Lífið

Af vængjum fram: „Ég er að breytast í dreka hérna með þér“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Halla Hrund hefur mikla reynslu frá dvöl sinni í Bandaríkjunum þegar það kemur að því að snæða sterka vængi.
Halla Hrund hefur mikla reynslu frá dvöl sinni í Bandaríkjunum þegar það kemur að því að snæða sterka vængi. Vísir

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi segir það magnaða lífseynslu að vera í forsetaframboði. Hún segist læra mikið af kappræðunum og var hvergi bangin þegar hún fékk sterkasta vænginn allt of snemma og þakkar það reynslu sinni frá Bandaríkjunum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í sjötta þætti Af vængjum fram, nýjum skemmtiþætti á Vísi í tilefni af forsetakosningum. Þar setjast forsetaframbjóðendur niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli. Von er á forsetaframbjóðendum í þáttinn næstu vikur.

Klippa: Af vængjum fram - Halla Hrund Logadóttir

Eins og að vera íþróttamaður

Halla Hrund slær á létta strengi í þáttunum. Hún bjó í Boston í Bandaríkjunum í sjö ár og er því öllu vön þegar það kemur að sterkum sósum á kjúklingavængjum. Í þættinum ræðir Halla hvernig henni leið þegar fylgi hennar fór fyrst með himinskautum í skoðanakönnunum.

Þá ræðir Halla líka hvað sér finnist um það að vera sögð eiga erfitt með að svara spurningum með beinum hætti. Hún líkir sér við íþróttamann í þeim efnum og segist stöðugt vera að læra. Hún hafi aldrei verið í stjórnmálum og sé að tala fyrir ákveðinni framtíðarsýn sem snúist meðal annars um að þétta raðirnar.

Halla segir frá vini sínum erlendis sem gengur um með chilli öllum stundum í jakkanum, frá ömmu sinni sem kenndi henni orðatiltækið um að snúa nefinu upp í vindinn. Þá ræðir hún líka sambandsslit, slúðursögur og geirneglir þjóðsönginn svo eitthvað sé nefnt.

Horfa má á fleiri þætti af skemmtiþættinum Af vængjum fram á sjónvarpsvef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.