Parísarhjól á Miðbakka í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2024 15:24 Svona lítur Parísarhjólið í Búkarest í Rúmeníu út. Fjölmargar borgir Evrópu og heimsins eru með Parísarhjól. London, Gautaborg, Gdansk og Tblisi svo fáin dæmi séu nefnd. EPA-EFE/Robert Ghement Parísarhjól verður sett upp á Miðbakka í sumar. Um tilraunaverkefni til eins sumars er að ræða og mun Taylors Tivoli Iceland ehf annast uppsetningu og rekstur á parísarhjólinu. Hjólabraut víkur fyrir hjólinu en verður sett upp á Klambratúni í staðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem auglýsti í mars eftir samstarfaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Er það sagt hugsað sem spennandi viðbót við fjölbreytt borgarlíf og skemmtilegt framhald á mikilli uppbyggingu í miðborginni. „Mikill áhugi var á verkefninu og bárust fjórar umsóknir, en ákveðið var að bjóða Taylors Tivoli Iceland ehf til viðræðna. Á fyrirtækið önnur parísarhjól og hefur reynslu bæði af rekstri þeirra og af rekstri tívolís á Miðbakka. Gengið hefur verið úr skugga um að búnaðurinn þoli íslenskar aðstæður, þar með talið vindálag og jarðhræringar. Áhersla verður lögð á góða hljóðvist í kringum parísarhjólið og verða framkvæmdar hljóðmælingar á prufutímabilinu.“ Samkomulagið var samþykkt í borgarráði í dag. Aðgengi fyrir öll Samkvæmt samkomulagi fær Taylors Tivoli Iceland ehf afnot af Miðbakka, Geirsgötu 15, til loka september á þessu ári. „Um er að ræða svæði þar sem nú er hjólabraut, en hún verður færð á Klambratún. Fyrir afnotin greiðir fyrirtækið eina milljón króna á mánuði og verður allur kostnaður vegna uppsetningar og reksturs parísarhjólsins á ábyrgð Taylors Tivoli Iceland ehf. Framlag borgarinnar til samstarfsins eru afnot af lóð Faxaflóahafna í afmarkaðan tíma. Parísarhjólið verður 32 metra hátt og hefur það 24 vagna. Flestir þeirra hafa sex sæti, en einnig er boðið upp á aðgengi fyrir hjólastóla.“ Ein margra hugmynda um haftengda upplifun Verkefnið á rætur í hugmyndavinnu innan borgarinnar um haftengda upplifun og útivist, en settar voru fram fjölmargar hugmyndir um hvernig bæta mætti lífsgæði borgarbúa og lýðheilsu í skýrslu sem kom út síðasta haust. „Kostir grænna svæða eru vel þekktir og hefur verið sýnt fram á að aðgengi að grænum svæðum bæti velferð fólks. Vaxandi umræða er um kosti þess að hafa aðgengi að vatni, eða bláum svæðum; það er hafi, ám, fossum eða vötnum. Búseta í nálægð við vatn hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu og stuðlar að bættri hamingju og vellíðan og í Evrópu hafa blá svæði í auknum mæli verið viðurkennd sem aðlaðandi eiginleiki borga með tilliti til ferðaþjónustu, afþreyingar og heilbrigðs lífsstíls. Því var farið í greiningu á möguleikum til upplifunar og útivistar á strandlengjunni í Reykjavík og var parísarhjól ein fjölmargra hugmynda sem lesa má um í skýrslunni.“ Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06 Fljótandi gufubað og Parísarhjól framkvæmanlegar hugmyndir Stafshópur hefur sent frá sér skýrslu sem inniheldur hugmyndir og tillögur um haftengda upplifun í Reykjavík. 8. september 2023 12:46 Borgarstjóri talar fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag. 7. september 2023 16:16 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem auglýsti í mars eftir samstarfaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Er það sagt hugsað sem spennandi viðbót við fjölbreytt borgarlíf og skemmtilegt framhald á mikilli uppbyggingu í miðborginni. „Mikill áhugi var á verkefninu og bárust fjórar umsóknir, en ákveðið var að bjóða Taylors Tivoli Iceland ehf til viðræðna. Á fyrirtækið önnur parísarhjól og hefur reynslu bæði af rekstri þeirra og af rekstri tívolís á Miðbakka. Gengið hefur verið úr skugga um að búnaðurinn þoli íslenskar aðstæður, þar með talið vindálag og jarðhræringar. Áhersla verður lögð á góða hljóðvist í kringum parísarhjólið og verða framkvæmdar hljóðmælingar á prufutímabilinu.“ Samkomulagið var samþykkt í borgarráði í dag. Aðgengi fyrir öll Samkvæmt samkomulagi fær Taylors Tivoli Iceland ehf afnot af Miðbakka, Geirsgötu 15, til loka september á þessu ári. „Um er að ræða svæði þar sem nú er hjólabraut, en hún verður færð á Klambratún. Fyrir afnotin greiðir fyrirtækið eina milljón króna á mánuði og verður allur kostnaður vegna uppsetningar og reksturs parísarhjólsins á ábyrgð Taylors Tivoli Iceland ehf. Framlag borgarinnar til samstarfsins eru afnot af lóð Faxaflóahafna í afmarkaðan tíma. Parísarhjólið verður 32 metra hátt og hefur það 24 vagna. Flestir þeirra hafa sex sæti, en einnig er boðið upp á aðgengi fyrir hjólastóla.“ Ein margra hugmynda um haftengda upplifun Verkefnið á rætur í hugmyndavinnu innan borgarinnar um haftengda upplifun og útivist, en settar voru fram fjölmargar hugmyndir um hvernig bæta mætti lífsgæði borgarbúa og lýðheilsu í skýrslu sem kom út síðasta haust. „Kostir grænna svæða eru vel þekktir og hefur verið sýnt fram á að aðgengi að grænum svæðum bæti velferð fólks. Vaxandi umræða er um kosti þess að hafa aðgengi að vatni, eða bláum svæðum; það er hafi, ám, fossum eða vötnum. Búseta í nálægð við vatn hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu og stuðlar að bættri hamingju og vellíðan og í Evrópu hafa blá svæði í auknum mæli verið viðurkennd sem aðlaðandi eiginleiki borga með tilliti til ferðaþjónustu, afþreyingar og heilbrigðs lífsstíls. Því var farið í greiningu á möguleikum til upplifunar og útivistar á strandlengjunni í Reykjavík og var parísarhjól ein fjölmargra hugmynda sem lesa má um í skýrslunni.“
Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06 Fljótandi gufubað og Parísarhjól framkvæmanlegar hugmyndir Stafshópur hefur sent frá sér skýrslu sem inniheldur hugmyndir og tillögur um haftengda upplifun í Reykjavík. 8. september 2023 12:46 Borgarstjóri talar fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag. 7. september 2023 16:16 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06
Fljótandi gufubað og Parísarhjól framkvæmanlegar hugmyndir Stafshópur hefur sent frá sér skýrslu sem inniheldur hugmyndir og tillögur um haftengda upplifun í Reykjavík. 8. september 2023 12:46
Borgarstjóri talar fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag. 7. september 2023 16:16