Scottie Scheffler fer fyrir dómstóla í byrjun júní Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. maí 2024 07:30 Scottie Scheffler, efsti kylfingur á heimslista, á yfir höfði sér fjórar ákærur Vísir/Skjáskot Scottie Scheffler var ákærður í fjórum liðum og átti að mæta í dómsalinn í dag en málsmeðferð kylfingsins hefur verið frestað til 3. júní. Scheffler var á föstudag handtekinn á leið sinni að Valhalla vellinum þar sem PGA mótið fór fram um helgina. Fyrr um morguninn varð banaslys, sem Scheffler kom ekkert að en leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Lögreglan handtók Scheffler vegna tilburða hans í umferðinni, setti hann í handjárn og keyrðu með hann á brott í lögreglubíl. Scheffler var ákærður í fjórum liðum. Annars stigs líkamsárás á lögreglumann Glæpsamleg hegðun af þriðju gráðu Gáleysislegur akstur Leiðbeiningar lögreglunnar virtar að vettugi Sjálfur hefur hann alfarið neitað sök og sagði málið allt saman byggt á misskilningi. Lögreglan í Kentucky gaf frá sér skýrslu um málið þar sem sagt er að lögregluþjónninn sem stoppaði Scheffler hafi hlotið áverka vegna líkamsárásar Scheffler. Eins og áður segir mun málið fara fyrir dómstóla þann 3. júní. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Scheffler var á föstudag handtekinn á leið sinni að Valhalla vellinum þar sem PGA mótið fór fram um helgina. Fyrr um morguninn varð banaslys, sem Scheffler kom ekkert að en leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Lögreglan handtók Scheffler vegna tilburða hans í umferðinni, setti hann í handjárn og keyrðu með hann á brott í lögreglubíl. Scheffler var ákærður í fjórum liðum. Annars stigs líkamsárás á lögreglumann Glæpsamleg hegðun af þriðju gráðu Gáleysislegur akstur Leiðbeiningar lögreglunnar virtar að vettugi Sjálfur hefur hann alfarið neitað sök og sagði málið allt saman byggt á misskilningi. Lögreglan í Kentucky gaf frá sér skýrslu um málið þar sem sagt er að lögregluþjónninn sem stoppaði Scheffler hafi hlotið áverka vegna líkamsárásar Scheffler. Eins og áður segir mun málið fara fyrir dómstóla þann 3. júní.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira