Óvinnufær eftir harkalegt fall þegar strappur slitnaði Jón Þór Stefánsson skrifar 16. maí 2024 16:11 Þjálfarinn var að gera æfingu í fimleikahringjum þegar strappur annars þeirra slitnaði. Getty Líkamsræktarþjálfari á rétt á bótum frá tryggingafélaginu Sjóvá vegna slyss sem hann varð fyrir í æfingasal líkamsræktarstöðvar árið 2021 þar sem hann var yfirþjálfari. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem komst að þessari niðurstöðu. Maðurinn var að prufukeyra æfingu, sem er gerð í fimleikahringjum sem hanga í svokölluðum ströppum sem voru festir í loftið. Slysið varð þegar annar strappinn slitnaði og þjálfarinn féll harkalega í gólfið. Fram kemur að á meðal gagna málsins hafi verið myndband af atvikinu. Hann lenti á höfði og herðum sínum og var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar í kjölfarið. Hann segist hafa verið algjörlega óvinnufær eftir þetta vegna heilahristings. Í læknisvottorði er tekið undir það, og maðurinn sagður mjög þreyttur í kjölfar slyssins. Hann eigi erfitt með að finna orð og sé mjög ljós- og hljóðfælinn. Þjálfarinn taldi vinnuveitanda sinn, líkamsræktarstöðina, bera skaðabótaábyrgð en fyrir liggur að Sjóvá sá um ábyrgðartryggingu fyrirtækisins þegar atvikið átti sér stað og því var tryggingafélaginu stefnt. Sjóvá hafnaði tryggingakröfu mannsins og sagði að slysið væri ekki rakið til saknæms vanbúnaðar. Óforsvaranlegur frágangur Í dómnum segir að frágangur á ströppunum hafi verið óforsvaranlegur. Það hefði verið auðvelt að hengja strappann upp með öruggari hætti. Jafnframt hefði lítill tilkostnaður farið í það. Einnig kemur fram að strappnum hafði ekki verið skipt út tíu ár, en samkvæmt leiðbeiningum er ráðlagt að gera það á ársfresti. Þjálfarinn sagði hendingu eina hafa ráðið því að hann hafi lent í slysinu en ekki viðskiptavinur. Sjóvá vildi meina að það ætti að vera í verkahring þjálfarans að sjá til þess að tæki og búnaður væri í lagi. Þjálfarinn sagði svo ekki vera. Fram kemur að engin sönnun hafi legið fyrir hvað það varðar og að mati dómsins er rétt að tryggingafélagið beri hallan af því. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að saknæm vanræksla Sjóvá eða starfsmanna sem félagið bar ábyrgð á að þessu leyti hafi orðið til þess að slysið hafi orðið. Því beri tryggingafélagið skaðabótaábyrgð. Þar að auki gerir héraðsdómur Sjóvá að greiða tæplega 2,1 milljón króna í málskostnað. Dómsmál Tryggingar Líkamsræktarstöðvar Vinnuslys Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Maðurinn var að prufukeyra æfingu, sem er gerð í fimleikahringjum sem hanga í svokölluðum ströppum sem voru festir í loftið. Slysið varð þegar annar strappinn slitnaði og þjálfarinn féll harkalega í gólfið. Fram kemur að á meðal gagna málsins hafi verið myndband af atvikinu. Hann lenti á höfði og herðum sínum og var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar í kjölfarið. Hann segist hafa verið algjörlega óvinnufær eftir þetta vegna heilahristings. Í læknisvottorði er tekið undir það, og maðurinn sagður mjög þreyttur í kjölfar slyssins. Hann eigi erfitt með að finna orð og sé mjög ljós- og hljóðfælinn. Þjálfarinn taldi vinnuveitanda sinn, líkamsræktarstöðina, bera skaðabótaábyrgð en fyrir liggur að Sjóvá sá um ábyrgðartryggingu fyrirtækisins þegar atvikið átti sér stað og því var tryggingafélaginu stefnt. Sjóvá hafnaði tryggingakröfu mannsins og sagði að slysið væri ekki rakið til saknæms vanbúnaðar. Óforsvaranlegur frágangur Í dómnum segir að frágangur á ströppunum hafi verið óforsvaranlegur. Það hefði verið auðvelt að hengja strappann upp með öruggari hætti. Jafnframt hefði lítill tilkostnaður farið í það. Einnig kemur fram að strappnum hafði ekki verið skipt út tíu ár, en samkvæmt leiðbeiningum er ráðlagt að gera það á ársfresti. Þjálfarinn sagði hendingu eina hafa ráðið því að hann hafi lent í slysinu en ekki viðskiptavinur. Sjóvá vildi meina að það ætti að vera í verkahring þjálfarans að sjá til þess að tæki og búnaður væri í lagi. Þjálfarinn sagði svo ekki vera. Fram kemur að engin sönnun hafi legið fyrir hvað það varðar og að mati dómsins er rétt að tryggingafélagið beri hallan af því. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að saknæm vanræksla Sjóvá eða starfsmanna sem félagið bar ábyrgð á að þessu leyti hafi orðið til þess að slysið hafi orðið. Því beri tryggingafélagið skaðabótaábyrgð. Þar að auki gerir héraðsdómur Sjóvá að greiða tæplega 2,1 milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Tryggingar Líkamsræktarstöðvar Vinnuslys Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira