„Við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2024 11:30 Kristófer átti gríðargóðan leik á báðum endum vallarins í gærkvöldi. vísir / anton brink Kristófer Acox sýndi frábæra frammistöðu í öruggum sigri Vals gegn Grindavík í úrslitaeinvígi Subway deildar karla og var valinn PlayAir leiksins af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Valur var með yfirhöndina allan síðasta leik en missti sigurinn frá sér í fjórða leikhluta. Kristófer sagði liðið staðráðið í að bæta upp fyrir það og vinna þriðja leikinn. „Við vissum að liðið sem tapar leik þrjú er komið með bakið upp við vegg. Það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu og við vildum að sjálfsögðu verja heimavöllinn. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum.“ „Auðvitað sat þetta aðeins í manni en við vissum bara að við ætluðum að koma í dag og gera upp fyrir þetta tap og gefa okkur séns að klára þetta á sunnudaginn.“ Vörnin vinnur titla Valsvörnin er ein sú albesta í deildinni. Þeir héldu Grindvíkingum í 62 stigum í gær, fyrir það hafði Grindavík minnst skorað 78 stig í leik á tímabilinu. „Við spilum kannski ekki fallegasta körfuboltann. Okkar einkenni er góð vörn og við getum haldið liðum í lágu skori eins og við gerðum í kvöld. Gamla góða klisjan, það er vörnin sem vinnur titla og við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir.“ Troðslurnar trylla lýðinn Stefán Árni rifjaði þá upp orð sem Hörður Unnsteinsson, lýsandi leiksins, lét falla: „þegar Kristó treður þá treður hann fast.“ „Ég veit að þetta gefur liðinu mikla orku og gefur crowdinu mikið að sjá mig rífa mig upp og hamra honum í körfuna. Þegar maður hefur tækifæri til að gera það reynir maður að gera það eins oft og maður getur, meðan hnén höndla það.“ Geta klárað þetta í Smáranum á sunnudag Stemningin í úrslitaeinvíginu hefur verið algjörlega stórkostleg. Húsfylli á öllum leikjum og trylltir aðdáendur á pöllunum. Næsti leikur fer fram á heimavelli Grindavíkur í Smáranum og þar getur Valur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „[Tilfinningin] er auðvitað góð að vita að við getum klárað þetta á sunnudaginn. Þetta verður samt bara annað stríð og við vitum að þetta verður alls ekki auðvelt. Það er gríðarleg stemning þarna í Smáranum og við fundum fyrir því síðustu mínúturnar í leik tvö. Við verðum bara að mæta og spila eins og við séum undir.“ Klippa: PlayAir leiksins: Kristófer Acox Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
Valur var með yfirhöndina allan síðasta leik en missti sigurinn frá sér í fjórða leikhluta. Kristófer sagði liðið staðráðið í að bæta upp fyrir það og vinna þriðja leikinn. „Við vissum að liðið sem tapar leik þrjú er komið með bakið upp við vegg. Það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu og við vildum að sjálfsögðu verja heimavöllinn. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum.“ „Auðvitað sat þetta aðeins í manni en við vissum bara að við ætluðum að koma í dag og gera upp fyrir þetta tap og gefa okkur séns að klára þetta á sunnudaginn.“ Vörnin vinnur titla Valsvörnin er ein sú albesta í deildinni. Þeir héldu Grindvíkingum í 62 stigum í gær, fyrir það hafði Grindavík minnst skorað 78 stig í leik á tímabilinu. „Við spilum kannski ekki fallegasta körfuboltann. Okkar einkenni er góð vörn og við getum haldið liðum í lágu skori eins og við gerðum í kvöld. Gamla góða klisjan, það er vörnin sem vinnur titla og við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir.“ Troðslurnar trylla lýðinn Stefán Árni rifjaði þá upp orð sem Hörður Unnsteinsson, lýsandi leiksins, lét falla: „þegar Kristó treður þá treður hann fast.“ „Ég veit að þetta gefur liðinu mikla orku og gefur crowdinu mikið að sjá mig rífa mig upp og hamra honum í körfuna. Þegar maður hefur tækifæri til að gera það reynir maður að gera það eins oft og maður getur, meðan hnén höndla það.“ Geta klárað þetta í Smáranum á sunnudag Stemningin í úrslitaeinvíginu hefur verið algjörlega stórkostleg. Húsfylli á öllum leikjum og trylltir aðdáendur á pöllunum. Næsti leikur fer fram á heimavelli Grindavíkur í Smáranum og þar getur Valur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „[Tilfinningin] er auðvitað góð að vita að við getum klárað þetta á sunnudaginn. Þetta verður samt bara annað stríð og við vitum að þetta verður alls ekki auðvelt. Það er gríðarleg stemning þarna í Smáranum og við fundum fyrir því síðustu mínúturnar í leik tvö. Við verðum bara að mæta og spila eins og við séum undir.“ Klippa: PlayAir leiksins: Kristófer Acox Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira