Efsti maður heimslistans tók upphitunina í fangaklefanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. maí 2024 09:01 Scottie Scheffler lék á fimm höggum undir pari eftir að hafa verið handtekinn. Brian Spurlock/Icon Sportswire via Getty Images Scottie Scheffler, fremsti kylfingur heims, lék vel á öðrum degi PGA-meistaramótsins í gær þrátt fyrir erfiða byrjun á deginum. Scheffler var handtekinn á leið sinni á Valhalla-völlinn í Louisville í Kentucky er hann reyndi að forðast umferðarteppu sem myndaðist eftir að banaslys varð við völlinn sem leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann. Scheffler á yfir höfði sér fjórar ákærur í kjölfar handtökunnar fyrir annars stigs líkamsárás á lögreglumann, glæpsamlega hegðun af þriðju gráðu, gáleysislegan akstur og að virða leiðbeiningar lögreglunnar að vettugi. „Það eina sem ég hugsaði eftir að ég var handtekinn var hvort ég gæti komið aftur hingað til að spila og sem betur fer gat ég það,“ sagði Scheffler eftir hringinn í gær. „Ég var aldrei reiður yfir því að hafa verið handtekinn. Ég var bara í sjokki og ég nötraði allan tímann. Þetta var klárlega ný tilfinning. Lögreglumaðurinn sem fór með mig í fangelsið var mjög almennilegur. Við áttum gott spjall sem hjálpaði mér að róa mig niður,“ bætti Scheffler við. Scheffler mætti að lokum á Valhalla-völlinn 54 mínútum fyrir rástímann sinn og lék hringinn á 66 höggum, eða fimm undir pari vallarins. Hann hefur því leikið fyrstu tvo hringina á samtals níu höggum undir pari og situr jafn þremur öðrum kylfingum í þriðja sæti mótsins, þremur höggum á eftir efsta manni, Xander Schauffele. „Mér líður eins og hausinn á mér sé búinn að snúast í hringi í allan dag. Ég nýtti tímann í fangaklefanum til að teygja aðeins á. Það var eitthvað sem ég var að gera í fyrsta skipti.“ „Það var sjónvarp í fangaklefanum og ég sá sjálfan mig í því. Í horninu á sjónvarpinu sá ég líka hvað klukkan var og ég heyrði að það var verið að tala um að keppni yrði frestað. Ég fór að hugsa um rástímann minn og hvort ég myndi ná honum þannig ég fór bara að fara í gegnum upphitunina mína,“ sagði Scheffler. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Scheffler var handtekinn á leið sinni á Valhalla-völlinn í Louisville í Kentucky er hann reyndi að forðast umferðarteppu sem myndaðist eftir að banaslys varð við völlinn sem leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann. Scheffler á yfir höfði sér fjórar ákærur í kjölfar handtökunnar fyrir annars stigs líkamsárás á lögreglumann, glæpsamlega hegðun af þriðju gráðu, gáleysislegan akstur og að virða leiðbeiningar lögreglunnar að vettugi. „Það eina sem ég hugsaði eftir að ég var handtekinn var hvort ég gæti komið aftur hingað til að spila og sem betur fer gat ég það,“ sagði Scheffler eftir hringinn í gær. „Ég var aldrei reiður yfir því að hafa verið handtekinn. Ég var bara í sjokki og ég nötraði allan tímann. Þetta var klárlega ný tilfinning. Lögreglumaðurinn sem fór með mig í fangelsið var mjög almennilegur. Við áttum gott spjall sem hjálpaði mér að róa mig niður,“ bætti Scheffler við. Scheffler mætti að lokum á Valhalla-völlinn 54 mínútum fyrir rástímann sinn og lék hringinn á 66 höggum, eða fimm undir pari vallarins. Hann hefur því leikið fyrstu tvo hringina á samtals níu höggum undir pari og situr jafn þremur öðrum kylfingum í þriðja sæti mótsins, þremur höggum á eftir efsta manni, Xander Schauffele. „Mér líður eins og hausinn á mér sé búinn að snúast í hringi í allan dag. Ég nýtti tímann í fangaklefanum til að teygja aðeins á. Það var eitthvað sem ég var að gera í fyrsta skipti.“ „Það var sjónvarp í fangaklefanum og ég sá sjálfan mig í því. Í horninu á sjónvarpinu sá ég líka hvað klukkan var og ég heyrði að það var verið að tala um að keppni yrði frestað. Ég fór að hugsa um rástímann minn og hvort ég myndi ná honum þannig ég fór bara að fara í gegnum upphitunina mína,“ sagði Scheffler. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira