„Ég veit nú ekki með það hvort ég get tekið undir það að við söltuðum þá“, sagði Kristinn Pálsson þegar hann var inntur eftir ástæðum fyrir sigri Valsmanna í kvöld.
„Lykilatriðið í kvöld var bara varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur. Ef við höfðum hann ekki í dag þá hefðum við tapað þessu í dag.“
Staðan var jöfn í hálfleik 37-37. Hvernig fannst Kristni takturinn vera hjá sínum mönnum í hálfleik?
„Mér fannst við helvíti flatir í fyrri hálfleik. Það var bara þristurinn frá Justas í lok hálfleiksins sem jafnar leikinn og gaf okkur kraft inn í klefa. Við settum svo bara í næsta gír ef ég má segja.“
Grunnurinn að sigrinum var lagður strax í upphafi seinni hálfleiks og var Kristinn beðinn um að segja frá fyrstu fimm mínútum seinni háfleiksins. Á þeim tíma setti Kristinn fjóra þrista.
„Þeir voru aðeins að gleyma sér Grindvíkingarnir. Ég var búinn að vera að fá erfið skot á móti Njarðvík en fékk opin skot í dag. Ég tek því.“
Heldur Kristinn að það hafi verið taktík hjá Grindavík að skilja þig eftir svona opinn þar sem þið hittuð bara tveimur af tíu þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik?
„Ég efast um það og finnst það mjög skrýtið hjá þeim ef það var pælinginn. Kannski var það samt þannig en það virkaði ekki.“
Kári Jónsson sneri aftur á gólfið og skilaði heldur betur framlagi. Hvernig fannst Vaslmönnum að fá þann liðsstyrk?
„Það var bara geðveikt. Ekki bara nærveran hans heldur líka þá róast allt inn á vellinum þegar hann fær boltann. Það er stórt fyrir okkur.“
Hvernig verður svo að halda liðinu á jörðinni milli leikja?
„Auðvitað alla leið. Það er enginn búinn að vinna í Smáranum og það er tímabært að einhver geri það.“