Við elskum föt, eða hvað? Magnús Sigurbjörnsson skrifar 23. maí 2024 09:30 Íslendingar eru oft hinir bærilegustu neytendur, sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Þá sérstaklega hættum við ekkert að kaupa okkur föt eða skó. Það er gömul mýta og ný að við erum alveg hætt að fara út í búð, verslum allt á netinu og fáum allt sent heim. Það er þó alls ekki þannig, yngri kynslóðin er kannski komin með þann vana en stundum þurfum við bara að fara út í búð og máta. Hér koma nokkrar áhugaverðar tölur fyrir árið 2023 í fataverslun. Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt og skó á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð og borgar í posa. Þó að tæplega þriðjungur okkar verslar föt á netinu að þá verslum við fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem að bjóða upp á netverslun. Tæplega annar hver hlutur sem að Íslendingar flytja inn, og þá tala ég eingöngu um einstaklinga, eru föt eða skór (45,5%). Við versluðum jafnmikið í netverslun við innlend fataverslunarfyrirtæki og við fengum sent af fötum frá Kína (3,7 ma.kr.) á árinu 2023. Bretland, Bandaríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda okkur föt eftir pantanir okkar í erlendri netverslun. Við teljum að heildarfatamarkaðurinn á Íslandi sé í heildina 58,4 milljarðar króna á síðasta ári. Innlend fataverslun velti 39,3 milljörðum króna á árinu 2023 en þar af verslum við fyrir 3,7 milljarða króna í innlendri netverslun og 35,6 milljörðum króna í posa. Í þessum samanburði nam erlend netverslun í fötum árið 2023, 12,5 milljörðum króna eða 21,7% af fatamarkaði landsmanna. Aukningin er mest milli ára í erlendri netverslun eða 10,3% en innlend netverslun jókst um 8,1% á sama tíma. Það tónar saman við heildarfatamarkaðinn sem að jókst um 8,6% á milli ára á meðan að innlend verslun í posa jókst einungis um 2,4%. Við kaupum alltaf mest af fötum á afsláttardögunum í nóvember og rétt fyrir jól en á móti langminnst í upphafi árs en svo eykst það með hverjum mánuðinum. En þurfum við að hafa áhyggjur af auknum umsvifum erlendra netverslana hér á landi? Spilar íslenska verðlagið svona mikið inn í? Fyrstu mánuðir ársins 2024 hafa sýnt okkur það að fataverslun í posa er að dragast saman og netverslun innanlands er að sækja í sig veðrið. Við munum samt ekki hætta að kaupa föt. Ég held að Íslendingar geti vel státað sig af því að elska að kaupa föt, þó hvernig við gerum það muni breytast með tíð og tíma. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Öll gögn RSV má nálgast inn á Veltan.is. Gögnin hér að ofan eru fengin úr Kortaveltu RSV & Veltunnar, erlendum netverslunargögnum frá Tollinum og VSK-gögnum frá Hagstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru oft hinir bærilegustu neytendur, sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Þá sérstaklega hættum við ekkert að kaupa okkur föt eða skó. Það er gömul mýta og ný að við erum alveg hætt að fara út í búð, verslum allt á netinu og fáum allt sent heim. Það er þó alls ekki þannig, yngri kynslóðin er kannski komin með þann vana en stundum þurfum við bara að fara út í búð og máta. Hér koma nokkrar áhugaverðar tölur fyrir árið 2023 í fataverslun. Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt og skó á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð og borgar í posa. Þó að tæplega þriðjungur okkar verslar föt á netinu að þá verslum við fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem að bjóða upp á netverslun. Tæplega annar hver hlutur sem að Íslendingar flytja inn, og þá tala ég eingöngu um einstaklinga, eru föt eða skór (45,5%). Við versluðum jafnmikið í netverslun við innlend fataverslunarfyrirtæki og við fengum sent af fötum frá Kína (3,7 ma.kr.) á árinu 2023. Bretland, Bandaríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda okkur föt eftir pantanir okkar í erlendri netverslun. Við teljum að heildarfatamarkaðurinn á Íslandi sé í heildina 58,4 milljarðar króna á síðasta ári. Innlend fataverslun velti 39,3 milljörðum króna á árinu 2023 en þar af verslum við fyrir 3,7 milljarða króna í innlendri netverslun og 35,6 milljörðum króna í posa. Í þessum samanburði nam erlend netverslun í fötum árið 2023, 12,5 milljörðum króna eða 21,7% af fatamarkaði landsmanna. Aukningin er mest milli ára í erlendri netverslun eða 10,3% en innlend netverslun jókst um 8,1% á sama tíma. Það tónar saman við heildarfatamarkaðinn sem að jókst um 8,6% á milli ára á meðan að innlend verslun í posa jókst einungis um 2,4%. Við kaupum alltaf mest af fötum á afsláttardögunum í nóvember og rétt fyrir jól en á móti langminnst í upphafi árs en svo eykst það með hverjum mánuðinum. En þurfum við að hafa áhyggjur af auknum umsvifum erlendra netverslana hér á landi? Spilar íslenska verðlagið svona mikið inn í? Fyrstu mánuðir ársins 2024 hafa sýnt okkur það að fataverslun í posa er að dragast saman og netverslun innanlands er að sækja í sig veðrið. Við munum samt ekki hætta að kaupa föt. Ég held að Íslendingar geti vel státað sig af því að elska að kaupa föt, þó hvernig við gerum það muni breytast með tíð og tíma. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Öll gögn RSV má nálgast inn á Veltan.is. Gögnin hér að ofan eru fengin úr Kortaveltu RSV & Veltunnar, erlendum netverslunargögnum frá Tollinum og VSK-gögnum frá Hagstofu Íslands.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun