Þorsteinn valdi þrjá nýliða fyrir mikilvæga leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 13:10 Katla Tryggvadóttir er einn af þremur nýliðum í íslenska hópnum. Getty/Harry Murphy Ný nöfn eru í íslenska landsliðshópnum fyrir risaleiki í undankeppni EM kvenna í fótbolta. Cecilía Rán Rúnarsdóttir snýr líka til baka í landsliðið. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag hópinn sinn fyrir mjög mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins. Þorsteinn gerir fjórar breytingar á hópnum frá síðasta verkefni sem voru leikir á móti Póllandi og Þýskalandi í sömu keppni. Cecilía Rán Rúnarsdóttir snýr aftur í hópinn og nýliðarnir Kristín Dís Árnadóttir, Katla Tryggvadóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir eru valdar í hópinn. Kristín Dís kom inn í hópinn um tíma í síðasta verkefni en var send aftur til baka þegar meiðsli Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur voru ekki eins alvarleg og haldið var. Nú er Sædís hins vegar frá vegna meiðsla. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, Lára Kristín Pedersen, Bryndís Arna Níelsdóttir og Sædís Rún detta út úr hópnum. Ísland og Austurríki eru bæði með þrjú stig og eitt mark í plús eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlinum. Þjóðverjar eru á toppnum með fullt hús. Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2025. Leikirnir við Austurríki gætu ráðið miklu um það hvort liðið nái þessu eftirsótta öðru sæti. Fyrri leikurinn fer fram í austurríski borginni Ried im Innkreis 31. maí en sá síðasti á Laugardalsvellinum 4. júní næstkomandi. Nýliðinn Katla Tryggvadóttir hefur verið að gera frábæra hluti á fyrsta tímabili sínu sem atvinnumaður en hún skipti yfir í sænska liðið Kristianstad fyrir þetta tímabil. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir kemur inn í landsliðið í fyrsta sinn er hún er nítján ára leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Hún á íslenska föður en danska móður. Emilía, sem er sóknarmaður, hefur verið valin í úrtakshópa hjá yngri landsliðum Íslands en eftir að hún flutti til Danmerkur þá hefur hún leikið með yngri landsliðum Dana. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er aftur byrjuð að æfa með Bayern München eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hún kemur strax aftur inn í hópinn. Agla María Albertsdóttir hefur spilað mjög vel með Breiðabliki í Bestu deildinni í sumar en hún er utan landsliðshópsins alveg eins og síðast. 🇮🇸 Hópur A kvenna sem mætir Austurríki tvívegis í undankeppni EM 2025.🎟️ Miðasala á leikinn á Laugardalsvelli 4. júní hefst þriðjudaginn 21. maí á https://t.co/iwyH4UEb7x.⚽️ Our squad for two games against Austria in the EURO 2025 qualifiers.#fimmíröð pic.twitter.com/0XNIBG06OC— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 17, 2024 Landliðshópurinn: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 3 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 28 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 61 leikur Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 124 leikir, 10 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengård - 37 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Brann - 5 leikir, 1 mark Kristín Dís Árnadóttir - Bröndby Sandra María Jessen - Þór/KA - 40 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 43 leikir, 5 mörk Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 14 leikir, 1 mark Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 39 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC. Nürnberg - 38 leikir, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 19 leikir, 2 mörk Ásdís Karen Halldórsdóttir - LSK Kvinner FK - 1 leikur Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 36 leikir, 10 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 36 leikir, 5 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 13 leikir, 2 mörk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 6 leikir, 2 mörk Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag hópinn sinn fyrir mjög mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins. Þorsteinn gerir fjórar breytingar á hópnum frá síðasta verkefni sem voru leikir á móti Póllandi og Þýskalandi í sömu keppni. Cecilía Rán Rúnarsdóttir snýr aftur í hópinn og nýliðarnir Kristín Dís Árnadóttir, Katla Tryggvadóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir eru valdar í hópinn. Kristín Dís kom inn í hópinn um tíma í síðasta verkefni en var send aftur til baka þegar meiðsli Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur voru ekki eins alvarleg og haldið var. Nú er Sædís hins vegar frá vegna meiðsla. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, Lára Kristín Pedersen, Bryndís Arna Níelsdóttir og Sædís Rún detta út úr hópnum. Ísland og Austurríki eru bæði með þrjú stig og eitt mark í plús eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlinum. Þjóðverjar eru á toppnum með fullt hús. Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2025. Leikirnir við Austurríki gætu ráðið miklu um það hvort liðið nái þessu eftirsótta öðru sæti. Fyrri leikurinn fer fram í austurríski borginni Ried im Innkreis 31. maí en sá síðasti á Laugardalsvellinum 4. júní næstkomandi. Nýliðinn Katla Tryggvadóttir hefur verið að gera frábæra hluti á fyrsta tímabili sínu sem atvinnumaður en hún skipti yfir í sænska liðið Kristianstad fyrir þetta tímabil. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir kemur inn í landsliðið í fyrsta sinn er hún er nítján ára leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Hún á íslenska föður en danska móður. Emilía, sem er sóknarmaður, hefur verið valin í úrtakshópa hjá yngri landsliðum Íslands en eftir að hún flutti til Danmerkur þá hefur hún leikið með yngri landsliðum Dana. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er aftur byrjuð að æfa með Bayern München eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hún kemur strax aftur inn í hópinn. Agla María Albertsdóttir hefur spilað mjög vel með Breiðabliki í Bestu deildinni í sumar en hún er utan landsliðshópsins alveg eins og síðast. 🇮🇸 Hópur A kvenna sem mætir Austurríki tvívegis í undankeppni EM 2025.🎟️ Miðasala á leikinn á Laugardalsvelli 4. júní hefst þriðjudaginn 21. maí á https://t.co/iwyH4UEb7x.⚽️ Our squad for two games against Austria in the EURO 2025 qualifiers.#fimmíröð pic.twitter.com/0XNIBG06OC— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 17, 2024 Landliðshópurinn: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 3 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 28 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 61 leikur Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 124 leikir, 10 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengård - 37 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Brann - 5 leikir, 1 mark Kristín Dís Árnadóttir - Bröndby Sandra María Jessen - Þór/KA - 40 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 43 leikir, 5 mörk Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 14 leikir, 1 mark Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 39 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC. Nürnberg - 38 leikir, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 19 leikir, 2 mörk Ásdís Karen Halldórsdóttir - LSK Kvinner FK - 1 leikur Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 36 leikir, 10 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 36 leikir, 5 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 13 leikir, 2 mörk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 6 leikir, 2 mörk
Landliðshópurinn: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 3 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 28 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 61 leikur Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 124 leikir, 10 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengård - 37 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Brann - 5 leikir, 1 mark Kristín Dís Árnadóttir - Bröndby Sandra María Jessen - Þór/KA - 40 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 43 leikir, 5 mörk Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 14 leikir, 1 mark Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 39 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC. Nürnberg - 38 leikir, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 19 leikir, 2 mörk Ásdís Karen Halldórsdóttir - LSK Kvinner FK - 1 leikur Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 36 leikir, 10 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 36 leikir, 5 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 13 leikir, 2 mörk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 6 leikir, 2 mörk
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira