Ætlar alla leið í baráttu fyrir nafninu sínu Jón Þór Stefánsson skrifar 17. maí 2024 15:38 Rúnar Geirmundsson vill fá að heita Rúnar Hroði Geirmundsson. Bylgjan „Þetta er bara mitt „identity“. Þetta er minn karakter. Ég hef verið kallaður þetta í sautján ár,“ segir Rúnar Hroði Geirmundsson um ákvörðun Mannanafnanefndar að úrskurða að leyfa ekki fólki að bera nafnið Hroði. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun greindi Rúnar frá því að hann hafi verið nýbyrjaður í kraftlyftingum þegar nafnið festist við hann. „Þegar ég byrjaði að keppa var ég ekkert rosalega sterkur. Þá lyfti ég tölum sem einn vinur minn, sem er nú fallinn frá, sagði að væru alveg hroðalegar. „Þú ert bara algjör hroðinn,“ sagði hann.“ Þrátt fyrir þetta átti Rúnar eftir að verða heimsmeistari í kraftlyftingum. „Það var ég, sem hroðinn, sem kláraði það verkefni eins og öll þau verkefni sem ég tek að mér.“ Sjá einnig: Nafnið Hroði of hroðalegt Rúnar Hroði segist hafa ákveðið að láta Mannanafnanefnd taka málið fyrir, ekki síst vegna þess að vinur hans sem kallaði hann það fyrst er nú látinn. „Ég var viss um að þetta myndi fara í gegn,“ segir Rúnar og bætir við að hann hafi kynnt sér hvað þurfi til að nafn sé samþykkt, og honum hafi þótt borðliggjandi um að Hroði stæðist það allt. „En svo fæ ég þær skýringar að þetta þyki of hroðalegt. Þetta þyki hrottalegt og tengt við neikvæðar lýsingar.“ Rúnari þykir það sérstakt að huglætt mat nefndarmanns Mannanafnanefndar ráði för um hvað hann megi heita. „Hvar annars staðar má maður ekki heita það sem maður vill heita?“ Hann segist vera kominn með lögmann í málið og ætlar „alla leið“. Hann ætlar sér að geta heitið Hroði. Hroði til umfjöllunar á Alþingi Þetta mál var ekki bara rætt í Bítinu á Bylgjunni heldur líka hinu háa Alþingi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, hélt ræðu um ákvörðun mannanafnefndar á þingfundi í dag. Hann segir hana dæmi um forsjárhyggju. „Mig langar sérstaklega að taka fyrir úrskurð mannanafnanefndar sem hún birti fyrir tveimur dögum síðan þar sem ákveðið var að nafnið Hroði mætti ekki vera nafn. Af hverju mátti það ekki?“ spurði Gísli sem benti á að nafnið stæðist öll skilyrði nema áðurnefnt huglætt mat. Nafnið megi ekki vera til ama. Gísla þykir sérstakt að ekki megi bera nafnið Hroði.Vísir/Vilhelm „Og hver á að ákveða hvað er til ama og hvað er ekki til ama? Jú, mannanafnanefnd ákveður að vegna þess að þetta getur þýtt það sama og uppgangur og slím í lungum, rusl, úrgangur og óþverri hljóti þetta að vera slæmt nafn.“ Hann benti þá á að á sama fundi Mannanafnanefndar hafi eiginnafnið Klaki verið samþykkt. „Þegar orðabók Árnastofnunar er skoðuð og orðinu Hroði flett upp þá kemur fram að ein af skilgreiningunum á því er krapakenndur ís á sjó eða vatni. Og hver er munurinn á því og klaka?“ Mannanöfn Bítið Alþingi Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni í morgun greindi Rúnar frá því að hann hafi verið nýbyrjaður í kraftlyftingum þegar nafnið festist við hann. „Þegar ég byrjaði að keppa var ég ekkert rosalega sterkur. Þá lyfti ég tölum sem einn vinur minn, sem er nú fallinn frá, sagði að væru alveg hroðalegar. „Þú ert bara algjör hroðinn,“ sagði hann.“ Þrátt fyrir þetta átti Rúnar eftir að verða heimsmeistari í kraftlyftingum. „Það var ég, sem hroðinn, sem kláraði það verkefni eins og öll þau verkefni sem ég tek að mér.“ Sjá einnig: Nafnið Hroði of hroðalegt Rúnar Hroði segist hafa ákveðið að láta Mannanafnanefnd taka málið fyrir, ekki síst vegna þess að vinur hans sem kallaði hann það fyrst er nú látinn. „Ég var viss um að þetta myndi fara í gegn,“ segir Rúnar og bætir við að hann hafi kynnt sér hvað þurfi til að nafn sé samþykkt, og honum hafi þótt borðliggjandi um að Hroði stæðist það allt. „En svo fæ ég þær skýringar að þetta þyki of hroðalegt. Þetta þyki hrottalegt og tengt við neikvæðar lýsingar.“ Rúnari þykir það sérstakt að huglætt mat nefndarmanns Mannanafnanefndar ráði för um hvað hann megi heita. „Hvar annars staðar má maður ekki heita það sem maður vill heita?“ Hann segist vera kominn með lögmann í málið og ætlar „alla leið“. Hann ætlar sér að geta heitið Hroði. Hroði til umfjöllunar á Alþingi Þetta mál var ekki bara rætt í Bítinu á Bylgjunni heldur líka hinu háa Alþingi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, hélt ræðu um ákvörðun mannanafnefndar á þingfundi í dag. Hann segir hana dæmi um forsjárhyggju. „Mig langar sérstaklega að taka fyrir úrskurð mannanafnanefndar sem hún birti fyrir tveimur dögum síðan þar sem ákveðið var að nafnið Hroði mætti ekki vera nafn. Af hverju mátti það ekki?“ spurði Gísli sem benti á að nafnið stæðist öll skilyrði nema áðurnefnt huglætt mat. Nafnið megi ekki vera til ama. Gísla þykir sérstakt að ekki megi bera nafnið Hroði.Vísir/Vilhelm „Og hver á að ákveða hvað er til ama og hvað er ekki til ama? Jú, mannanafnanefnd ákveður að vegna þess að þetta getur þýtt það sama og uppgangur og slím í lungum, rusl, úrgangur og óþverri hljóti þetta að vera slæmt nafn.“ Hann benti þá á að á sama fundi Mannanafnanefndar hafi eiginnafnið Klaki verið samþykkt. „Þegar orðabók Árnastofnunar er skoðuð og orðinu Hroði flett upp þá kemur fram að ein af skilgreiningunum á því er krapakenndur ís á sjó eða vatni. Og hver er munurinn á því og klaka?“
Mannanöfn Bítið Alþingi Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira