Motta tekur við Juventus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2024 14:30 Thiago Motta kom Bologna í Meistaradeild Evrópu. getty/Image Photo Agency Thiago Motta hefur samþykkt að taka við þjálfun ítalska stórliðsins Juventus. Félagaskiptavéfréttin Fabrizio Romano greinir frá þessu í dag. Hann segir að Motta hafi látið forráðamenn Bologna vita af ákvörðun sinni og hann muni skrifa undir þriggja ára samning við Juventus. 🚨⚪️⚫️ Thiago Motta to Juventus, deal sealed and set to be announced soon — here we go, confirmed!The manager has informed Bologna of his decision to leave the club after fantastic season, as expected.Thiago will now sign as new Juventus head coach until June 2027. pic.twitter.com/bKgF099Rz4— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 23, 2024 Í síðustu viku rak Juventus Massimiliano Allegri, tveimur dögum eftir að hann gerði liðið að ítölskum bikarmeisturum. Það virðist hafa verið löngu ákveðið að Allegri myndi ekki halda áfram með Juventus eftir tímabilið en framkoma hans í og eftir bikarúrslitaleikinn fékk forráðamenn félagsins til að taka í gikkinn. Motta tók við þjálfun Bologna í september 2022. Á síðasta tímabili endaði liðið í 9. sæti. Gengið í vetur hefur hins vegar verið frábært og Bologna er búið að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Bologna er í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, jafn mörg og Juventus sem er í 4. sætinu. Hinn 41 árs Motta ætlar ekki að fylgja Bologna eftir í Meistaradeildinni á næsta tímabili heldur reyna sig hjá Juventus, sigursælasta félagi Ítalíu. Gamla konan varð ítalskur meistari níu sinnum í röð en hefur ekki unnið titilinn síðan 2020. Áður en Motta tók við Bologna stýrði hann Genoa og Spezia auk þess sem hann starfaði sem þjálfari yngri liða Paris Saint-Germain. Ítalski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira
Félagaskiptavéfréttin Fabrizio Romano greinir frá þessu í dag. Hann segir að Motta hafi látið forráðamenn Bologna vita af ákvörðun sinni og hann muni skrifa undir þriggja ára samning við Juventus. 🚨⚪️⚫️ Thiago Motta to Juventus, deal sealed and set to be announced soon — here we go, confirmed!The manager has informed Bologna of his decision to leave the club after fantastic season, as expected.Thiago will now sign as new Juventus head coach until June 2027. pic.twitter.com/bKgF099Rz4— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 23, 2024 Í síðustu viku rak Juventus Massimiliano Allegri, tveimur dögum eftir að hann gerði liðið að ítölskum bikarmeisturum. Það virðist hafa verið löngu ákveðið að Allegri myndi ekki halda áfram með Juventus eftir tímabilið en framkoma hans í og eftir bikarúrslitaleikinn fékk forráðamenn félagsins til að taka í gikkinn. Motta tók við þjálfun Bologna í september 2022. Á síðasta tímabili endaði liðið í 9. sæti. Gengið í vetur hefur hins vegar verið frábært og Bologna er búið að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Bologna er í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, jafn mörg og Juventus sem er í 4. sætinu. Hinn 41 árs Motta ætlar ekki að fylgja Bologna eftir í Meistaradeildinni á næsta tímabili heldur reyna sig hjá Juventus, sigursælasta félagi Ítalíu. Gamla konan varð ítalskur meistari níu sinnum í röð en hefur ekki unnið titilinn síðan 2020. Áður en Motta tók við Bologna stýrði hann Genoa og Spezia auk þess sem hann starfaði sem þjálfari yngri liða Paris Saint-Germain.
Ítalski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira