Hæstiréttur segir tíma í flugvél vera vinnutíma Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2024 15:17 Ferðirnar sem málið varðar áttu sér stað árið 2018 þegar maðurinn fór í nokkur skipti til og frá Íslandi til Ísrael og Sádí Arabíu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur viðurkennt að starfsmaður átti að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. Þar með staðfestir Hæstiréttur dóm Landsréttar. Starfsmaðurinn, sem heitir Eyjólfur Orri Sverrisson og er flugvirki á vegum Samgöngustofu, fór nokkrum sinnum í vinnuferðir til austurlanda nær árið 2018. Flugin sem málið varða voru til og frá Íslandi til og frá Ísrael og Sadí Arabíu. Óumdeilt er í málinu að Eyjólfur hafi farið í umræddar ferðir og að þær hafi verið vegna vinnu hans hjá Samgöngustofu. Hins vegar var deilt um hvort tíminn sem fór í flugferðirnar væri vinnutími. Um var að ræða löng ferðalög utan hefðbundins vinnutíma og áfangastaðurinn var ekki hans hefðbundna starfsstöð. Hæstiréttur felldi dóm í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar var vísað í álit EFTA-dómstólsins og Hæstiréttur vísar í það í dómi sínum. Þó að álit EFTA sé ekki bindandi var það mat Hæstaréttar að íslenska ríkið hafi ekki með neinum rökum sýnt fram á að ekki skyldi byggja á því. Niðurstaðan var sú að tíminn sem maðurinn varði í flugvél vegna ferðarinnar teldist til vinnutíma. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða manninum fimm milljónir króna vegna málsins, en þegar Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi rétt mannsins til launa voru honum dæmdar 3.6 milljónir. Líkt og áður segir raskaði Hæstiréttur ekki dómi Landsréttar. Þá er ríkinu gert að greiða Eyjólfi málskostnað fyrir Hæstarétti sem hleypur á einni milljón króna. Það bætist ofan á fimm milljóna málskostnað sem Landsréttur gerði ríkinu að greiða í héraði og í Landsrétti. Þegar Hæstiréttur samþykkti að taka málið fyrir tók dómstóllinn fram að málið myndi að óbreyttu leiða til kerfisbreytinga á vinnumarkaði starfsfólks sem ferðast til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfstöðvar sinnar. Fréttir af flugi Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. 15. september 2023 16:11 Deila um laun í ferðalögum fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sem snýr að launum flugvirkja fyrir tíma sem hann varði í flugvélum á ferðalögum. 6. nóvember 2023 11:44 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Starfsmaðurinn, sem heitir Eyjólfur Orri Sverrisson og er flugvirki á vegum Samgöngustofu, fór nokkrum sinnum í vinnuferðir til austurlanda nær árið 2018. Flugin sem málið varða voru til og frá Íslandi til og frá Ísrael og Sadí Arabíu. Óumdeilt er í málinu að Eyjólfur hafi farið í umræddar ferðir og að þær hafi verið vegna vinnu hans hjá Samgöngustofu. Hins vegar var deilt um hvort tíminn sem fór í flugferðirnar væri vinnutími. Um var að ræða löng ferðalög utan hefðbundins vinnutíma og áfangastaðurinn var ekki hans hefðbundna starfsstöð. Hæstiréttur felldi dóm í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar var vísað í álit EFTA-dómstólsins og Hæstiréttur vísar í það í dómi sínum. Þó að álit EFTA sé ekki bindandi var það mat Hæstaréttar að íslenska ríkið hafi ekki með neinum rökum sýnt fram á að ekki skyldi byggja á því. Niðurstaðan var sú að tíminn sem maðurinn varði í flugvél vegna ferðarinnar teldist til vinnutíma. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða manninum fimm milljónir króna vegna málsins, en þegar Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi rétt mannsins til launa voru honum dæmdar 3.6 milljónir. Líkt og áður segir raskaði Hæstiréttur ekki dómi Landsréttar. Þá er ríkinu gert að greiða Eyjólfi málskostnað fyrir Hæstarétti sem hleypur á einni milljón króna. Það bætist ofan á fimm milljóna málskostnað sem Landsréttur gerði ríkinu að greiða í héraði og í Landsrétti. Þegar Hæstiréttur samþykkti að taka málið fyrir tók dómstóllinn fram að málið myndi að óbreyttu leiða til kerfisbreytinga á vinnumarkaði starfsfólks sem ferðast til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfstöðvar sinnar.
Fréttir af flugi Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. 15. september 2023 16:11 Deila um laun í ferðalögum fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sem snýr að launum flugvirkja fyrir tíma sem hann varði í flugvélum á ferðalögum. 6. nóvember 2023 11:44 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. 15. september 2023 16:11
Deila um laun í ferðalögum fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sem snýr að launum flugvirkja fyrir tíma sem hann varði í flugvélum á ferðalögum. 6. nóvember 2023 11:44