Kristján Guðmundsson: Aldrei brot og mjög slök frammistaða hjá dómurum leiksins Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. maí 2024 23:11 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Auðvitað er mjög erfitt að kyngja þessu en það verður bara að gera það“, sagði Kristján Guðmundsson eftir 3-4 tap Stjörnunnar gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Úrslitin réðust á röngum vítadómi í framlengingu. „Það sást alveg strax að það var aldrei um neitt leikbrot að ræða. Ég er búinn að horfa á þetta. [Mér leið] bara eins og flestum sem að spiluðu með Stjörnunni í kvöld. Mjög illa.“ Víti? Dæmi hver fyrir sig. Það liggur í það minnsta enginn vafi á því að Agla María skoraði örugglega úr vítaspyrnunni! pic.twitter.com/tcFtuj89iT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 19, 2024 Atvikið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér að ofan. Afskaplega svekkjandi fyrir Stjörnuna eftir allt erfiðið á undan við að vinna sig aftur inn í leikinn. Kristján sagði þetta súrt, en verður því miður að sætta sig við ákvörðunina því ekkert breytir henni úr þessu. „Ég held að það sé ekkert í reglugerðum sem bjóði upp á það. Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik og einhverjum finnst þetta mjög gaman.“ „Mér fannst heildar frammistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn, því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið núna, held ég verði ekki tekinn á teppið en… Ég styð það sem er verið að gera, bæta umgjörðina og taka aðeins á okkur þjálfurunum, en svona hlutir skemma svo mikið fyrir dómurunum. Við ypptum bara öxlum og sögðum hvað eruð þið að hugsa?“ „Vorum að gera réttu hlutina“ Þrátt fyrir afar svekkjandi lokaniðurstöðu var Kristján mjög ánægður með framlag sinna kvenna sem sneru tvisvar til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Fyrsta markið þarna á fyrstu mínútu, alveg út úr korti hvernig við erum að spila þar. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn, bara strax á fyrstu mínútu, ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn, vorum að gera réttu hlutina og okkur leið mjög vel. Frammistaðan var bara frábær. Einstaka leikmenn sem voru alveg ótrúlega góðar.“ Þá sagðist hann sjá miklar framfarir á liðinu, Stjarnan tapaði 5-1 í deildarleik gegn Breiðablik á dögunum en vann svo 4-3 gegn FH í næstu umferð. „Ég er búinn að hrósa öllum leikmönnum fyrir frammistöðuna. Í seinasta leik gegn FH og svo þessum þá eru góðar framfarir á liðinu, það er engin launung.“ Þegar frammistaða liðsins batnar þá hlýtur að vera eins og blaut tuska í andlitið að niðurstaða leiksins ráðist á slíkan hátt. „Það verður stærsta verkefni þessarar viku, að vinna leikmenn aftur upp í orkuna fyrir föstudagsleikinn, þær eru mjög svekktar með þetta. Alveg frá því að öskra og hlæja að svona uppákomu“ sagði Kristján að lokum. Stjarnan Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjá meira
„Það sást alveg strax að það var aldrei um neitt leikbrot að ræða. Ég er búinn að horfa á þetta. [Mér leið] bara eins og flestum sem að spiluðu með Stjörnunni í kvöld. Mjög illa.“ Víti? Dæmi hver fyrir sig. Það liggur í það minnsta enginn vafi á því að Agla María skoraði örugglega úr vítaspyrnunni! pic.twitter.com/tcFtuj89iT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 19, 2024 Atvikið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér að ofan. Afskaplega svekkjandi fyrir Stjörnuna eftir allt erfiðið á undan við að vinna sig aftur inn í leikinn. Kristján sagði þetta súrt, en verður því miður að sætta sig við ákvörðunina því ekkert breytir henni úr þessu. „Ég held að það sé ekkert í reglugerðum sem bjóði upp á það. Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik og einhverjum finnst þetta mjög gaman.“ „Mér fannst heildar frammistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn, því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið núna, held ég verði ekki tekinn á teppið en… Ég styð það sem er verið að gera, bæta umgjörðina og taka aðeins á okkur þjálfurunum, en svona hlutir skemma svo mikið fyrir dómurunum. Við ypptum bara öxlum og sögðum hvað eruð þið að hugsa?“ „Vorum að gera réttu hlutina“ Þrátt fyrir afar svekkjandi lokaniðurstöðu var Kristján mjög ánægður með framlag sinna kvenna sem sneru tvisvar til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Fyrsta markið þarna á fyrstu mínútu, alveg út úr korti hvernig við erum að spila þar. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn, bara strax á fyrstu mínútu, ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn, vorum að gera réttu hlutina og okkur leið mjög vel. Frammistaðan var bara frábær. Einstaka leikmenn sem voru alveg ótrúlega góðar.“ Þá sagðist hann sjá miklar framfarir á liðinu, Stjarnan tapaði 5-1 í deildarleik gegn Breiðablik á dögunum en vann svo 4-3 gegn FH í næstu umferð. „Ég er búinn að hrósa öllum leikmönnum fyrir frammistöðuna. Í seinasta leik gegn FH og svo þessum þá eru góðar framfarir á liðinu, það er engin launung.“ Þegar frammistaða liðsins batnar þá hlýtur að vera eins og blaut tuska í andlitið að niðurstaða leiksins ráðist á slíkan hátt. „Það verður stærsta verkefni þessarar viku, að vinna leikmenn aftur upp í orkuna fyrir föstudagsleikinn, þær eru mjög svekktar með þetta. Alveg frá því að öskra og hlæja að svona uppákomu“ sagði Kristján að lokum.
Stjarnan Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjá meira