Sá sem handtók Scheffler fylgdi ekki verkreglum en ákærurnar standa Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2024 08:31 Scottie Scheffler, efsti kylfingur á heimslista, á yfir höfði sér fjórar ákærur. Hann var handtekinn á leið að Valhalla-vellinum þar sem PGA meistaramótið fór fram um síðustu helgi. Vísir/Skjáskot Borgarstjóri Louisville í Kentucky sagði lögregluþjóninn sem handtók kylfinginn Scottie Scheffler ekki hafa fylgt verkreglum í starfi sínu, ákærurnar gegn Scheffler verða þó ekki felldar niður. „Lögregluþjóninn hefði átt að kveikja á búkmyndavél sinni en gerði það ekki. Hann var ávíttur af yfirmanni sínum. Við gerum okkur fulla grein fyrir alvarleika þess að eiga ekki upptöku af atvikinu og munum grípa til aðgerða svo það komi ekki fyrir aftur,“ sagði borgarstjórinn á blaðamannafundi um málið. Þrátt fyrir það verður málinu fylgt eftir og ákærurnar gegn Scheffler standa. Lögfræðingur Scheffler, Steve Romines, var viðstaddur blaðamannafund borgarstjórans. Hann segir skjólstæðing sinn saklausan og er tilbúinn að fara fyrir rétt ef ákæran um líkamsárás á lögregluþjóninn verður ekki felld niður. ESPN fjallaði um málið og sýndi áður óbirt myndskeið af handtöku Scheffler sem sjá má hér fyrir neðan. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
„Lögregluþjóninn hefði átt að kveikja á búkmyndavél sinni en gerði það ekki. Hann var ávíttur af yfirmanni sínum. Við gerum okkur fulla grein fyrir alvarleika þess að eiga ekki upptöku af atvikinu og munum grípa til aðgerða svo það komi ekki fyrir aftur,“ sagði borgarstjórinn á blaðamannafundi um málið. Þrátt fyrir það verður málinu fylgt eftir og ákærurnar gegn Scheffler standa. Lögfræðingur Scheffler, Steve Romines, var viðstaddur blaðamannafund borgarstjórans. Hann segir skjólstæðing sinn saklausan og er tilbúinn að fara fyrir rétt ef ákæran um líkamsárás á lögregluþjóninn verður ekki felld niður. ESPN fjallaði um málið og sýndi áður óbirt myndskeið af handtöku Scheffler sem sjá má hér fyrir neðan.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira