Uppgjör: Grindavík-Valur 80-78 | Oddaleikur niðurstaðan þökk sé ótrúlegasta endi síðari ára Siggeir Ævarsson skrifar 26. maí 2024 18:31 Basile fagnar eftir þrist. Jón Júlíus Karlsson, fyrrum framkvæmdastjóri UMFG, tryllist á mæknum Vísir/Anton Grindavík tryggði sér oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta með háspennu sigri á Val í Smáranum. Leikurinn var stál í stál frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu en ótrúleg sókn Grindavíkur undir lok leiks og þristur frá Dedrick Basile tryggði sigurinn að lokum. Fyrsti leikhluti einkenndist af mikilli baráttu og augljóst að Grindavíkingar ætluðu ekki að láta „berja sig út úr öllu“ eins og í síðasta leik. Liðin skiptust á að taka forystu en Valsmenn leiddu með tveimur eftir fyrsta leikhlutann, staðan 23-25 eftir að Julio Assis minnkaði muninn og varði síðan lokaskot Valsmanna. Julio Assis HAFNAR sniðskoti Hjálmars StefánssonarVísir/Anton Svipað var uppi á teningnum í öðrum leikhluta. Leikurinn algjörlega í járnum og hvorugt liðið tilbúið að gefa þumlung eftir, allt eins og það á að vera í leik eins og þessum. Grindvíkingar reyndust þó örlítið sterkari og unnu leikhlutann með þremur stigum og leiddu með einun í hálfleik, 44-43. Dedrick Basile fór mikinn í liði Grindavíkur og var kominn með 16 stig í hálfleik. Þá var Kane öllu hressari en í síðasta leik og var með níu stig. Hjá Valsmönnum var Badmus langstigahæstur með 17. Grindvíkingar voru mun beittari í vörninni en í síðasta leik og Valsmenn lágu oft óvígir eftir samskipti sín við Grindvíkinga á báðum endum vallarsins. Kristófer Acox lenti í nettum villuvandræðum og sat restina af hálfleiknum með þrjár villur, sem hafði óumdeilanlega áhrif á leik Valsmanna. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og virtust vera í það mund að koma muninum upp í tíu stig en í staðinn skoruðu Valsmenn sjö í röð og Kári Jónsson jafnaði leikinn með þristi í stöðunni 52-52 og rúmar þrjár mínútur eftir af leikhlutanum. Kári jafnaði svo aftur með þristi og allt jafnt fyrir lokaátökin, 58-58. Skömmu áður hafði DeAndre Kane haltrað út af, mögulega snúinn ökkla en hann kláraði leikinn og einnig Dedrick Basile, sem virtist fara í bakinu þegar hann stal bolta. Kristó og Kane takast áVísir/Anton Síðasti leikhlutinn var ótrúleg skemmtun. Hvorugt liðinu tókst að slíta sig frá hinu en Grindvíkingar virtust alltaf vera í þann mund að gera það þegar Valsmenn komu til baka. Í blálokin, í stöðunni 77-78, missti Kane boltann þegar hann keyrði í þvöguna og Valsmenn virtust ætla að bruna í sókn en Kane náði að setja hendi í boltann, Ólafur Ólafsson komst á milli, kom boltanum aftur á Kane sem fann Basile í horninu sem setti þristinn og tryggði þar með sigur í ótrúlegum leik. Sáttir Grindvíkingar í leikslokVísir/Anton Atvik leiksins Þessi þristur, hjá mögulega meiddum Basile, hlýtur að teljast atvik leiksins. Skömmu áður hafði Kane fengið dæmd á sig skref á ögurstundu, sem hefðu örugglega orðið atvik leiksins ef Valsmenn hefðu klárað leikinn. Ótrúlegar senur í Smáranum í kvöld og margir Grindvíkingar eflaust með hjartsláttartruflanir. Stjörnur og skúrkar Derick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld. Stigahæstur með 32 stig og skoraði sigurkörfuna í lokinVísir/Anton Brink Stjarna kvöldsins og hetja Grindvíkinga var án vafa títtnefndur Dedrick Basile. 32 stig, sigurkarfan, sjö stoðsendingar og þrír stolnir boltar. Þá reis DeAndre Kane upp úr öskustónni sem síðasti leikur var og skoraði 20 stig og bætti við átta fráköstum og Ólafur Ólafsson setti nokkra stóra þrista, setti hönd í tapaða boltann í síðustu sókn Grindavíkur og skilaði alls 15 stigum. Hjá Valsmönnum var það Taiwo Badmus sem dró vagninn sóknarlega, 19 stig en fátt annað að frétta í tölfræðilínunni. Frank Aron Booker átti aftur mjög góðan leik, skilað 16 stigum og fimm fráköstum. Frank Aron Booker heldur áfram að spila eins og engillVísir/Anton Brink Kári Jónsson átti frábæra innkomu af bekknum og setti tvo risastóra þrista, ellefu stig frá honum. Skúrkur kvöldsins hefði án vafa verið DeAndre Kane ef Grindvíkingar hefðu tapað þessum leik en það mun enginn muna eftir þessu skrefi sem var dæmt á hann undir lokin eða tapaða boltanum um leið og rykið sest. Dómarar Dómarar kvöldsins voru þeir Sigurður Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Davíð Tómas Tómasson. Engu til sparað við þá mönnun. Þeir félagar þurftu að taka nokkrar stórar ákvarðarnir en enginn vældi yfir þeim og heilt yfir voru allir sáttir að ég held. Fagmennskan í fyrirrúmi hjá tríóinu í kvöld, fyrsta einkunn. Stemming og umgjörð Það var algjörlega sturluð stemming í Smáranum í kvöld enda síðasti heimaleikur Grindavíkur hér í vetur og mögulega í sögunni en það er alls óvíst hvar liðið leikur næsta vetur. Húsið var orðið fullt löngu fyrir leik og hitinn hér inni óbærilegur. Sem betur fer datt einhverjum í hug að opna út í hálfleik! Stuðningssveitir beggja liða til fyrirmyndar í kvöld, allt upp á tíu í Smáranum þegar kemur að stemmingu. Þetta var það sem heitir á fagmálinu: „VEISLA“. Grindvíkingar voru gulir og glaðir að vandaVísir/Anton Brink Valsmenn létu sitt ekki eftir liggja í stúkunniVísir/Anton Brink Kári Guðmundsson, gjarnan kenndur við Fish house, var heitasti stuðningsmaður Grindavíkur í kvöldVísir/Anton Brink Viðtöl Jóhann Þór: „Menn skapa sér sína eigin heppni“ Jóhann og Jóhann leggja á ráðinVísir/Anton Brink Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki gefið greinagóðar skýringar á því hvað gerðist í lokasókn Grindavíkur sem tryggði þeim að lokum sigurinn. „Ég veit í raun ekkert hvað gerist. DeAndre ræðst á eins og hann átti að gera og einhvern veginn „fumblar“ hann og Valsmenn gera eins og þeim einum er lagið. Bara klukka teiginn og loka leiðum að körfunni og hann einhvern veginn missir boltann. Svo bara, jú jú, ég tek það alveg, heppni og allt það en menn skapa sér sína eigin heppni. Við náum honum aftur og Dedrick neglir honum þarna í horninu.“ Valur Orri Valsson var óvænt mættur í byrjunarliðið í kvöld á kostnað Kristófers Breka Gylfasonar. Jóhann sagði að hann hefði fyrst og fremst viljað hrista aðeins upp í hlutunum með þessari breytingu. „Bara hrista aðeins upp í þessu fannst okkur. Breki kannski svolítið út úr sínu hlutverki í þessum fyrstu þremur leikjum. Meira kannski að koma honum betur í sitt. Valur bara elskar þessi móment og vill vera til í þessum stóru leikjum.“ Jóhann var sáttur með það hvernig hans menn náðu að svara fyrir síðasta leik. „Algjörlega og þetta leit mjög vel út í fyrsta leikhluta, þarna eru þetta einhver 27-28 stig á hvort lið og það er meira svona í átt að því sem við gerum en þeir ná svo svolítið að róa þetta niður og spila þetta á sínum forsendum en við bara gerðum mjög vel. Við erum að hitta mjög illa í gegnum allan leikinn en við einhvern veginn samt höldum áfram og erum alltaf inni í þessu, þetta er aldrei meira en tvær eða þrjár körfur til eða frá. Bara mjög ánægður með liðið.“ Grindvíkingar virtust oft vera að ná að brjóta Valsmenn á bak aftur en náðu aldrei að ganga alveg frá þeim. „Valsliðið náttúrulega bara ólseigir, við erum ekki að spila við neina slugsa. En eins og þú segir, boltinn stoppar svolítið hjá okkur og við förum svolítið að hanga á þessu og allt það. En ef við vinnum á miðvikudaginn þá er enginn að pæla í því.“ DeAndrei Kane haltraði af velli undir lok þriðja leikhluta og Jóhann viðurkenndi fúslega að það hefði farið um hann á þeim tímapunkti. „Já, já. Ég viðurkenni það alveg. Hann er okkur mjög mikilvægur, sérstaklega varnarlega. En hann beit á jaxlinn eins og alvöru maður og kláraði þetta og átti stórt „play“, sérstaklega varnarlega hérna í restina.“ Grindvíkingar hafa tapað fjórum útileikjum í röð í úrslitakeppninni en líkt og í Konungi ljónanna sagði Jóhann að fortíðin væri að baki og nú væri kominn tími til að feisa fram á við. „Við getum ekkert verið að staldra við það sem er búið er. Nú er það bara þessi leikur á miðvikudaginn. Valsararnir eru hoknir af reynslu í þessum aðstæðum, búnir að vera í þessu þriðja árið í röð núna. Finnur náttúrulega búinn að fara í gegnum þetta marg oft. Kristó, Kári líka. En við erum líka bara með okkar hesta og mætum bara klárir í þetta á miðvikudaginn og komum til með að leggja allt í þetta og skilja allt eftir á gólfinu.“ DeAndre Kane: „Ég veit ekki hvað ég var að hugsa þegar ég keyrði í þvöguna“ Varnarmaðurinn DeAndre Kane lét finna fyrir sér í kvöldVísir/Anton Brink DeAndre Kane gerði sér fulla grein fyrir því hversu mikilvægur leikurinn var í kvöld. „Þetta var risastórt. Þetta var annað hvort að vinna eða fara heim. Við urðum að verja heimavöllinn. Ég set fullt kredit á strákana. Þeir náðu smá forskoti en við héldum áfram, allir sem tóku þátt í leiknum í dag lögðu allt í þetta og það er ekki hægt að biðja um meira.“ Kane átti afleitan leik í leik þrjú en dvaldi lítið við þá frammistöðu. „Ég vildi bara byrja leikinn vel. Í síðasta leik fannst mér ég aldrei komast í takt. Eftir að hafa spilað vel í fyrstu tveimur gekk ekkert upp í þriðja. Ég vissi að ég yrði að vera grimmari og keyra á körfuna. Ég skaut þrettán þristum í síðasta leik. Ég vildi bara vera grimmari og koma mér í gang.“ Aðspurður hvort Dedrick Basile hefði bjargað heiðri hans þegar hann setti þristinn eftir að Kane missti boltann hló Kane og viðurkenndi það en sagði jafnframt að svona virkuðu góðir liðsfélagar. „Já hann bjargaði mér alveg! Ég veit ekki hvað ég var að hugsa þegar ég keyrði í þvöguna en þetta er það sem liðsfélagar og lið gera. Þegar einhver gerir mistök þá stígur einhver annar upp og það er það sem kom okkur á leiðarenda í dag.“ Kane vildi að vanda ekki gera mikið úr meiðslum sínum. „Ég er góður, ég er alltaf góður.“ Lokaleikurinn í seríunni verður á Hlíðarenda en Grindvíkingar hafa eins og áður sagði ekki riðið feitum hesti frá útlileikjunum í úrslitakeppninni hingað til. „Við töpuðum tveimur gegn Keflavík. Eini sigurleikurinn kom á móti Stólunum. En þetta er leikur fimm og það er annað hvort að duga eða drepast. Við verðum klárir.“ Subway-deild karla Valur UMF Grindavík
Grindavík tryggði sér oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta með háspennu sigri á Val í Smáranum. Leikurinn var stál í stál frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu en ótrúleg sókn Grindavíkur undir lok leiks og þristur frá Dedrick Basile tryggði sigurinn að lokum. Fyrsti leikhluti einkenndist af mikilli baráttu og augljóst að Grindavíkingar ætluðu ekki að láta „berja sig út úr öllu“ eins og í síðasta leik. Liðin skiptust á að taka forystu en Valsmenn leiddu með tveimur eftir fyrsta leikhlutann, staðan 23-25 eftir að Julio Assis minnkaði muninn og varði síðan lokaskot Valsmanna. Julio Assis HAFNAR sniðskoti Hjálmars StefánssonarVísir/Anton Svipað var uppi á teningnum í öðrum leikhluta. Leikurinn algjörlega í járnum og hvorugt liðið tilbúið að gefa þumlung eftir, allt eins og það á að vera í leik eins og þessum. Grindvíkingar reyndust þó örlítið sterkari og unnu leikhlutann með þremur stigum og leiddu með einun í hálfleik, 44-43. Dedrick Basile fór mikinn í liði Grindavíkur og var kominn með 16 stig í hálfleik. Þá var Kane öllu hressari en í síðasta leik og var með níu stig. Hjá Valsmönnum var Badmus langstigahæstur með 17. Grindvíkingar voru mun beittari í vörninni en í síðasta leik og Valsmenn lágu oft óvígir eftir samskipti sín við Grindvíkinga á báðum endum vallarsins. Kristófer Acox lenti í nettum villuvandræðum og sat restina af hálfleiknum með þrjár villur, sem hafði óumdeilanlega áhrif á leik Valsmanna. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og virtust vera í það mund að koma muninum upp í tíu stig en í staðinn skoruðu Valsmenn sjö í röð og Kári Jónsson jafnaði leikinn með þristi í stöðunni 52-52 og rúmar þrjár mínútur eftir af leikhlutanum. Kári jafnaði svo aftur með þristi og allt jafnt fyrir lokaátökin, 58-58. Skömmu áður hafði DeAndre Kane haltrað út af, mögulega snúinn ökkla en hann kláraði leikinn og einnig Dedrick Basile, sem virtist fara í bakinu þegar hann stal bolta. Kristó og Kane takast áVísir/Anton Síðasti leikhlutinn var ótrúleg skemmtun. Hvorugt liðinu tókst að slíta sig frá hinu en Grindvíkingar virtust alltaf vera í þann mund að gera það þegar Valsmenn komu til baka. Í blálokin, í stöðunni 77-78, missti Kane boltann þegar hann keyrði í þvöguna og Valsmenn virtust ætla að bruna í sókn en Kane náði að setja hendi í boltann, Ólafur Ólafsson komst á milli, kom boltanum aftur á Kane sem fann Basile í horninu sem setti þristinn og tryggði þar með sigur í ótrúlegum leik. Sáttir Grindvíkingar í leikslokVísir/Anton Atvik leiksins Þessi þristur, hjá mögulega meiddum Basile, hlýtur að teljast atvik leiksins. Skömmu áður hafði Kane fengið dæmd á sig skref á ögurstundu, sem hefðu örugglega orðið atvik leiksins ef Valsmenn hefðu klárað leikinn. Ótrúlegar senur í Smáranum í kvöld og margir Grindvíkingar eflaust með hjartsláttartruflanir. Stjörnur og skúrkar Derick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld. Stigahæstur með 32 stig og skoraði sigurkörfuna í lokinVísir/Anton Brink Stjarna kvöldsins og hetja Grindvíkinga var án vafa títtnefndur Dedrick Basile. 32 stig, sigurkarfan, sjö stoðsendingar og þrír stolnir boltar. Þá reis DeAndre Kane upp úr öskustónni sem síðasti leikur var og skoraði 20 stig og bætti við átta fráköstum og Ólafur Ólafsson setti nokkra stóra þrista, setti hönd í tapaða boltann í síðustu sókn Grindavíkur og skilaði alls 15 stigum. Hjá Valsmönnum var það Taiwo Badmus sem dró vagninn sóknarlega, 19 stig en fátt annað að frétta í tölfræðilínunni. Frank Aron Booker átti aftur mjög góðan leik, skilað 16 stigum og fimm fráköstum. Frank Aron Booker heldur áfram að spila eins og engillVísir/Anton Brink Kári Jónsson átti frábæra innkomu af bekknum og setti tvo risastóra þrista, ellefu stig frá honum. Skúrkur kvöldsins hefði án vafa verið DeAndre Kane ef Grindvíkingar hefðu tapað þessum leik en það mun enginn muna eftir þessu skrefi sem var dæmt á hann undir lokin eða tapaða boltanum um leið og rykið sest. Dómarar Dómarar kvöldsins voru þeir Sigurður Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Davíð Tómas Tómasson. Engu til sparað við þá mönnun. Þeir félagar þurftu að taka nokkrar stórar ákvarðarnir en enginn vældi yfir þeim og heilt yfir voru allir sáttir að ég held. Fagmennskan í fyrirrúmi hjá tríóinu í kvöld, fyrsta einkunn. Stemming og umgjörð Það var algjörlega sturluð stemming í Smáranum í kvöld enda síðasti heimaleikur Grindavíkur hér í vetur og mögulega í sögunni en það er alls óvíst hvar liðið leikur næsta vetur. Húsið var orðið fullt löngu fyrir leik og hitinn hér inni óbærilegur. Sem betur fer datt einhverjum í hug að opna út í hálfleik! Stuðningssveitir beggja liða til fyrirmyndar í kvöld, allt upp á tíu í Smáranum þegar kemur að stemmingu. Þetta var það sem heitir á fagmálinu: „VEISLA“. Grindvíkingar voru gulir og glaðir að vandaVísir/Anton Brink Valsmenn létu sitt ekki eftir liggja í stúkunniVísir/Anton Brink Kári Guðmundsson, gjarnan kenndur við Fish house, var heitasti stuðningsmaður Grindavíkur í kvöldVísir/Anton Brink Viðtöl Jóhann Þór: „Menn skapa sér sína eigin heppni“ Jóhann og Jóhann leggja á ráðinVísir/Anton Brink Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki gefið greinagóðar skýringar á því hvað gerðist í lokasókn Grindavíkur sem tryggði þeim að lokum sigurinn. „Ég veit í raun ekkert hvað gerist. DeAndre ræðst á eins og hann átti að gera og einhvern veginn „fumblar“ hann og Valsmenn gera eins og þeim einum er lagið. Bara klukka teiginn og loka leiðum að körfunni og hann einhvern veginn missir boltann. Svo bara, jú jú, ég tek það alveg, heppni og allt það en menn skapa sér sína eigin heppni. Við náum honum aftur og Dedrick neglir honum þarna í horninu.“ Valur Orri Valsson var óvænt mættur í byrjunarliðið í kvöld á kostnað Kristófers Breka Gylfasonar. Jóhann sagði að hann hefði fyrst og fremst viljað hrista aðeins upp í hlutunum með þessari breytingu. „Bara hrista aðeins upp í þessu fannst okkur. Breki kannski svolítið út úr sínu hlutverki í þessum fyrstu þremur leikjum. Meira kannski að koma honum betur í sitt. Valur bara elskar þessi móment og vill vera til í þessum stóru leikjum.“ Jóhann var sáttur með það hvernig hans menn náðu að svara fyrir síðasta leik. „Algjörlega og þetta leit mjög vel út í fyrsta leikhluta, þarna eru þetta einhver 27-28 stig á hvort lið og það er meira svona í átt að því sem við gerum en þeir ná svo svolítið að róa þetta niður og spila þetta á sínum forsendum en við bara gerðum mjög vel. Við erum að hitta mjög illa í gegnum allan leikinn en við einhvern veginn samt höldum áfram og erum alltaf inni í þessu, þetta er aldrei meira en tvær eða þrjár körfur til eða frá. Bara mjög ánægður með liðið.“ Grindvíkingar virtust oft vera að ná að brjóta Valsmenn á bak aftur en náðu aldrei að ganga alveg frá þeim. „Valsliðið náttúrulega bara ólseigir, við erum ekki að spila við neina slugsa. En eins og þú segir, boltinn stoppar svolítið hjá okkur og við förum svolítið að hanga á þessu og allt það. En ef við vinnum á miðvikudaginn þá er enginn að pæla í því.“ DeAndrei Kane haltraði af velli undir lok þriðja leikhluta og Jóhann viðurkenndi fúslega að það hefði farið um hann á þeim tímapunkti. „Já, já. Ég viðurkenni það alveg. Hann er okkur mjög mikilvægur, sérstaklega varnarlega. En hann beit á jaxlinn eins og alvöru maður og kláraði þetta og átti stórt „play“, sérstaklega varnarlega hérna í restina.“ Grindvíkingar hafa tapað fjórum útileikjum í röð í úrslitakeppninni en líkt og í Konungi ljónanna sagði Jóhann að fortíðin væri að baki og nú væri kominn tími til að feisa fram á við. „Við getum ekkert verið að staldra við það sem er búið er. Nú er það bara þessi leikur á miðvikudaginn. Valsararnir eru hoknir af reynslu í þessum aðstæðum, búnir að vera í þessu þriðja árið í röð núna. Finnur náttúrulega búinn að fara í gegnum þetta marg oft. Kristó, Kári líka. En við erum líka bara með okkar hesta og mætum bara klárir í þetta á miðvikudaginn og komum til með að leggja allt í þetta og skilja allt eftir á gólfinu.“ DeAndre Kane: „Ég veit ekki hvað ég var að hugsa þegar ég keyrði í þvöguna“ Varnarmaðurinn DeAndre Kane lét finna fyrir sér í kvöldVísir/Anton Brink DeAndre Kane gerði sér fulla grein fyrir því hversu mikilvægur leikurinn var í kvöld. „Þetta var risastórt. Þetta var annað hvort að vinna eða fara heim. Við urðum að verja heimavöllinn. Ég set fullt kredit á strákana. Þeir náðu smá forskoti en við héldum áfram, allir sem tóku þátt í leiknum í dag lögðu allt í þetta og það er ekki hægt að biðja um meira.“ Kane átti afleitan leik í leik þrjú en dvaldi lítið við þá frammistöðu. „Ég vildi bara byrja leikinn vel. Í síðasta leik fannst mér ég aldrei komast í takt. Eftir að hafa spilað vel í fyrstu tveimur gekk ekkert upp í þriðja. Ég vissi að ég yrði að vera grimmari og keyra á körfuna. Ég skaut þrettán þristum í síðasta leik. Ég vildi bara vera grimmari og koma mér í gang.“ Aðspurður hvort Dedrick Basile hefði bjargað heiðri hans þegar hann setti þristinn eftir að Kane missti boltann hló Kane og viðurkenndi það en sagði jafnframt að svona virkuðu góðir liðsfélagar. „Já hann bjargaði mér alveg! Ég veit ekki hvað ég var að hugsa þegar ég keyrði í þvöguna en þetta er það sem liðsfélagar og lið gera. Þegar einhver gerir mistök þá stígur einhver annar upp og það er það sem kom okkur á leiðarenda í dag.“ Kane vildi að vanda ekki gera mikið úr meiðslum sínum. „Ég er góður, ég er alltaf góður.“ Lokaleikurinn í seríunni verður á Hlíðarenda en Grindvíkingar hafa eins og áður sagði ekki riðið feitum hesti frá útlileikjunum í úrslitakeppninni hingað til. „Við töpuðum tveimur gegn Keflavík. Eini sigurleikurinn kom á móti Stólunum. En þetta er leikur fimm og það er annað hvort að duga eða drepast. Við verðum klárir.“