Óvinnufær eftir harkalegt fall þegar strappur slitnaði Jón Þór Stefánsson skrifar 16. maí 2024 16:11 Þjálfarinn var að gera æfingu í fimleikahringjum þegar strappur annars þeirra slitnaði. Getty Líkamsræktarþjálfari á rétt á bótum frá tryggingafélaginu Sjóvá vegna slyss sem hann varð fyrir í æfingasal líkamsræktarstöðvar árið 2021 þar sem hann var yfirþjálfari. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem komst að þessari niðurstöðu. Maðurinn var að prufukeyra æfingu, sem er gerð í fimleikahringjum sem hanga í svokölluðum ströppum sem voru festir í loftið. Slysið varð þegar annar strappinn slitnaði og þjálfarinn féll harkalega í gólfið. Fram kemur að á meðal gagna málsins hafi verið myndband af atvikinu. Hann lenti á höfði og herðum sínum og var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar í kjölfarið. Hann segist hafa verið algjörlega óvinnufær eftir þetta vegna heilahristings. Í læknisvottorði er tekið undir það, og maðurinn sagður mjög þreyttur í kjölfar slyssins. Hann eigi erfitt með að finna orð og sé mjög ljós- og hljóðfælinn. Þjálfarinn taldi vinnuveitanda sinn, líkamsræktarstöðina, bera skaðabótaábyrgð en fyrir liggur að Sjóvá sá um ábyrgðartryggingu fyrirtækisins þegar atvikið átti sér stað og því var tryggingafélaginu stefnt. Sjóvá hafnaði tryggingakröfu mannsins og sagði að slysið væri ekki rakið til saknæms vanbúnaðar. Óforsvaranlegur frágangur Í dómnum segir að frágangur á ströppunum hafi verið óforsvaranlegur. Það hefði verið auðvelt að hengja strappann upp með öruggari hætti. Jafnframt hefði lítill tilkostnaður farið í það. Einnig kemur fram að strappnum hafði ekki verið skipt út tíu ár, en samkvæmt leiðbeiningum er ráðlagt að gera það á ársfresti. Þjálfarinn sagði hendingu eina hafa ráðið því að hann hafi lent í slysinu en ekki viðskiptavinur. Sjóvá vildi meina að það ætti að vera í verkahring þjálfarans að sjá til þess að tæki og búnaður væri í lagi. Þjálfarinn sagði svo ekki vera. Fram kemur að engin sönnun hafi legið fyrir hvað það varðar og að mati dómsins er rétt að tryggingafélagið beri hallan af því. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að saknæm vanræksla Sjóvá eða starfsmanna sem félagið bar ábyrgð á að þessu leyti hafi orðið til þess að slysið hafi orðið. Því beri tryggingafélagið skaðabótaábyrgð. Þar að auki gerir héraðsdómur Sjóvá að greiða tæplega 2,1 milljón króna í málskostnað. Dómsmál Tryggingar Líkamsræktarstöðvar Vinnuslys Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Maðurinn var að prufukeyra æfingu, sem er gerð í fimleikahringjum sem hanga í svokölluðum ströppum sem voru festir í loftið. Slysið varð þegar annar strappinn slitnaði og þjálfarinn féll harkalega í gólfið. Fram kemur að á meðal gagna málsins hafi verið myndband af atvikinu. Hann lenti á höfði og herðum sínum og var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar í kjölfarið. Hann segist hafa verið algjörlega óvinnufær eftir þetta vegna heilahristings. Í læknisvottorði er tekið undir það, og maðurinn sagður mjög þreyttur í kjölfar slyssins. Hann eigi erfitt með að finna orð og sé mjög ljós- og hljóðfælinn. Þjálfarinn taldi vinnuveitanda sinn, líkamsræktarstöðina, bera skaðabótaábyrgð en fyrir liggur að Sjóvá sá um ábyrgðartryggingu fyrirtækisins þegar atvikið átti sér stað og því var tryggingafélaginu stefnt. Sjóvá hafnaði tryggingakröfu mannsins og sagði að slysið væri ekki rakið til saknæms vanbúnaðar. Óforsvaranlegur frágangur Í dómnum segir að frágangur á ströppunum hafi verið óforsvaranlegur. Það hefði verið auðvelt að hengja strappann upp með öruggari hætti. Jafnframt hefði lítill tilkostnaður farið í það. Einnig kemur fram að strappnum hafði ekki verið skipt út tíu ár, en samkvæmt leiðbeiningum er ráðlagt að gera það á ársfresti. Þjálfarinn sagði hendingu eina hafa ráðið því að hann hafi lent í slysinu en ekki viðskiptavinur. Sjóvá vildi meina að það ætti að vera í verkahring þjálfarans að sjá til þess að tæki og búnaður væri í lagi. Þjálfarinn sagði svo ekki vera. Fram kemur að engin sönnun hafi legið fyrir hvað það varðar og að mati dómsins er rétt að tryggingafélagið beri hallan af því. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að saknæm vanræksla Sjóvá eða starfsmanna sem félagið bar ábyrgð á að þessu leyti hafi orðið til þess að slysið hafi orðið. Því beri tryggingafélagið skaðabótaábyrgð. Þar að auki gerir héraðsdómur Sjóvá að greiða tæplega 2,1 milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Tryggingar Líkamsræktarstöðvar Vinnuslys Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira