Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. maí 2024 11:22 Eiríkur Bergmann segir allt líta út fyrir að þyrluslysið í gær hafi verið raunverulegt slys en samsæriskenningar um annað fari eflaust á kreik. Vísir/Arnar/Getty. Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta Íran eftir að hafa sótt viðburð og vígt nýja stíflu nærri asersku landamærunum. Í för með Raisi í þyrlunni var utanríkisráðherra landsins, Hossein AmirAbdollahian ásamt nokkurra manna fylgdarliði og áhöfn. Talið er að þyrlan hafi skollið til jarðar eftir að flugmaður hennar lenti í vandræðum í mikilli þoku. Eftir um 15 klukkustunda leit fannst flak þyrlunnar og í ljós kom að allir sem voru um borð voru látnir. Allt bendi til þess að um slys hafi verið að ræða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir í raun ekkert benda til þess að slysið muni leiða til frekari upplausnar í Miðausturlöndum. „Hér er ekki um að ræða leiðtoga klerkastjórnarinnar heldur næstráðandann. Áfram er Ayatollah við völd. Og það bendir allt til þess að þetta hafi verið slys einfaldlega vegna slæms veðurs frekar en að illvirkjar hafi verið á ferðinni.“ Mohammad Mokhber, varaforseti landsins, tekur nú við embætti forseta Íran en líkt og stjórnarskrá landsins kveður á um fara forsetakosningar fram innan fimmtíu daga. Eiríkur segir stjórnarfarið í Íran fremur sérkennilegt, staða forseta þar sé í raun eins og forsætisráðherra undir leiðtoga klerkastjórnar. Það er leiðtogi klerkastjórnarinnar sem er hið raunverulega vald í landinu og hann situr áfram. Raisi sem nú er látinn hafi verið einstakur harðlínumaður. „Hann var stundum kallaður kallaður slátrarinn í Tehran. Hann hefur barið niður öll andofs-og frelsisöfl í landinu með harðri hendi, hefur kúgað fólkið heima fyrir og fangelsað það. Það má gera ráð fyrir því að eftirmaður hans verði af strangari gerðinni líka. En það er erfitt að ímynda sér eins mikinn harðlínumann og Raisi var.“ Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta Íran eftir að hafa sótt viðburð og vígt nýja stíflu nærri asersku landamærunum. Í för með Raisi í þyrlunni var utanríkisráðherra landsins, Hossein AmirAbdollahian ásamt nokkurra manna fylgdarliði og áhöfn. Talið er að þyrlan hafi skollið til jarðar eftir að flugmaður hennar lenti í vandræðum í mikilli þoku. Eftir um 15 klukkustunda leit fannst flak þyrlunnar og í ljós kom að allir sem voru um borð voru látnir. Allt bendi til þess að um slys hafi verið að ræða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir í raun ekkert benda til þess að slysið muni leiða til frekari upplausnar í Miðausturlöndum. „Hér er ekki um að ræða leiðtoga klerkastjórnarinnar heldur næstráðandann. Áfram er Ayatollah við völd. Og það bendir allt til þess að þetta hafi verið slys einfaldlega vegna slæms veðurs frekar en að illvirkjar hafi verið á ferðinni.“ Mohammad Mokhber, varaforseti landsins, tekur nú við embætti forseta Íran en líkt og stjórnarskrá landsins kveður á um fara forsetakosningar fram innan fimmtíu daga. Eiríkur segir stjórnarfarið í Íran fremur sérkennilegt, staða forseta þar sé í raun eins og forsætisráðherra undir leiðtoga klerkastjórnar. Það er leiðtogi klerkastjórnarinnar sem er hið raunverulega vald í landinu og hann situr áfram. Raisi sem nú er látinn hafi verið einstakur harðlínumaður. „Hann var stundum kallaður kallaður slátrarinn í Tehran. Hann hefur barið niður öll andofs-og frelsisöfl í landinu með harðri hendi, hefur kúgað fólkið heima fyrir og fangelsað það. Það má gera ráð fyrir því að eftirmaður hans verði af strangari gerðinni líka. En það er erfitt að ímynda sér eins mikinn harðlínumann og Raisi var.“
Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56