„Ber þess merki að eitthvað sé mjög nálægt því að bresta“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 15:30 Þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi hafa verið taldar fyrirboði eldgoss. Magnús Tumi segir atburðinn í morgun vísbendingu um að það styttist í næsta atburð. Vísir/Vilhelm/Ívar Prófessor í jarðeðlisfræði segir aukinn þrýsting í borholum HS veitna á Svartsengi í morgun bera þess merki um að jarðskorpan sé mjög nálægt því að bresta. Hann segir þá sem dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn á fimmtán mínútum. Grindavík sé ekki staður fyrir partýstand né börn. Í morgun mældust þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi. Starfsmenn orkuversins voru beðnir um að yfirgefa Svartsengi og snúa sér að öðrum verkefnum. Slíkar þrýstingsbreytingar hafa áður verið taldar fyrirboði eldgoss. Mælar Veðurstofunnar sýndu hinsvegar engin merki um breytingar. Í samtali við fréttastofu segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að atburðurinn í morgun sé merki um að tíðinda gæti verið að vænta fljótlega. „Þetta ber þess merki að það sé eitthvað mjög nálægt því að bresta.“ Að hans sögn virðist sem eitthvað hafi farið af stað í morgun en dottið niður áður en kvikuhlaup hófst. Þetta er á brotmörkunum Hann vill þó fara varlega í yfirlýsingar og segir að þó langlíklegast sé að komi til kvikuhlaups og eldgoss á endanum sé ekki hægt að segja til um hvenær það verði. Ekki merki um kraftmeira gos Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og nú hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. Magnús Tumi segir þetta ekki endilega benda til þess að ef til eldgoss komi að það verði öflugra en áður. „Þetta er ekki mikið meira en hefur verið í fyrri atburðum. Þessi hegðun, að það þurfi alltaf aðeins meira milli gosa er það sem sást í Kröflueldum. Ég held að við ættum að reikna með einhverju svipuðu, kannski aðeins öflugra.“ Þá finnst honum líklegast að gos komi upp á Sundhnúksgígaröðinni og þá með skömmum fyrirvara. Hinsvegar sé ekki hægt að útiloka að kvikan brjóti sér leið annað, en ef svo færi þá yrði fyrirvarinn lengri. Grindavík ekki staður fyrir partýstand eða börn Gist er í um tuttugu húsum í Grindavík um þessar mundir. Magnús Tumi segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að því gefnu að fólk sé tilbúið að rýma öllum stundum. Ef fólk er klárt í að yfirgefa staðinn á korteri þá er þetta ekki mjög stór áhætta. Grindavík sé hinsvegar ekki staðurinn til að halda partý eða dvelja með börn á þessa dagana. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Í morgun mældust þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi. Starfsmenn orkuversins voru beðnir um að yfirgefa Svartsengi og snúa sér að öðrum verkefnum. Slíkar þrýstingsbreytingar hafa áður verið taldar fyrirboði eldgoss. Mælar Veðurstofunnar sýndu hinsvegar engin merki um breytingar. Í samtali við fréttastofu segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að atburðurinn í morgun sé merki um að tíðinda gæti verið að vænta fljótlega. „Þetta ber þess merki að það sé eitthvað mjög nálægt því að bresta.“ Að hans sögn virðist sem eitthvað hafi farið af stað í morgun en dottið niður áður en kvikuhlaup hófst. Þetta er á brotmörkunum Hann vill þó fara varlega í yfirlýsingar og segir að þó langlíklegast sé að komi til kvikuhlaups og eldgoss á endanum sé ekki hægt að segja til um hvenær það verði. Ekki merki um kraftmeira gos Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og nú hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. Magnús Tumi segir þetta ekki endilega benda til þess að ef til eldgoss komi að það verði öflugra en áður. „Þetta er ekki mikið meira en hefur verið í fyrri atburðum. Þessi hegðun, að það þurfi alltaf aðeins meira milli gosa er það sem sást í Kröflueldum. Ég held að við ættum að reikna með einhverju svipuðu, kannski aðeins öflugra.“ Þá finnst honum líklegast að gos komi upp á Sundhnúksgígaröðinni og þá með skömmum fyrirvara. Hinsvegar sé ekki hægt að útiloka að kvikan brjóti sér leið annað, en ef svo færi þá yrði fyrirvarinn lengri. Grindavík ekki staður fyrir partýstand eða börn Gist er í um tuttugu húsum í Grindavík um þessar mundir. Magnús Tumi segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að því gefnu að fólk sé tilbúið að rýma öllum stundum. Ef fólk er klárt í að yfirgefa staðinn á korteri þá er þetta ekki mjög stór áhætta. Grindavík sé hinsvegar ekki staðurinn til að halda partý eða dvelja með börn á þessa dagana.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira