Lífið samstarf

Sigur­viss lið hefja leikinn í Leikið um landið

Leikið um landið
Lið Bylgjunnar, FM957 og X977 fara yfir stöðuna eftir fyrstu þraut dagsins sem var spurningakeppni. Keppnin heldur áfram á morgun en lið Bylgjunnar leiðir eftir fyrsta keppnisdag.
Lið Bylgjunnar, FM957 og X977 fara yfir stöðuna eftir fyrstu þraut dagsins sem var spurningakeppni. Keppnin heldur áfram á morgun en lið Bylgjunnar leiðir eftir fyrsta keppnisdag.

Þrautabrautin Leikið um landið hófst í gær en þar skora útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 hver á aðra í skemmtilegum þrautum á leið sinni hringinn kringum landið.

Lið Bylgjunnar í ár skipa Þórdís Valsdóttir og Ómar Úlfur en X977 sendir aftur þá Tomma Steindórs og Ingimar Helga. Lið FM957 sigraði keppnina í fyrra og þá skipuðu þeir Egill Ploder og Rikki G liðið. Kristín Ruth kemur nú inn með Agli.

Klippa: Leikið um landið - dagur 1

Ef það er eitthvað sem einkennir keppendur þá er það sigurvissa en öll liðin eru sannfærð um að þau munu sigra keppnina í ár.

 Kristín og Egill frá FM957 keyra á Volvo í keppninni.

„Við ætlum að rústa þessari keppni,“ sagði sigurviss Þórdís Valsdóttir, annar meðlimur Bylgju liðsins þegar hún og Ómar Úlfur sóttu glænýjan Polestar í Brimborg á þriðjudagsmorgun. Um er að ræða 100% rafmagnsbíl og fullyrtu þau bæði að þau væru ekki með hleðslukvíða.

Ómar og Þórdís keppa fyrir hönd Bylgjunnar og keyra um glænýjum Polestar.

X977 gaurarnir Tommi Steindórs og Ingimar Helgi keyra um á gullfallegum Ford Mustang og eru líka sigurvissir. „Þú stjórnar tónlistinni, ég fæ óskalög og svo keyrum við hringinn og vinnum þessa keppni,“ segir Ingimar.

„Þú stjórnar tónlistinni, ég fæ óskalög og svo keyrum við hringinn og vinnum þessa keppni,“ segir Ingimar. Til vinstri er liðsfélagi hans, Tommi Steindórs.

„Við ætlum að keyra á kóngabílnum Volvo,“ segir Egill FM957 maður. „Kristín keyrir Volvo dagsdaglega þannig að það hentar okkur ágætlega.“ Þau voru sérstaklega ánægð með græjurnar í bílnum og var fyrsta lagið sér valið, hressandi stuðlag úr Man in Black.

Fyrst var stefnan sett á Farmers Bistro, veitingastað Flúðasveppa, þar sem hádegismatur var snæddur og keppt var í sveppatýnslu. Á leiðinni kepptu liðin hins vegar í fyrstu þrautinni sem var spurningakeppni sem innihélt spurningar á borð við: Hvaða heitir hesturinn hennar Línu langssokks. „Langfeti? Léttfeti? Stóri Dan?,“ velti Ingimar fyrir sér.

Keppnin í sveppatýnslu var stórskemmtileg og sýndu keppendur glæsileg tilþrif. „Ég er að hlaupa með hníf … er það ekki bannað?,“ sagði Þórdís meðan hún hljóp með fangið fullt af sveppum.

Endastöðin var Fosshótel Jökulsárlón þar sem liðin slökuðu á fyrir átök næsta dags auk þess sem farið var yfir Verna skorin.

Lið Bylgjunnar leiðir eftir fyrst daginn með fimm stig, FM957 er í öðru sæti með fjögur stig og X977 rekur lestina með þrjú stig.

Fylgist með á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvanna: @x977, @FM957, @bylgjan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.