Bleik spjöld tekin í notkun á Copa América Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. maí 2024 17:01 Lionel Scaloni eygir S-Ameríkubikarinn sem Argentína er handhafi að. Gustavo Pagano/Getty Images Copa América mun leyfa liðum að framkvæma eina auka skiptingu ef leikmaður fær heilahristing á meðan leik stendur. Dómari mun þá lyfta bleiku spjaldi á loft sem gefur til kynna að um aukaskiptingu sé að ræða en ekki eina af fimm leyfilegum skiptingum. Bleika spjaldið verður því ekki í neinni líkingu við bleiku spjöldin sem voru notuð á Símamótinu á síðasta ári, það var notað til að aðvara aðstandendur á hliðarlínunni fyrir slæma hegðun. S-ameríska knattspyrnusambandið CONMEBOL kynnti ákvörðunina í dag. Þar kemur fram að lið muni fá eina aukaskiptingu ef til alvarlegra höfuðmeiðsla kemur Copa América sem fer fram í sumar. Skiptingin mun ekki teljast sem ein af fimm leyfilegum skiptingum. Ákvörðunin kemur í kjölfar sambærilegra reglubreytinga frá alþjóðaknattspyrnusambandinu (IFAB), þær breytingar taka hins vegar ekki gildi fyrr en 1. júlí. Copa América hefst 20. júní og þeim bar því ekki skylda til að leyfa aukaskiptingar. Þekkist úr ensku deildinni Reglan hefur verið prufukeyrð í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil. Reglur IFAB kveða á um að leikmönnum sem er skipt útaf vegna heilahristings megi ekki snúa aftur inn á völlinn í sama leik, þó þeir jafni sig og engin hætta sé af áframhaldi. Það er andstætt því sem leikmannasamtök ensku úrvalsdeildarinnar hafa barist fyrir. Talsmaður samtakanna segir það mikil vonbrigði að IFAB ætli ekki að leyfa leikmönnum að snúa aftur inn á völlinn. Fótbolti Copa América Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Mallorca | Áfram á sigurbraut undir Alonso? Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Leik lokið: Þór/KA - Fram 1-2 | Lífið án Söndru Maríu Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish Sjá meira
Bleika spjaldið verður því ekki í neinni líkingu við bleiku spjöldin sem voru notuð á Símamótinu á síðasta ári, það var notað til að aðvara aðstandendur á hliðarlínunni fyrir slæma hegðun. S-ameríska knattspyrnusambandið CONMEBOL kynnti ákvörðunina í dag. Þar kemur fram að lið muni fá eina aukaskiptingu ef til alvarlegra höfuðmeiðsla kemur Copa América sem fer fram í sumar. Skiptingin mun ekki teljast sem ein af fimm leyfilegum skiptingum. Ákvörðunin kemur í kjölfar sambærilegra reglubreytinga frá alþjóðaknattspyrnusambandinu (IFAB), þær breytingar taka hins vegar ekki gildi fyrr en 1. júlí. Copa América hefst 20. júní og þeim bar því ekki skylda til að leyfa aukaskiptingar. Þekkist úr ensku deildinni Reglan hefur verið prufukeyrð í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil. Reglur IFAB kveða á um að leikmönnum sem er skipt útaf vegna heilahristings megi ekki snúa aftur inn á völlinn í sama leik, þó þeir jafni sig og engin hætta sé af áframhaldi. Það er andstætt því sem leikmannasamtök ensku úrvalsdeildarinnar hafa barist fyrir. Talsmaður samtakanna segir það mikil vonbrigði að IFAB ætli ekki að leyfa leikmönnum að snúa aftur inn á völlinn.
Fótbolti Copa América Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Mallorca | Áfram á sigurbraut undir Alonso? Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Leik lokið: Þór/KA - Fram 1-2 | Lífið án Söndru Maríu Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish Sjá meira