Hvers vegna þurfti að farga bókinni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. maí 2024 09:00 Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrr í vikunni að farga hefði þurft 30.000 eintökum af bók sem til stendur að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins í ár. Ástæðan var sögð sú að Katrín Jakobsdóttir hefði skrifað formála að bókinni áður en hún lét af embætti sem forsætisráðherra. Vegna afsagnar hennar hefði þurft að prenta bókina aftur með nýjum formála rituðum af Bjarna Benediktssyni núverandi forsætisráðherra. Hvers vegna í ósköpunum var svo nauðsynlegt að rita nýjan formála að prenta þyrfti allt upplagið á nýjan leik með tilheyrandi kostnaði? Var ekki einfaldlega hægt að segja að bókin hefði verið gefin út í tilefni af afmælisárinu og gengið frá henni í tíð fyrrverandi forsætisráðherra? Hvaða máli hefði það í raun skipt? Katrín hefur aðspurð einfaldlega bent á það að ákvörðunin væri ekki hennar. Það væri Bjarna að svara fyrir það. Talað hefur verið um það að umrædd bók hefði verið hugarfóstur Katrínar. Var þá ekki enn ríkari ástæða til þess að leyfa formálanum hennar að halda sér? Komið hefur fram í fjölmiðlum að Katrín hafi verið að vinna að formálanum allt fram að því að bókin fór í prentun sem bendir ekki beinlínis til þess að ákvörðun hennar um framboð hafi verið tekin með margra mánaða fyrirvara eins og sumir hafa gert skóna að. Hvernig sem á málið er litið má ljóst vera að engin þörf hafi verið á því að farga 30.000 bókum einungis vegna þess að sitjandi forsætisráðherra þegar þær voru prentaðar lét síðar af embætti. Það er vitanlega núverandi forsætisráðherra að svara fyrir það hvers vegna þessi sóun þurfti að eiga sér stað enda ákvörðunin tekin á hans vakt. Hvort sem hún var tekin af honum sjálfum eða starfsmönnum forsætisráðuneytisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bókaútgáfa Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrr í vikunni að farga hefði þurft 30.000 eintökum af bók sem til stendur að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins í ár. Ástæðan var sögð sú að Katrín Jakobsdóttir hefði skrifað formála að bókinni áður en hún lét af embætti sem forsætisráðherra. Vegna afsagnar hennar hefði þurft að prenta bókina aftur með nýjum formála rituðum af Bjarna Benediktssyni núverandi forsætisráðherra. Hvers vegna í ósköpunum var svo nauðsynlegt að rita nýjan formála að prenta þyrfti allt upplagið á nýjan leik með tilheyrandi kostnaði? Var ekki einfaldlega hægt að segja að bókin hefði verið gefin út í tilefni af afmælisárinu og gengið frá henni í tíð fyrrverandi forsætisráðherra? Hvaða máli hefði það í raun skipt? Katrín hefur aðspurð einfaldlega bent á það að ákvörðunin væri ekki hennar. Það væri Bjarna að svara fyrir það. Talað hefur verið um það að umrædd bók hefði verið hugarfóstur Katrínar. Var þá ekki enn ríkari ástæða til þess að leyfa formálanum hennar að halda sér? Komið hefur fram í fjölmiðlum að Katrín hafi verið að vinna að formálanum allt fram að því að bókin fór í prentun sem bendir ekki beinlínis til þess að ákvörðun hennar um framboð hafi verið tekin með margra mánaða fyrirvara eins og sumir hafa gert skóna að. Hvernig sem á málið er litið má ljóst vera að engin þörf hafi verið á því að farga 30.000 bókum einungis vegna þess að sitjandi forsætisráðherra þegar þær voru prentaðar lét síðar af embætti. Það er vitanlega núverandi forsætisráðherra að svara fyrir það hvers vegna þessi sóun þurfti að eiga sér stað enda ákvörðunin tekin á hans vakt. Hvort sem hún var tekin af honum sjálfum eða starfsmönnum forsætisráðuneytisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun