Infantino segir samtökunum að hætta „tilgangslausu þrasi“ um leikjaálag Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. maí 2024 16:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, er ekki maður sem liggur á skoðunum sínum. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Forseti FIFA, Gianni Infantino, var heldur harðorður í garð samtakanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaðar breytingar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann sagði gagnrýnina tilgangslausa og benti á að þeir fáu leikir sem FIFA skipuleggur fjármagna fótboltastarfsemi um allan heim. Knattspyrnumenn og þjálfarar hafa í auknum mæli undanfarin ár kvartað undan leikjaálagi. Fjölgun landsleikja, endurtekning bikarleikja og breytingar á mótafyrirkomulögum hafa almennt ekki notið góðs hljómgrunns. FIFA ákvað svo í desemeber á síðasta ári að auka enn á álagið með því að stækka HM félagsliða og fjölga liðum í keppninni. Samtök atvinnumannadeilda (World Leagues Association) og samtök atvinnufótboltamanna (FifPro) sendu FIFA bréf á dögunum þar sem sambandinu var hótað lögsókn ef verður af fyrirhugaðri stækkun og fjölgun. Gianni Infantino, forseti FIFA, tjáði sig málið á þingi sambandsins í Bangkok í dag. Hann sagðist vona að WLA og FifPro hætti þessu „tilgangslausa þrasi“. „Jafnvel ef talið er með nýja HM félagsliða þar sem 32 lið leika samtals 63 leiki á fjögurra ári fresti, þá er FIFA ekki að skipuleggja nema um 1 prósent leikja á heimsvísu. Allir aðrir leikir, 98-99 prósent er skipulagt af ykkur - sem er gott.“ „Svo er það málið, að þessi 1 eða 2 prósent leikja sem FIFA skipuleggur fjármagnar fótboltann út um allan heim.“ FIFA hefur alltaf haldið því fram að sérstakt tillit sé tekið til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. Það má því vænta aðgerða frá WLA og FifPro en í bréfi sambandsins sagði: „Ef FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA.“ FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Knattspyrnumenn og þjálfarar hafa í auknum mæli undanfarin ár kvartað undan leikjaálagi. Fjölgun landsleikja, endurtekning bikarleikja og breytingar á mótafyrirkomulögum hafa almennt ekki notið góðs hljómgrunns. FIFA ákvað svo í desemeber á síðasta ári að auka enn á álagið með því að stækka HM félagsliða og fjölga liðum í keppninni. Samtök atvinnumannadeilda (World Leagues Association) og samtök atvinnufótboltamanna (FifPro) sendu FIFA bréf á dögunum þar sem sambandinu var hótað lögsókn ef verður af fyrirhugaðri stækkun og fjölgun. Gianni Infantino, forseti FIFA, tjáði sig málið á þingi sambandsins í Bangkok í dag. Hann sagðist vona að WLA og FifPro hætti þessu „tilgangslausa þrasi“. „Jafnvel ef talið er með nýja HM félagsliða þar sem 32 lið leika samtals 63 leiki á fjögurra ári fresti, þá er FIFA ekki að skipuleggja nema um 1 prósent leikja á heimsvísu. Allir aðrir leikir, 98-99 prósent er skipulagt af ykkur - sem er gott.“ „Svo er það málið, að þessi 1 eða 2 prósent leikja sem FIFA skipuleggur fjármagnar fótboltann út um allan heim.“ FIFA hefur alltaf haldið því fram að sérstakt tillit sé tekið til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. Það má því vænta aðgerða frá WLA og FifPro en í bréfi sambandsins sagði: „Ef FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA.“
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira