Íslenski boltinn

Leiknir vann Breiðholtsslaginn og Njarð­vík með fullt hús stiga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leiknir vann sinn fyrsta sigur í Lengjudeild karla þegar ÍR kom í heimsókn.
Leiknir vann sinn fyrsta sigur í Lengjudeild karla þegar ÍR kom í heimsókn. vísir/anton

Leiknir vann Breiðholtsslaginn gegn ÍR og Njarðvík hélt sigurgöngu sinni í Lengjudeild karla áfram í dag.

Leiknir og ÍR áttust við Domusnova-vellinum. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Omar Sowe á 34. mínútu. Hann fékk kjörið tækifæri til að bæta öðru marki við á 66. mínútu en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði vítaspyrnu hans.

Þetta var fyrsti sigur Leiknis í Lengjudeildinni á tímabilinu en fyrsta tap ÍR. Leiknismenn eru með þrjú stig en ÍR-ingar fjögur.

Mark Oumars Diouck skildi Þrótt og Njarðvík að þegar liðin mættust í Laugardalnum. Eftir jafnan leik skoraði Diouck eina markið eftir skyndisókn á 83. mínútu.

Njarðvík er með fullt hús stiga á toppi Lengjudeildarinnar en Þróttur er með eitt stig í ellefta og næstneðsta sæti.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×