Sló aðra á heimilinu ítrekað með hleðslusnúru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 13:51 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, með því að beita fyrrverandi eiginkonu hans og börn ítrekuðu ofbeldi. Fólst það meðal annars að slá þau með hleðslusnúru. Kæra var lögð fram hjá lögreglu í febrúar á síðasta ári en áður hafði barnavernd fengið málið á borð til sín frá leikskóla yngstu stúlkunnar á heimilinu. Í dómi héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi kynnst konunni, sem nefnd er brotaþoli í málinu, árið 2011. Kvað hún manninn vera góðan föður, en hann elski son þeirra mest „af því að hann væri strákur,“ eins og segir í dómnum. Hegðun hans hefði breyst eftir að hann slasaðist á fingri í vinnuslysi og þau bundið enda á hjónabandið árið 2019 eða 2020. Virðast þau hafa haldið samband eftir það en í dómnum kemur fram að konan hafi verið háð manninum fjárhagslega og hvað bílferðir varðar. „Ákærði kæmi daglega heim til hennar til að sinna börnunum en héngi bara í símanum og setti út á hvernig hún héldi heimili,“ er haft eftir konunni. Þá er margvíslegu ofbeldi lýst, bæði gagnvart börnunum og henni. Ofbeldið hefði hafist eftir vinnuslysið, hann tæki utan um höfuð konunnar og barnanna og notað hleðslusnúru til að lemja konuna og börnin, yfirleitt í lærin eða fætuna. Maðurinn ætti það til að reiðast við börnin ef þau sætu ekki og höguðu sér. Stundum þannig að konan færi á milli til þess að vernda börnin, en hann þá slegið hana í bakið í staðinn. Við skýrslutöku kvaðst konan vera þreytt á að hræðast manninn, sem sendi henni að auki ljót skilaboð, talaði ítrekað niður til hennar og kallaði hana „hóru, svín og Shrek.“ Í málinu var litið til gagna frá félagsráðgjafa og skýrsutöku barnanna hjá Barnahúsi. Þar greindi tvö barnanna, þá átta og sex ára, frá ofbeldi af hálfu föður síns. Það gerði eitt barnanna, þá tíu ára, ekki og kvaðst ekki vita hvers vegna hún væri komin í Barnahús. Ákærði neitaði sök, sagðist vera í góðu sambandi við fjölskylduna og kvaðst ekki vita hvers vegna börnin væru að ásaka hann. Hann hefði aldrei orðið reiður út í börnin en þau hefðu meðal annars skemmt þrjú sjónvörp. Það gerðu þau stundum „til að fá nýjan iPad þegar ný tegund væri komin út“. Í niðurstöðu héraðsdóms var framburður mannsins talinn ótrúverðugur. Dómurinn taldi á hinn bógin sannað að maðurinn hefði slegið aðra á heimilinu með hleðslusnúru sem hafi verið hluti af heimilisofbeldi sem átti sér stað. Var háttsemi hans því felld undir það ákvæði hegningarlaga sem kveður á um brot í nánu sambandi, en ekki að brot hans nái þeim þröskuldi að teljast stórfelld. Var hann þar með dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og til að greiða öllum þremur börnum sínum 200 þúsund krónur í miskabætur. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Kæra var lögð fram hjá lögreglu í febrúar á síðasta ári en áður hafði barnavernd fengið málið á borð til sín frá leikskóla yngstu stúlkunnar á heimilinu. Í dómi héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi kynnst konunni, sem nefnd er brotaþoli í málinu, árið 2011. Kvað hún manninn vera góðan föður, en hann elski son þeirra mest „af því að hann væri strákur,“ eins og segir í dómnum. Hegðun hans hefði breyst eftir að hann slasaðist á fingri í vinnuslysi og þau bundið enda á hjónabandið árið 2019 eða 2020. Virðast þau hafa haldið samband eftir það en í dómnum kemur fram að konan hafi verið háð manninum fjárhagslega og hvað bílferðir varðar. „Ákærði kæmi daglega heim til hennar til að sinna börnunum en héngi bara í símanum og setti út á hvernig hún héldi heimili,“ er haft eftir konunni. Þá er margvíslegu ofbeldi lýst, bæði gagnvart börnunum og henni. Ofbeldið hefði hafist eftir vinnuslysið, hann tæki utan um höfuð konunnar og barnanna og notað hleðslusnúru til að lemja konuna og börnin, yfirleitt í lærin eða fætuna. Maðurinn ætti það til að reiðast við börnin ef þau sætu ekki og höguðu sér. Stundum þannig að konan færi á milli til þess að vernda börnin, en hann þá slegið hana í bakið í staðinn. Við skýrslutöku kvaðst konan vera þreytt á að hræðast manninn, sem sendi henni að auki ljót skilaboð, talaði ítrekað niður til hennar og kallaði hana „hóru, svín og Shrek.“ Í málinu var litið til gagna frá félagsráðgjafa og skýrsutöku barnanna hjá Barnahúsi. Þar greindi tvö barnanna, þá átta og sex ára, frá ofbeldi af hálfu föður síns. Það gerði eitt barnanna, þá tíu ára, ekki og kvaðst ekki vita hvers vegna hún væri komin í Barnahús. Ákærði neitaði sök, sagðist vera í góðu sambandi við fjölskylduna og kvaðst ekki vita hvers vegna börnin væru að ásaka hann. Hann hefði aldrei orðið reiður út í börnin en þau hefðu meðal annars skemmt þrjú sjónvörp. Það gerðu þau stundum „til að fá nýjan iPad þegar ný tegund væri komin út“. Í niðurstöðu héraðsdóms var framburður mannsins talinn ótrúverðugur. Dómurinn taldi á hinn bógin sannað að maðurinn hefði slegið aðra á heimilinu með hleðslusnúru sem hafi verið hluti af heimilisofbeldi sem átti sér stað. Var háttsemi hans því felld undir það ákvæði hegningarlaga sem kveður á um brot í nánu sambandi, en ekki að brot hans nái þeim þröskuldi að teljast stórfelld. Var hann þar með dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og til að greiða öllum þremur börnum sínum 200 þúsund krónur í miskabætur.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira