Kosningum frestað Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir skrifa 18. maí 2024 12:31 Í dag átti að hefjast bindandi íbúakosning í Ölfusi um grótmulningsverksmiðju Heidelberg. Á bæjarstjórnarfundi í gær, sem var boðað var til með sólarhringsfyrirvara og engin gögn lágu fyrir, var ákveðið að fresta íbúakosningunum og taka þannig lýðræðislegan rétt af íbúum í Ölfusi. Við skiljum ekki á hvaða lagagrundvelli meirihluti bæjarstjórnar byggir sína fordæmalausu ákvörðun á, rökin virtust byggjast á þeirra eigin skoðunum. Það er grafalvarlegt mál að fresta kosningum og alveg víst að fulltrúar í minnihluta munu leita álit sérfróðs fólks á þessum gjörningi og fara lengra með málið komi í ljós vafi á lögmæti ákvörðunarinnar. Rökstuðningur liggur þegar fyrir Meirihlutinn og bæjarstjóri töluðu niður til First Water á fundinum fyrir það að hafa bent á það augljósa og krefja þau nú um rökstuðning fyrir sínum áhyggjum sem snúa að sambúð umhverfisvæns matvælaiðnaðar og risavaxinnar grjótmulningsverksmiðju. Áhyggjur sem snúa meðal annars að því að jarðsjórinn sem þau nota í kerin sín gæti mengast af skipaumferðinni sem á að koma að höfninni sem Heidelberg vill byggja. Sá rökstuðningur liggur fyrir nú þegar m.a. í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem segir: ,,Í því sambandi bendir HSL á að fyrirhuguð höfn í Keflavík er staðsett á milli fiskeldisfyrirtækja þar sem áætluð er umfangsmikil vinnsla jarðsjávar til eldis laxfiska og því gæti mengunarslys í eða við þá höfn haft mikil áhrif á þá aðila sem vinna jarðsjó í nágrennin hafnarinnar. Embættið gerir því athugasemd við að í áhættumati vegna efnistökunnar sé ekki fjallað um áhættu og möguleg umhverfisáhrif vegna innsiglingar og uppskipunar efnis í fyrirhugaðri höfn” Það hefur ekkert breyst Með því að fresta boðuðum bindandi íbúakosningum er ljóst að meirihlutinn ber enga virðingu fyrir lýðræðinu og treystir ekki íbúum til að mynda sér skoðun á verkefninu. Það hafa engar forsendur breyst. Það sjónarmið hefur alltaf verið á lofti að fyrirætlanir Heidelberg um stórfellda námuvinnslu fari ekki saman með hreinni matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hefur haft sem stefnu í áraraðir. Það að fyrirtækið First Water hafi þurft að stíga fram með þessum hætti og benda á það augljósa breytir engu um fyrirhugaðar kosningar. Áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans í Ölfusi Það var einnig ljóst þegar tekin var ákvörðun um að boða til bindandi kosninga að skipulagsferli verkefnisins var ekki lokið og fyrirséð að nýjar upplýsingar myndu líta dagsins ljós. Það kom ekki í veg fyrir að boðað yrði til kosninga og það að nýjar upplýsingar komi fram á heldur ekki að koma í veg fyrir að framfylgja boðuðum kosningum. Þetta mál er algjör áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans í Ölfusi sem standa ekki undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin með því að starfa fyrir hagsmuni almennings sem kjörnir fulltrúar, kosnir af íbúum en ekki fyrirtækjum. Þessi meirihluti er fullkomlega óhæfur. Formaður bæjarráðs Ölfuss sagði í útvarpsviðtali daginn sem bréfið frá First Water kom fram 15. maí s.l.: ,,Ég treysti þeim fullkomlega til að vega og meta gögnin og kjósa eftir sinni sannfæringu”. Það á greinilega ekki lengur við, meirihlutinn í Ölfusi treystir ekki íbúum til að hafa vit fyrir sjálfum sér. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi H lista og Hrönn Guðmundsdóttir er bæjarfulltrúi B lista Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í dag átti að hefjast bindandi íbúakosning í Ölfusi um grótmulningsverksmiðju Heidelberg. Á bæjarstjórnarfundi í gær, sem var boðað var til með sólarhringsfyrirvara og engin gögn lágu fyrir, var ákveðið að fresta íbúakosningunum og taka þannig lýðræðislegan rétt af íbúum í Ölfusi. Við skiljum ekki á hvaða lagagrundvelli meirihluti bæjarstjórnar byggir sína fordæmalausu ákvörðun á, rökin virtust byggjast á þeirra eigin skoðunum. Það er grafalvarlegt mál að fresta kosningum og alveg víst að fulltrúar í minnihluta munu leita álit sérfróðs fólks á þessum gjörningi og fara lengra með málið komi í ljós vafi á lögmæti ákvörðunarinnar. Rökstuðningur liggur þegar fyrir Meirihlutinn og bæjarstjóri töluðu niður til First Water á fundinum fyrir það að hafa bent á það augljósa og krefja þau nú um rökstuðning fyrir sínum áhyggjum sem snúa að sambúð umhverfisvæns matvælaiðnaðar og risavaxinnar grjótmulningsverksmiðju. Áhyggjur sem snúa meðal annars að því að jarðsjórinn sem þau nota í kerin sín gæti mengast af skipaumferðinni sem á að koma að höfninni sem Heidelberg vill byggja. Sá rökstuðningur liggur fyrir nú þegar m.a. í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem segir: ,,Í því sambandi bendir HSL á að fyrirhuguð höfn í Keflavík er staðsett á milli fiskeldisfyrirtækja þar sem áætluð er umfangsmikil vinnsla jarðsjávar til eldis laxfiska og því gæti mengunarslys í eða við þá höfn haft mikil áhrif á þá aðila sem vinna jarðsjó í nágrennin hafnarinnar. Embættið gerir því athugasemd við að í áhættumati vegna efnistökunnar sé ekki fjallað um áhættu og möguleg umhverfisáhrif vegna innsiglingar og uppskipunar efnis í fyrirhugaðri höfn” Það hefur ekkert breyst Með því að fresta boðuðum bindandi íbúakosningum er ljóst að meirihlutinn ber enga virðingu fyrir lýðræðinu og treystir ekki íbúum til að mynda sér skoðun á verkefninu. Það hafa engar forsendur breyst. Það sjónarmið hefur alltaf verið á lofti að fyrirætlanir Heidelberg um stórfellda námuvinnslu fari ekki saman með hreinni matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hefur haft sem stefnu í áraraðir. Það að fyrirtækið First Water hafi þurft að stíga fram með þessum hætti og benda á það augljósa breytir engu um fyrirhugaðar kosningar. Áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans í Ölfusi Það var einnig ljóst þegar tekin var ákvörðun um að boða til bindandi kosninga að skipulagsferli verkefnisins var ekki lokið og fyrirséð að nýjar upplýsingar myndu líta dagsins ljós. Það kom ekki í veg fyrir að boðað yrði til kosninga og það að nýjar upplýsingar komi fram á heldur ekki að koma í veg fyrir að framfylgja boðuðum kosningum. Þetta mál er algjör áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans í Ölfusi sem standa ekki undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin með því að starfa fyrir hagsmuni almennings sem kjörnir fulltrúar, kosnir af íbúum en ekki fyrirtækjum. Þessi meirihluti er fullkomlega óhæfur. Formaður bæjarráðs Ölfuss sagði í útvarpsviðtali daginn sem bréfið frá First Water kom fram 15. maí s.l.: ,,Ég treysti þeim fullkomlega til að vega og meta gögnin og kjósa eftir sinni sannfæringu”. Það á greinilega ekki lengur við, meirihlutinn í Ölfusi treystir ekki íbúum til að hafa vit fyrir sjálfum sér. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi H lista og Hrönn Guðmundsdóttir er bæjarfulltrúi B lista
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar