Schauffele heldur forystunni en Tiger langt frá niðurskurðinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2024 23:57 Xander Schauffele er í góðum málum eftir annan keppnisdag PGA-meistaramótsins. Michael Reaves/Getty Images Eftir annan keppnisdag á PGA-meistaramótinu í golfi er Xander Schauffele enn á toppnum. Tiger Woods átti hins vegar afleitan dag og var langt frá því að ná niðurskurðinum. Schauffele hélt góðri spilamennsku sinni áfram í dag og fékk þrjá fugla á fyrri níu holum hringsins. Hann nældi sér þó í skolla á elleftu holu, eftir tvo fugla í röð á níundu og tíundu, en það var fyrsti og eini skollinn hans á mótinu til þessa. Schauffele endaði hringinn á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og hefur því samtals leikið á tólf höggum undir pari. Hann leiðir með einu höggi, en Collin Morikawa situr í öðru sæti á ellefu höggum undir pari og Sahith Theegala situr í þriðja sæti á tíu höggum undir pari. Þó hafa ekki allir lokið leik þegar þetta er ritað. Hins vegar átti Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, ekki góðan dag á Valhalla-vellinum í dag. Hann lék fyrstu fjórar holur dagsins á sjö höggum yfir pari og gróf sig þar með niður í holu sem hann komst aldrei upp úr. Alls lék Tiger á 77 höggum, eða sjö höggum yfir pari vallarins og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Til að ná niðurskurðinum þurftu kylfingar að vera á einu höggi undir pari. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Schauffele hélt góðri spilamennsku sinni áfram í dag og fékk þrjá fugla á fyrri níu holum hringsins. Hann nældi sér þó í skolla á elleftu holu, eftir tvo fugla í röð á níundu og tíundu, en það var fyrsti og eini skollinn hans á mótinu til þessa. Schauffele endaði hringinn á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og hefur því samtals leikið á tólf höggum undir pari. Hann leiðir með einu höggi, en Collin Morikawa situr í öðru sæti á ellefu höggum undir pari og Sahith Theegala situr í þriðja sæti á tíu höggum undir pari. Þó hafa ekki allir lokið leik þegar þetta er ritað. Hins vegar átti Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, ekki góðan dag á Valhalla-vellinum í dag. Hann lék fyrstu fjórar holur dagsins á sjö höggum yfir pari og gróf sig þar með niður í holu sem hann komst aldrei upp úr. Alls lék Tiger á 77 höggum, eða sjö höggum yfir pari vallarins og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Til að ná niðurskurðinum þurftu kylfingar að vera á einu höggi undir pari. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira