Segir Helgu fara með rangt mál Jón Þór Stefánsson skrifar 19. maí 2024 09:44 Kári sem er stuðningsmaður Katrínar segir Helgu fara með rangt mál. Vísir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Helgu Þórisdóttur, forsetaframbjóðanda og forstjóra Persónuverndar, hafa farið með rangt mál í Forystusætinu á RÚV í vikunni. Þar tjáði hún sig um erjur Persónuverndar og Íslenskar erfðagreiningar og sagði það hafa verið mikið áfall þegar Katrín Jakobsdóttir, mótframbjóðandi hennar og þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið með einkafyrirtæki frekar en stofnun sem hafi verið að reyna að fylgja lögum. Málið varðar vinnu Íslenskar erfðagreiningar þegar Covid-19 faraldurinn var nýkominn hingað til lands. Persónuvernd vildi meina að vinnsla fyrirtækisins á persónuupplýsingum hefði ekki samrýmst persónuverndarlögum vegna þess að leyfi frá Vísindasiðanefnd hafi ekki legið fyrir snemma í aprílmánuði 2020. Persónuvernd úrskurðaði um þetta í nóvember 2021, en í mars í fyrra felldi Héraðsdómur Reykjavíkur ákvörðunina úr gildi. Rekur sögu málsins Í tilkynningu sem Kári sendi fréttastofu rekur hann sögu málsins, en þess má geta að hann er opinber stuðningsmaður Katrínar. „Nú skulum við skoða efni málsins sem Helga var að barma sér yfir: Samkvæmt sóttvarnarlögum var það hlutverk sóttvarnarlæknis að skipuleggja og framkvæma, varnir gegn Covid 19 og veittu lögin honum víðtækar heimildir til þess,“ segir í yfirlýsingu Kára. „Hann leitaði til íslenskrar erfðagreiningar um margvíslega aðstoð, eins og að greina sjúkdóminn, raðgreina veiruna úr öllum sem greindust, hanna hugbúnað til að halda utan um gögn sem urðu til, greina gögnin og sækja í þau nýja þekkingu sem mætti nýta í baráttunni við faraldurinn. Allt þetta gerði Íslensk erfðagreining í umboði sóttvarnarlæknis og að hans beiðni en á eigin kostnað. Fyrirtækið var um langan tíma allt lagt undir þjónustu við sóttvarnir.“ Segir stuðning Katrínar alvarlegan Líkt og áður segir sagði Helga það hafa verið áfall fyrir Persónuvernd þegar „þáverandi forsætisráðherra ákvað að stíga fram og styðja frekar einkafyrirtæki, sem hafði hótað okkur málshöfðun,“ frekar en Persónuvernd. „Það var sem sagt forstjóri sterks einkafyrirtækis sem átti í slíkum samskiptum við hana og birti þau samskipti,“ sagði Helga, og vísaði til Kára. Í málinu hafi Katrín tjáð skoðun sína á framferði Persónuverndar án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar um afstöðu þeirra í málinu. „Og það er dálítið alvarlegt vegna þess að við erum algjörlega sjálfstæð stofnun og eigum bara að fara að lögum,“ sagði Helga við RÚV. Þar vísar hún til bréfs Katrínar til Kára frá því í janúar 2022 þar sem hún sagði úrskurð Persónuverndar hafa komið sér „mjög á óvart“. „Ég er sammála því mati sóttvarnarlæknis að umrædd rannsókn og vinnsla persónuupplýsinga (blóðsýnatakan) hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum, endavar hún unnin að beiðni sóttvarnalæknis og með Landspítalanum. Rannsóknina ber að skoða (ljósi aðstæðna í samfélaginu á þessum tíma þar sem unnið var íkapphlaupi við tímann til að afla frekari gagna og upplýsinga um veiruna og afleiðingar hennar sem voru síðan undirstaðan fyrir alla ákvarðanatöku um opinberar sóttvarnaráðstafanir,“ sagði Katrín á sínum tíma. Katrín hafi líklega gert sér grein fyrir málinu Í tilkynningu segir Kári að Katrín hafi verið að styðja sóttvarnalækni í málinu, en ekki Íslenska erfðagreiningu, sem hafi verið að vinna í umboði sóttvarnalæknis. Þar að auki hafi hún verið að taka afstöðu með fólkinu í landinu. „Að öllum líkindum gerði hún það vegna þess að hún gerði sér grein fyrir því að án þeirrar aðstoðar sem Persónuvernd ákvarðaði að væri ólögleg hefði verið ógjörningur að sinna sóttvörnum á þeim tíma sem faraldurinn var í hámarki,“ segir Kári. Hann minnist á að Helga hafi í þættinum sagt að Kári hefði hótað því að fara í mál við Persónuvernd. Þá vill Kári meina að Helga hafi gefið til kynna að Katrín hafi stutt sig í því. Hann segir það þó rangt. „Hvort tveggja er rangt, ég hótaði því ekki að fara í mál við Persónuvernd, ég sagðist ætla að fara í mál til þess að fá hnekkt þessari einu ákvörðun Persónuverndar sem ég og gerði og það mál vann ég í Héraði. Á það minntist Helga hins vegar ekki í viðtalinu. Ákvörðun Persónuverndar er ekki lengur gild enda var öll þessi vinna Íslenskrar erfðagreiningar unnin í samræmi við sóttvarnarlög og til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins“ Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þar tjáði hún sig um erjur Persónuverndar og Íslenskar erfðagreiningar og sagði það hafa verið mikið áfall þegar Katrín Jakobsdóttir, mótframbjóðandi hennar og þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið með einkafyrirtæki frekar en stofnun sem hafi verið að reyna að fylgja lögum. Málið varðar vinnu Íslenskar erfðagreiningar þegar Covid-19 faraldurinn var nýkominn hingað til lands. Persónuvernd vildi meina að vinnsla fyrirtækisins á persónuupplýsingum hefði ekki samrýmst persónuverndarlögum vegna þess að leyfi frá Vísindasiðanefnd hafi ekki legið fyrir snemma í aprílmánuði 2020. Persónuvernd úrskurðaði um þetta í nóvember 2021, en í mars í fyrra felldi Héraðsdómur Reykjavíkur ákvörðunina úr gildi. Rekur sögu málsins Í tilkynningu sem Kári sendi fréttastofu rekur hann sögu málsins, en þess má geta að hann er opinber stuðningsmaður Katrínar. „Nú skulum við skoða efni málsins sem Helga var að barma sér yfir: Samkvæmt sóttvarnarlögum var það hlutverk sóttvarnarlæknis að skipuleggja og framkvæma, varnir gegn Covid 19 og veittu lögin honum víðtækar heimildir til þess,“ segir í yfirlýsingu Kára. „Hann leitaði til íslenskrar erfðagreiningar um margvíslega aðstoð, eins og að greina sjúkdóminn, raðgreina veiruna úr öllum sem greindust, hanna hugbúnað til að halda utan um gögn sem urðu til, greina gögnin og sækja í þau nýja þekkingu sem mætti nýta í baráttunni við faraldurinn. Allt þetta gerði Íslensk erfðagreining í umboði sóttvarnarlæknis og að hans beiðni en á eigin kostnað. Fyrirtækið var um langan tíma allt lagt undir þjónustu við sóttvarnir.“ Segir stuðning Katrínar alvarlegan Líkt og áður segir sagði Helga það hafa verið áfall fyrir Persónuvernd þegar „þáverandi forsætisráðherra ákvað að stíga fram og styðja frekar einkafyrirtæki, sem hafði hótað okkur málshöfðun,“ frekar en Persónuvernd. „Það var sem sagt forstjóri sterks einkafyrirtækis sem átti í slíkum samskiptum við hana og birti þau samskipti,“ sagði Helga, og vísaði til Kára. Í málinu hafi Katrín tjáð skoðun sína á framferði Persónuverndar án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar um afstöðu þeirra í málinu. „Og það er dálítið alvarlegt vegna þess að við erum algjörlega sjálfstæð stofnun og eigum bara að fara að lögum,“ sagði Helga við RÚV. Þar vísar hún til bréfs Katrínar til Kára frá því í janúar 2022 þar sem hún sagði úrskurð Persónuverndar hafa komið sér „mjög á óvart“. „Ég er sammála því mati sóttvarnarlæknis að umrædd rannsókn og vinnsla persónuupplýsinga (blóðsýnatakan) hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum, endavar hún unnin að beiðni sóttvarnalæknis og með Landspítalanum. Rannsóknina ber að skoða (ljósi aðstæðna í samfélaginu á þessum tíma þar sem unnið var íkapphlaupi við tímann til að afla frekari gagna og upplýsinga um veiruna og afleiðingar hennar sem voru síðan undirstaðan fyrir alla ákvarðanatöku um opinberar sóttvarnaráðstafanir,“ sagði Katrín á sínum tíma. Katrín hafi líklega gert sér grein fyrir málinu Í tilkynningu segir Kári að Katrín hafi verið að styðja sóttvarnalækni í málinu, en ekki Íslenska erfðagreiningu, sem hafi verið að vinna í umboði sóttvarnalæknis. Þar að auki hafi hún verið að taka afstöðu með fólkinu í landinu. „Að öllum líkindum gerði hún það vegna þess að hún gerði sér grein fyrir því að án þeirrar aðstoðar sem Persónuvernd ákvarðaði að væri ólögleg hefði verið ógjörningur að sinna sóttvörnum á þeim tíma sem faraldurinn var í hámarki,“ segir Kári. Hann minnist á að Helga hafi í þættinum sagt að Kári hefði hótað því að fara í mál við Persónuvernd. Þá vill Kári meina að Helga hafi gefið til kynna að Katrín hafi stutt sig í því. Hann segir það þó rangt. „Hvort tveggja er rangt, ég hótaði því ekki að fara í mál við Persónuvernd, ég sagðist ætla að fara í mál til þess að fá hnekkt þessari einu ákvörðun Persónuverndar sem ég og gerði og það mál vann ég í Héraði. Á það minntist Helga hins vegar ekki í viðtalinu. Ákvörðun Persónuverndar er ekki lengur gild enda var öll þessi vinna Íslenskrar erfðagreiningar unnin í samræmi við sóttvarnarlög og til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins“
Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira