Schauffele heldur forystunni en Tiger langt frá niðurskurðinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2024 23:57 Xander Schauffele er í góðum málum eftir annan keppnisdag PGA-meistaramótsins. Michael Reaves/Getty Images Eftir annan keppnisdag á PGA-meistaramótinu í golfi er Xander Schauffele enn á toppnum. Tiger Woods átti hins vegar afleitan dag og var langt frá því að ná niðurskurðinum. Schauffele hélt góðri spilamennsku sinni áfram í dag og fékk þrjá fugla á fyrri níu holum hringsins. Hann nældi sér þó í skolla á elleftu holu, eftir tvo fugla í röð á níundu og tíundu, en það var fyrsti og eini skollinn hans á mótinu til þessa. Schauffele endaði hringinn á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og hefur því samtals leikið á tólf höggum undir pari. Hann leiðir með einu höggi, en Collin Morikawa situr í öðru sæti á ellefu höggum undir pari og Sahith Theegala situr í þriðja sæti á tíu höggum undir pari. Þó hafa ekki allir lokið leik þegar þetta er ritað. Hins vegar átti Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, ekki góðan dag á Valhalla-vellinum í dag. Hann lék fyrstu fjórar holur dagsins á sjö höggum yfir pari og gróf sig þar með niður í holu sem hann komst aldrei upp úr. Alls lék Tiger á 77 höggum, eða sjö höggum yfir pari vallarins og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Til að ná niðurskurðinum þurftu kylfingar að vera á einu höggi undir pari. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Schauffele hélt góðri spilamennsku sinni áfram í dag og fékk þrjá fugla á fyrri níu holum hringsins. Hann nældi sér þó í skolla á elleftu holu, eftir tvo fugla í röð á níundu og tíundu, en það var fyrsti og eini skollinn hans á mótinu til þessa. Schauffele endaði hringinn á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og hefur því samtals leikið á tólf höggum undir pari. Hann leiðir með einu höggi, en Collin Morikawa situr í öðru sæti á ellefu höggum undir pari og Sahith Theegala situr í þriðja sæti á tíu höggum undir pari. Þó hafa ekki allir lokið leik þegar þetta er ritað. Hins vegar átti Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, ekki góðan dag á Valhalla-vellinum í dag. Hann lék fyrstu fjórar holur dagsins á sjö höggum yfir pari og gróf sig þar með niður í holu sem hann komst aldrei upp úr. Alls lék Tiger á 77 höggum, eða sjö höggum yfir pari vallarins og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Til að ná niðurskurðinum þurftu kylfingar að vera á einu höggi undir pari. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira