NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2024 07:01 Harrison Butker spilaði stóran þátt í sigri Chiefs í Ofurskálinni á þessu ári. Lauren Leigh Bacho/Getty Images NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, Nýverið hélt Butker ræðu við útskrift nemenda úr Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar tjáði hann sig um hlutverk kynjanna, samkynhneigð, fóstureyðingar, kórónufaraldurinn, Joe Biden – Bandaríkjaforseta og poppstjörnuna Taylor Swift en sú er kærasta Travis Kelce – eins besta leikmanns NFL-deildarinnar undanfarin ár. „Það eruð þið, konurnar, sem eruð mataðar af verstu lygunum. Sumar ykkar gætu átt farsælan feril en ég þykist vita það að meirihluti ykkar séu spenntastar fyrir hjónabandinu og börnunum sem þið munuð fæða í heiminn,“ var meðal þess sem Butker sagði. „Það er ekki hægt að ofmeta það að allur árangur minn er mögulegur vegna þess að stúlka sem ég hitti í grunnskóla snerist til trúar, verða konan mín og taka fagnandi við einum mikilvægasta titli allra: Húsmóðir,“ bætti hann svo við. Harrison Butker doesn’t represent Kansas City nor has he ever. Kansas City has always been a place that welcomes, affirms, and embraces our LGBTQ+ community members. 🌈 pic.twitter.com/4vZ14SXgb6— Justice Horn (@JusticeHorn_) May 14, 2024 Hinir ýmsu aðilar hafa nú tjáð sig um ummæli Butkers og gefið til kynna að hann standi ekki fyrir það sem Kansas sem fylki standi fyrir. Þar á meðal er Justice Horn, fyrrum borgarfulltrúi í Kansas-borg. Nú hefur NFL-deildin sjálf gefið út að hún deili engan vegin skoðunum sparkarans. Á sama tíma hefur lið hans, Chiefs, hins vegar neitað að tjá sig um málið. Fjölmargir hafa kallað eftir því að honum verði vísað úr NFL-deildinni vegna smánarlegra ummæla hans. Það virðist þó ekki vera sem deildin né Chiefs ætli að grípa til ráðstafana en það verður allavega forvitnilegt hvort myndavélar nái því þegar Butker og Kelce hittast að nýju eftir sumarfríið. NFL Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira
Nýverið hélt Butker ræðu við útskrift nemenda úr Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar tjáði hann sig um hlutverk kynjanna, samkynhneigð, fóstureyðingar, kórónufaraldurinn, Joe Biden – Bandaríkjaforseta og poppstjörnuna Taylor Swift en sú er kærasta Travis Kelce – eins besta leikmanns NFL-deildarinnar undanfarin ár. „Það eruð þið, konurnar, sem eruð mataðar af verstu lygunum. Sumar ykkar gætu átt farsælan feril en ég þykist vita það að meirihluti ykkar séu spenntastar fyrir hjónabandinu og börnunum sem þið munuð fæða í heiminn,“ var meðal þess sem Butker sagði. „Það er ekki hægt að ofmeta það að allur árangur minn er mögulegur vegna þess að stúlka sem ég hitti í grunnskóla snerist til trúar, verða konan mín og taka fagnandi við einum mikilvægasta titli allra: Húsmóðir,“ bætti hann svo við. Harrison Butker doesn’t represent Kansas City nor has he ever. Kansas City has always been a place that welcomes, affirms, and embraces our LGBTQ+ community members. 🌈 pic.twitter.com/4vZ14SXgb6— Justice Horn (@JusticeHorn_) May 14, 2024 Hinir ýmsu aðilar hafa nú tjáð sig um ummæli Butkers og gefið til kynna að hann standi ekki fyrir það sem Kansas sem fylki standi fyrir. Þar á meðal er Justice Horn, fyrrum borgarfulltrúi í Kansas-borg. Nú hefur NFL-deildin sjálf gefið út að hún deili engan vegin skoðunum sparkarans. Á sama tíma hefur lið hans, Chiefs, hins vegar neitað að tjá sig um málið. Fjölmargir hafa kallað eftir því að honum verði vísað úr NFL-deildinni vegna smánarlegra ummæla hans. Það virðist þó ekki vera sem deildin né Chiefs ætli að grípa til ráðstafana en það verður allavega forvitnilegt hvort myndavélar nái því þegar Butker og Kelce hittast að nýju eftir sumarfríið.
NFL Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira