Óvinnufær eftir harkalegt fall þegar strappur slitnaði Jón Þór Stefánsson skrifar 16. maí 2024 16:11 Þjálfarinn var að gera æfingu í fimleikahringjum þegar strappur annars þeirra slitnaði. Getty Líkamsræktarþjálfari á rétt á bótum frá tryggingafélaginu Sjóvá vegna slyss sem hann varð fyrir í æfingasal líkamsræktarstöðvar árið 2021 þar sem hann var yfirþjálfari. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem komst að þessari niðurstöðu. Maðurinn var að prufukeyra æfingu, sem er gerð í fimleikahringjum sem hanga í svokölluðum ströppum sem voru festir í loftið. Slysið varð þegar annar strappinn slitnaði og þjálfarinn féll harkalega í gólfið. Fram kemur að á meðal gagna málsins hafi verið myndband af atvikinu. Hann lenti á höfði og herðum sínum og var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar í kjölfarið. Hann segist hafa verið algjörlega óvinnufær eftir þetta vegna heilahristings. Í læknisvottorði er tekið undir það, og maðurinn sagður mjög þreyttur í kjölfar slyssins. Hann eigi erfitt með að finna orð og sé mjög ljós- og hljóðfælinn. Þjálfarinn taldi vinnuveitanda sinn, líkamsræktarstöðina, bera skaðabótaábyrgð en fyrir liggur að Sjóvá sá um ábyrgðartryggingu fyrirtækisins þegar atvikið átti sér stað og því var tryggingafélaginu stefnt. Sjóvá hafnaði tryggingakröfu mannsins og sagði að slysið væri ekki rakið til saknæms vanbúnaðar. Óforsvaranlegur frágangur Í dómnum segir að frágangur á ströppunum hafi verið óforsvaranlegur. Það hefði verið auðvelt að hengja strappann upp með öruggari hætti. Jafnframt hefði lítill tilkostnaður farið í það. Einnig kemur fram að strappnum hafði ekki verið skipt út tíu ár, en samkvæmt leiðbeiningum er ráðlagt að gera það á ársfresti. Þjálfarinn sagði hendingu eina hafa ráðið því að hann hafi lent í slysinu en ekki viðskiptavinur. Sjóvá vildi meina að það ætti að vera í verkahring þjálfarans að sjá til þess að tæki og búnaður væri í lagi. Þjálfarinn sagði svo ekki vera. Fram kemur að engin sönnun hafi legið fyrir hvað það varðar og að mati dómsins er rétt að tryggingafélagið beri hallan af því. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að saknæm vanræksla Sjóvá eða starfsmanna sem félagið bar ábyrgð á að þessu leyti hafi orðið til þess að slysið hafi orðið. Því beri tryggingafélagið skaðabótaábyrgð. Þar að auki gerir héraðsdómur Sjóvá að greiða tæplega 2,1 milljón króna í málskostnað. Dómsmál Tryggingar Líkamsræktarstöðvar Vinnuslys Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sjá meira
Maðurinn var að prufukeyra æfingu, sem er gerð í fimleikahringjum sem hanga í svokölluðum ströppum sem voru festir í loftið. Slysið varð þegar annar strappinn slitnaði og þjálfarinn féll harkalega í gólfið. Fram kemur að á meðal gagna málsins hafi verið myndband af atvikinu. Hann lenti á höfði og herðum sínum og var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar í kjölfarið. Hann segist hafa verið algjörlega óvinnufær eftir þetta vegna heilahristings. Í læknisvottorði er tekið undir það, og maðurinn sagður mjög þreyttur í kjölfar slyssins. Hann eigi erfitt með að finna orð og sé mjög ljós- og hljóðfælinn. Þjálfarinn taldi vinnuveitanda sinn, líkamsræktarstöðina, bera skaðabótaábyrgð en fyrir liggur að Sjóvá sá um ábyrgðartryggingu fyrirtækisins þegar atvikið átti sér stað og því var tryggingafélaginu stefnt. Sjóvá hafnaði tryggingakröfu mannsins og sagði að slysið væri ekki rakið til saknæms vanbúnaðar. Óforsvaranlegur frágangur Í dómnum segir að frágangur á ströppunum hafi verið óforsvaranlegur. Það hefði verið auðvelt að hengja strappann upp með öruggari hætti. Jafnframt hefði lítill tilkostnaður farið í það. Einnig kemur fram að strappnum hafði ekki verið skipt út tíu ár, en samkvæmt leiðbeiningum er ráðlagt að gera það á ársfresti. Þjálfarinn sagði hendingu eina hafa ráðið því að hann hafi lent í slysinu en ekki viðskiptavinur. Sjóvá vildi meina að það ætti að vera í verkahring þjálfarans að sjá til þess að tæki og búnaður væri í lagi. Þjálfarinn sagði svo ekki vera. Fram kemur að engin sönnun hafi legið fyrir hvað það varðar og að mati dómsins er rétt að tryggingafélagið beri hallan af því. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að saknæm vanræksla Sjóvá eða starfsmanna sem félagið bar ábyrgð á að þessu leyti hafi orðið til þess að slysið hafi orðið. Því beri tryggingafélagið skaðabótaábyrgð. Þar að auki gerir héraðsdómur Sjóvá að greiða tæplega 2,1 milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Tryggingar Líkamsræktarstöðvar Vinnuslys Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sjá meira