„Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. maí 2024 11:30 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Sigurjón Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. Það styttist óðfluga í fyrsta daga hvalveiðitímabilsins en matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hvort einhver hvalur verði veiddur í sumar við Íslandsstrendur er því enn óljóst. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, kveðst ekki enn vera búin að taka ákvörðun þar sem hvalveiðar séu á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir og eru að bíða eftir niðurstöðunni en það er þannig að þetta er rosalega flókið lagaumhverfi,“ segir Bjarkey. „Það er verið að velta fyrir sér regluverki í kringum þessi mál, sem er snúið, og ég hef ákveðið að gefa mér tíma til þess að fara vel yfir þetta, fá þau gögn sem ég hef talið mig þurfa að fá. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þetta er á þeim stað sem þetta er á núna.“ Hún segir fleiri hafa óskað eftir því að koma að umsagnarferli veiðileyfisins en áður, til að mynda náttúruverndarsamtök og fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Gæti þá verið að hvalveiðar fari ekki fram í sumar samt sem áður? „Eins og ég segi, staðan er þannig núna að þetta er í þessu ferli og ég vil ekki segja meira um það í bili fyrr en ég hef þessa niðurstöðu,“ segir Bjarkey. Hún telur sig ekki baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu með þessu, þrátt fyrir að bæði Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi haldið því fram í fjölmiðlum síðustu daga. „Ég er ný í ráðuneytinu og mér finnst ekki eðlilegt að taka ákvarðanir án þess að hafa allt sem ég tel mig þurfa í höndunum,“ segir Bjarkey. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40 Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Það styttist óðfluga í fyrsta daga hvalveiðitímabilsins en matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hvort einhver hvalur verði veiddur í sumar við Íslandsstrendur er því enn óljóst. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, kveðst ekki enn vera búin að taka ákvörðun þar sem hvalveiðar séu á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir og eru að bíða eftir niðurstöðunni en það er þannig að þetta er rosalega flókið lagaumhverfi,“ segir Bjarkey. „Það er verið að velta fyrir sér regluverki í kringum þessi mál, sem er snúið, og ég hef ákveðið að gefa mér tíma til þess að fara vel yfir þetta, fá þau gögn sem ég hef talið mig þurfa að fá. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þetta er á þeim stað sem þetta er á núna.“ Hún segir fleiri hafa óskað eftir því að koma að umsagnarferli veiðileyfisins en áður, til að mynda náttúruverndarsamtök og fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Gæti þá verið að hvalveiðar fari ekki fram í sumar samt sem áður? „Eins og ég segi, staðan er þannig núna að þetta er í þessu ferli og ég vil ekki segja meira um það í bili fyrr en ég hef þessa niðurstöðu,“ segir Bjarkey. Hún telur sig ekki baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu með þessu, þrátt fyrir að bæði Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi haldið því fram í fjölmiðlum síðustu daga. „Ég er ný í ráðuneytinu og mér finnst ekki eðlilegt að taka ákvarðanir án þess að hafa allt sem ég tel mig þurfa í höndunum,“ segir Bjarkey.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40 Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45
Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40
Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45