Íslenski boltinn

Jafn­mörg mörk og rauð spjöld í Vest­manna­eyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oliver Heiðarsson fékk rauða spjaldið í Eyjum í dag.
Oliver Heiðarsson fékk rauða spjaldið í Eyjum í dag. Vísir/Anton Brink

Báðum leikjum dagsins í Lengjudeild karla í fótbolta lauk með jafntefli.

ÍBV gerði 1-1 jafntefli við Þór Akureyri á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum og Grindavík og Grótta gerðu 2-2 jafntefli í Safamýri en þetta voru báðir leikir í þriðju umferð Lengjudeildar karla.

Þór og Grindavík eru bæði með fimm stig í þriðja og fjórða sæti. Eyjamenn eru í fimmta sæti með fjögur stig og Grindvíkingar hafa enn ekki unnið deildarleik í sumar. Grindavík er í 9. sæti með tvö stig eftir þrjá leiki.

Það voru jafnmörg rauð spjöld og mörk í leiknum í Eyjum.

Eyjamenn urðu manni fleiri strax á 30. mínútu þegar Jón Hjaltason fékk rautt spjald fyrir tvö gul spjöld.

Bjarki Gunnarsson kom ÍBV í 10 á 54. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar fékk Oliver Heiðarsson sitt annað gula spjald.

Það var því aftur jafnt í liðum og Sigfús Gunnarsson jafnaði síðan metin á 82. mínútu. Það urðu lokatölurnar í Eyjum.

Grindvíkingar komust í 1-0 á móti Gróttu á heimavelli sínum í Safamýri en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum.

Sigurjón Rúnarsson kom Grindavík í 1-0 á 40. mínútu en Arnar Daniel Aðalsteinsson (48. mínúta) og Damian Timan (61. mínúta) skoruðu og sneru við leiknum.

Grótta hélt það þó ekki út því Dagur Ingi Gunnarsson tryggði Grindavík 2-2 jafntefli á 71. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×