Kristján Guðmundsson: Aldrei brot og mjög slök frammistaða hjá dómurum leiksins Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. maí 2024 23:11 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Auðvitað er mjög erfitt að kyngja þessu en það verður bara að gera það“, sagði Kristján Guðmundsson eftir 3-4 tap Stjörnunnar gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Úrslitin réðust á röngum vítadómi í framlengingu. „Það sást alveg strax að það var aldrei um neitt leikbrot að ræða. Ég er búinn að horfa á þetta. [Mér leið] bara eins og flestum sem að spiluðu með Stjörnunni í kvöld. Mjög illa.“ Víti? Dæmi hver fyrir sig. Það liggur í það minnsta enginn vafi á því að Agla María skoraði örugglega úr vítaspyrnunni! pic.twitter.com/tcFtuj89iT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 19, 2024 Atvikið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér að ofan. Afskaplega svekkjandi fyrir Stjörnuna eftir allt erfiðið á undan við að vinna sig aftur inn í leikinn. Kristján sagði þetta súrt, en verður því miður að sætta sig við ákvörðunina því ekkert breytir henni úr þessu. „Ég held að það sé ekkert í reglugerðum sem bjóði upp á það. Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik og einhverjum finnst þetta mjög gaman.“ „Mér fannst heildar frammistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn, því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið núna, held ég verði ekki tekinn á teppið en… Ég styð það sem er verið að gera, bæta umgjörðina og taka aðeins á okkur þjálfurunum, en svona hlutir skemma svo mikið fyrir dómurunum. Við ypptum bara öxlum og sögðum hvað eruð þið að hugsa?“ „Vorum að gera réttu hlutina“ Þrátt fyrir afar svekkjandi lokaniðurstöðu var Kristján mjög ánægður með framlag sinna kvenna sem sneru tvisvar til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Fyrsta markið þarna á fyrstu mínútu, alveg út úr korti hvernig við erum að spila þar. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn, bara strax á fyrstu mínútu, ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn, vorum að gera réttu hlutina og okkur leið mjög vel. Frammistaðan var bara frábær. Einstaka leikmenn sem voru alveg ótrúlega góðar.“ Þá sagðist hann sjá miklar framfarir á liðinu, Stjarnan tapaði 5-1 í deildarleik gegn Breiðablik á dögunum en vann svo 4-3 gegn FH í næstu umferð. „Ég er búinn að hrósa öllum leikmönnum fyrir frammistöðuna. Í seinasta leik gegn FH og svo þessum þá eru góðar framfarir á liðinu, það er engin launung.“ Þegar frammistaða liðsins batnar þá hlýtur að vera eins og blaut tuska í andlitið að niðurstaða leiksins ráðist á slíkan hátt. „Það verður stærsta verkefni þessarar viku, að vinna leikmenn aftur upp í orkuna fyrir föstudagsleikinn, þær eru mjög svekktar með þetta. Alveg frá því að öskra og hlæja að svona uppákomu“ sagði Kristján að lokum. Stjarnan Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
„Það sást alveg strax að það var aldrei um neitt leikbrot að ræða. Ég er búinn að horfa á þetta. [Mér leið] bara eins og flestum sem að spiluðu með Stjörnunni í kvöld. Mjög illa.“ Víti? Dæmi hver fyrir sig. Það liggur í það minnsta enginn vafi á því að Agla María skoraði örugglega úr vítaspyrnunni! pic.twitter.com/tcFtuj89iT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 19, 2024 Atvikið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér að ofan. Afskaplega svekkjandi fyrir Stjörnuna eftir allt erfiðið á undan við að vinna sig aftur inn í leikinn. Kristján sagði þetta súrt, en verður því miður að sætta sig við ákvörðunina því ekkert breytir henni úr þessu. „Ég held að það sé ekkert í reglugerðum sem bjóði upp á það. Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik og einhverjum finnst þetta mjög gaman.“ „Mér fannst heildar frammistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn, því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið núna, held ég verði ekki tekinn á teppið en… Ég styð það sem er verið að gera, bæta umgjörðina og taka aðeins á okkur þjálfurunum, en svona hlutir skemma svo mikið fyrir dómurunum. Við ypptum bara öxlum og sögðum hvað eruð þið að hugsa?“ „Vorum að gera réttu hlutina“ Þrátt fyrir afar svekkjandi lokaniðurstöðu var Kristján mjög ánægður með framlag sinna kvenna sem sneru tvisvar til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Fyrsta markið þarna á fyrstu mínútu, alveg út úr korti hvernig við erum að spila þar. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn, bara strax á fyrstu mínútu, ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn, vorum að gera réttu hlutina og okkur leið mjög vel. Frammistaðan var bara frábær. Einstaka leikmenn sem voru alveg ótrúlega góðar.“ Þá sagðist hann sjá miklar framfarir á liðinu, Stjarnan tapaði 5-1 í deildarleik gegn Breiðablik á dögunum en vann svo 4-3 gegn FH í næstu umferð. „Ég er búinn að hrósa öllum leikmönnum fyrir frammistöðuna. Í seinasta leik gegn FH og svo þessum þá eru góðar framfarir á liðinu, það er engin launung.“ Þegar frammistaða liðsins batnar þá hlýtur að vera eins og blaut tuska í andlitið að niðurstaða leiksins ráðist á slíkan hátt. „Það verður stærsta verkefni þessarar viku, að vinna leikmenn aftur upp í orkuna fyrir föstudagsleikinn, þær eru mjög svekktar með þetta. Alveg frá því að öskra og hlæja að svona uppákomu“ sagði Kristján að lokum.
Stjarnan Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti