„Sterkasta Subway deild frá upphafi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2024 10:01 Ísak Máni Wium er þjálfari ÍR. Vísir/Arnar ÍR tryggði sér á dögunum farseðil í deildina á næstu leiktíð og fer ásamt KR upp. Þjálfari ÍR-inga segir stefna í eina sterkustu Subway deild í manna minnum. ÍR sópaði Sindra 3-0 í úrslitaeinvígi um sæti í Subway deild karla á dögunum. Liðið því á leið upp eftir stutt stopp í næst efstu deild. „Það var alveg pressa á þessu liði að fara upp, hvernig sem yrði gert. Okkur tókst það með glæsibrag þarna undir lokin. Auðvitað var markmiðið að fara beint upp en okkur tókst þetta í lokin,“ segir Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR. Klippa: „Sterkasta Subway deild frá upphafi“ Eitt lið fór beint upp úr deildinni en KR fagnaði sigri í 1. deild og fer því ásamt ÍR upp. Toppbaráttan var gríðarjöfn framan af leiktíð milli ÍR, KR, Fjölnis og Sindra. ÍR-ingar voru á toppnum áður en liðið tapaði fyrir KR og Fjölni á endaspretti deildarkeppninnar en mættu tvíefldir inn í úrslitakeppnina. „Þetta var alveg högg þegar við töpum fyrir Fjölni og svo stuttu síðar töpum við fyrir KR. Það var áskorun. En ÍR er ekkert alltaf í úrslitakeppni, þó þetta sé deild neðar. Um leið og úrslitakeppnisfnykurinn fór að koma fannst mér menn ansi vel gíraðir. Það var karakter í liðinu öllu, allir á sömu blaðsíðu og leiðtogar sem héldu mönnum á tánum,“ segir Ísak. Þá stefnir í eina sterkustu Subway deild sem sést hefur á næstu leiktíð. „Síðan ég kom í klúbbinn hefur alltaf verið talað um að ÍR sé efstu deildar klúbbur. Ég held það séu tólf lið í deildinni á næsta ári sem telja sig vera efstu deildar klúbb. Mitt gisk er að þetta verði sterkasta Subway deild frá upphafi. Það er bara okkar á klúbbsins að sýna að við eigum heima í Subway deildinni. Það er bara áskorun sem allt félagið stendur frammi fyrir á næsta ári,“ segir Ísak. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að ofan. Subway-deild karla ÍR Tengdar fréttir ÍR-ingar stoppuðu stutt alveg eins og KR: Komnir upp í Subway ÍR tryggði sér sæti í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi eftir þriðja sigurinn í röð á Sindra í úrslitaeinvígi umspils 1. deildar karla. 13. maí 2024 07:45 KR aftur í deild þeirra bestu eftir stórsigur KR hefur unnið sér inn sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Sætið var endanlega tryggt með gríðarlega öruggum útisigri á Ármanni í kvöld þegar lokaumferð deildarkeppninnar fór fram. 25. mars 2024 21:16 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
ÍR sópaði Sindra 3-0 í úrslitaeinvígi um sæti í Subway deild karla á dögunum. Liðið því á leið upp eftir stutt stopp í næst efstu deild. „Það var alveg pressa á þessu liði að fara upp, hvernig sem yrði gert. Okkur tókst það með glæsibrag þarna undir lokin. Auðvitað var markmiðið að fara beint upp en okkur tókst þetta í lokin,“ segir Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR. Klippa: „Sterkasta Subway deild frá upphafi“ Eitt lið fór beint upp úr deildinni en KR fagnaði sigri í 1. deild og fer því ásamt ÍR upp. Toppbaráttan var gríðarjöfn framan af leiktíð milli ÍR, KR, Fjölnis og Sindra. ÍR-ingar voru á toppnum áður en liðið tapaði fyrir KR og Fjölni á endaspretti deildarkeppninnar en mættu tvíefldir inn í úrslitakeppnina. „Þetta var alveg högg þegar við töpum fyrir Fjölni og svo stuttu síðar töpum við fyrir KR. Það var áskorun. En ÍR er ekkert alltaf í úrslitakeppni, þó þetta sé deild neðar. Um leið og úrslitakeppnisfnykurinn fór að koma fannst mér menn ansi vel gíraðir. Það var karakter í liðinu öllu, allir á sömu blaðsíðu og leiðtogar sem héldu mönnum á tánum,“ segir Ísak. Þá stefnir í eina sterkustu Subway deild sem sést hefur á næstu leiktíð. „Síðan ég kom í klúbbinn hefur alltaf verið talað um að ÍR sé efstu deildar klúbbur. Ég held það séu tólf lið í deildinni á næsta ári sem telja sig vera efstu deildar klúbb. Mitt gisk er að þetta verði sterkasta Subway deild frá upphafi. Það er bara okkar á klúbbsins að sýna að við eigum heima í Subway deildinni. Það er bara áskorun sem allt félagið stendur frammi fyrir á næsta ári,“ segir Ísak. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að ofan.
Subway-deild karla ÍR Tengdar fréttir ÍR-ingar stoppuðu stutt alveg eins og KR: Komnir upp í Subway ÍR tryggði sér sæti í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi eftir þriðja sigurinn í röð á Sindra í úrslitaeinvígi umspils 1. deildar karla. 13. maí 2024 07:45 KR aftur í deild þeirra bestu eftir stórsigur KR hefur unnið sér inn sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Sætið var endanlega tryggt með gríðarlega öruggum útisigri á Ármanni í kvöld þegar lokaumferð deildarkeppninnar fór fram. 25. mars 2024 21:16 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
ÍR-ingar stoppuðu stutt alveg eins og KR: Komnir upp í Subway ÍR tryggði sér sæti í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi eftir þriðja sigurinn í röð á Sindra í úrslitaeinvígi umspils 1. deildar karla. 13. maí 2024 07:45
KR aftur í deild þeirra bestu eftir stórsigur KR hefur unnið sér inn sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Sætið var endanlega tryggt með gríðarlega öruggum útisigri á Ármanni í kvöld þegar lokaumferð deildarkeppninnar fór fram. 25. mars 2024 21:16