og þekktur fyrir að vera hrekkjóttur. Hún hafi ekki viljað fara á bak hestinum. Mikil aðstöðumaður hafi verið á henni og eiganda hestsins sem var tamningakona með áralanga reynslu. Ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tamningakonuna í desember 2022 en báðir aðilar áfrýjuðu til Landsréttar. Landsréttur taldi ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn. Vitni sem bar um að augljóst hefði hrossið hefði verið lítið eða ekkert tamið hefði ekki þekkt hestinn fyrir slysið og ekki haft forsendur til þess að fullyrða neitt um tamningu hans. Þá taldi rétturinn ekki sannað það sem unga konan byggði á henni hefði verið skylt að hreyfa hestinn samkvæmt samkomulagi við tamningakonuna um að hún tæki að sér að hreyfa hesta í eigu tamningakonunnar gegn því að fá að halda eigin hest í hesthúsi hennar. Tamningakonan hafnaði því að slíkt samkomulag hefði verið til staðar og að hún hefði skipað ungu konunni að hreyfa hestinn daginn sem slysið varð. Því staðfesti Landsréttur sýknudóminn úr héraði, þar á meðal um málskostnað og gjafsóknarkostnað ungu konunnar. Málskostnaður í Landsrétti var felldur niður og ríkissjóður greiðir gjafsókn ungu konunnar, eina milljón króna.
Hestar Dómsmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira