Bæjarstjóri sakaður um að vera njósnari: „Enginn veit hver hún er“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. maí 2024 08:36 Alice Guo hefur verið á milli tannanna á fólki í Filippseyjum undanfarið vegna meintra tengsla hennar við mansalsstarfsemi og spurninga um uppruna hennar. Bæjarstjórn Bamban Bæjarstjóri filippseyska bæjarins Bamban er nú skyndilega í kastljósi fjölmiðla, bæði innan Filippseyja sem utan, vegna ásakanna um að hún sé í raun og veru að vinna fyrir Kína. Bæjarstjórinn sem um ræðir er hin 35 ára gamla Alice Guo. Ekkert hafði þótt benda til þess að eitthvað óvenjulegt væri í seyði með hana. Þangað til filippseyska þingið gerði henni að gefa skýrslu fyrr í þessum mánuði. BBC fjallar um málið, en í frétt miðilsins segir að málið megi rekja til lögregluaðgerða í húsnæði netspilavítis í bænum hennar. Í ljós hafi komið að spilavítið væri svikamilla. Þar hafi starfað um sjöhundruð manns, þar af rúmlega 200 kínverjar og aðrir 73 útlendingar. Þetta fólk er talið hafa verið í kynlífsmansali á netinu. „Enginn veit hver hún er“ Ferdinand Marcos, forseti Filipseyja, hefur gripið til mikilla aðgerða gegn netspilavítum sem þessum, sérstaklega vegna uppgötvana um að sum þeirra starfræki mansal. Rannsókn á áðurnefndu netspilavíti leiddi í ljós að húsnæði þess væri á lóð í eigu Guo, sem væri í raun örstutt frá skrifstofu hennar. Hún hefur þó haldið því fram að hafa selt landareignina áður en hún fór í framboð til bæjarstjórnar fyrir tveimur árum. Um er að ræða átta hektara land, sem samkvæmt BBC inniheldur sundlaug og vínkjallara, en einnig húsnæði þar sem áðurnefnd svikamillustarfsemi fór fram. „Enginn veit hver hún er. Við veltum fyrir okkur hvaðan hún kemur. Þess vegna erum við að rannsaka þetta, vegna spurninga um uppruna hennar,“ sagði Marcos forseti við blaðamenn. Lítið er vitað um Guo, sem er óvenjulegt í filippseyskum stjórnmálum þar sem pólitíkusar koma gjarnan úr þekktum fjölskyldum stjórnmálamanna. Þá bendir BBC á að eftirnafn hennar, Guo, sé eitt algengasta fjölskyldunafn Filippseyja hjá fólki af kínverskum uppruna. Í skýrslutöku hjá filippseyska þinginu á dögunum viðurkenndi Guo að fæðingarvottorð hennar hefði verið gefið út þegar hún var nýorðin sautján ára. Hún sagði ástæðuna vera að hún hefði fæðst heima hjá sér, en ekki á spítala eða á annarri heilbrigðisstofnun. Þá vakti einnig athygli að Guo sagði föður sinn vera filippseyskan, en samkvæmt gögnum sem liggja fyrir í málinu er hann sagður kínverskur. Sökuð um að vera njósnari „Er Alice bæjarstjóri, og aðrir hennar líkir með dularfullan bakgrunn, að vinna fyrir Kína? Komið fyrir í landinu okkar svo þau geti skipt sér af filippseyskum stjórnmálum?“ spurði Risa Hontiveros, þingmaður í Filippseyjum að skýrslutökunni lokinni. „Það er erfitt að trúa því að Alice Guo, bæjarstjóri Bamban svari alltaf með því að segja: „Ég veit það ekki,“ Og hún man ekki einu sinni hvar hún átti heima,“ sagði Sherwin Gatchalian, annar þingmaður. Guo hefur ekki tjáð sig um ásakanir um að hún sé í raun og veru njósnari, og þá hefur hún forðast viðtöl við fjölmiðla í kjölfar skýrslutökunnar. Filippseyjar Erlend sakamál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Bæjarstjórinn sem um ræðir er hin 35 ára gamla Alice Guo. Ekkert hafði þótt benda til þess að eitthvað óvenjulegt væri í seyði með hana. Þangað til filippseyska þingið gerði henni að gefa skýrslu fyrr í þessum mánuði. BBC fjallar um málið, en í frétt miðilsins segir að málið megi rekja til lögregluaðgerða í húsnæði netspilavítis í bænum hennar. Í ljós hafi komið að spilavítið væri svikamilla. Þar hafi starfað um sjöhundruð manns, þar af rúmlega 200 kínverjar og aðrir 73 útlendingar. Þetta fólk er talið hafa verið í kynlífsmansali á netinu. „Enginn veit hver hún er“ Ferdinand Marcos, forseti Filipseyja, hefur gripið til mikilla aðgerða gegn netspilavítum sem þessum, sérstaklega vegna uppgötvana um að sum þeirra starfræki mansal. Rannsókn á áðurnefndu netspilavíti leiddi í ljós að húsnæði þess væri á lóð í eigu Guo, sem væri í raun örstutt frá skrifstofu hennar. Hún hefur þó haldið því fram að hafa selt landareignina áður en hún fór í framboð til bæjarstjórnar fyrir tveimur árum. Um er að ræða átta hektara land, sem samkvæmt BBC inniheldur sundlaug og vínkjallara, en einnig húsnæði þar sem áðurnefnd svikamillustarfsemi fór fram. „Enginn veit hver hún er. Við veltum fyrir okkur hvaðan hún kemur. Þess vegna erum við að rannsaka þetta, vegna spurninga um uppruna hennar,“ sagði Marcos forseti við blaðamenn. Lítið er vitað um Guo, sem er óvenjulegt í filippseyskum stjórnmálum þar sem pólitíkusar koma gjarnan úr þekktum fjölskyldum stjórnmálamanna. Þá bendir BBC á að eftirnafn hennar, Guo, sé eitt algengasta fjölskyldunafn Filippseyja hjá fólki af kínverskum uppruna. Í skýrslutöku hjá filippseyska þinginu á dögunum viðurkenndi Guo að fæðingarvottorð hennar hefði verið gefið út þegar hún var nýorðin sautján ára. Hún sagði ástæðuna vera að hún hefði fæðst heima hjá sér, en ekki á spítala eða á annarri heilbrigðisstofnun. Þá vakti einnig athygli að Guo sagði föður sinn vera filippseyskan, en samkvæmt gögnum sem liggja fyrir í málinu er hann sagður kínverskur. Sökuð um að vera njósnari „Er Alice bæjarstjóri, og aðrir hennar líkir með dularfullan bakgrunn, að vinna fyrir Kína? Komið fyrir í landinu okkar svo þau geti skipt sér af filippseyskum stjórnmálum?“ spurði Risa Hontiveros, þingmaður í Filippseyjum að skýrslutökunni lokinni. „Það er erfitt að trúa því að Alice Guo, bæjarstjóri Bamban svari alltaf með því að segja: „Ég veit það ekki,“ Og hún man ekki einu sinni hvar hún átti heima,“ sagði Sherwin Gatchalian, annar þingmaður. Guo hefur ekki tjáð sig um ásakanir um að hún sé í raun og veru njósnari, og þá hefur hún forðast viðtöl við fjölmiðla í kjölfar skýrslutökunnar.
Filippseyjar Erlend sakamál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira