Gjörbreytt bílpróf en segja hvergi slegið af kröfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2024 14:57 Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Vísir Frá og með morgundeginum verða bókleg almenn ökupróf rafræn um allt land. Allir ökunemar munu því framvegis taka próf til B-réttinda í tölvu hjá prófamiðstöð Frumherja. Með því eru bókleg almenn ökupróf færð í nútímalegt horf þar sem ökuneminn getur séð niðurstöðu sína samstundis. Notast verður við tilbúið prófakerfi sem býður upp á stöðuga endurskoðun á prófum og einstökum spurningum. Með rafrænni próftöku verður prófið ein heild, en ekki lengur skipt í tvo hluta. Einnig hafa prófspurningar verið uppfærðar með það að markmiði að forðast misskilning hjá ökunemum. Spurningarnar eru nú fullyrðingar sem nemendur svara með rétt eða rangt. Alls verður prófið 50 fullyrðingar og þurfa nemendur að svara minnst 46 þeirra rétt til að standast prófið, sem er sama hlutfall og áður. Nokkuð hefur borið á gagnrýni varðandi ökuprófin undanfarin ár. Meðal annars þeirri staðreynd að nemandi geti fengið tvær villur á prófinu í sömu spurningunni auk þess sem orðalag í spurningum hefur þótt illskiljanlegt fyrir þá sem prófin þreyta. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, segir að með nýja prófinu sé framsetning þess einfölduð án þess að slegið sé af kröfum. „Rafræn bókleg ökupróf eru mikilvægur áfangi í því að bæta þjónustu við ökunema. Rafrænu ökuprófin eru skref í áætlun um einföldun og aukin gæði með stöðugum umbótum. Flestir ökunemar stefna á almenn ökuréttindi (B-réttindi) en undirbúningur fyrir rafræna próftöku í öðrum flokkum ökuréttinda stendur yfir,“ segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Verkefni um rafræn ökupróf er í umsjón Samgöngustofu sem hefur unnið það í samstarfi við Frumherja sem sér um framkvæmd ökuprófa. Umferðaröryggi Bílar Stafræn þróun Bílpróf Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Með því eru bókleg almenn ökupróf færð í nútímalegt horf þar sem ökuneminn getur séð niðurstöðu sína samstundis. Notast verður við tilbúið prófakerfi sem býður upp á stöðuga endurskoðun á prófum og einstökum spurningum. Með rafrænni próftöku verður prófið ein heild, en ekki lengur skipt í tvo hluta. Einnig hafa prófspurningar verið uppfærðar með það að markmiði að forðast misskilning hjá ökunemum. Spurningarnar eru nú fullyrðingar sem nemendur svara með rétt eða rangt. Alls verður prófið 50 fullyrðingar og þurfa nemendur að svara minnst 46 þeirra rétt til að standast prófið, sem er sama hlutfall og áður. Nokkuð hefur borið á gagnrýni varðandi ökuprófin undanfarin ár. Meðal annars þeirri staðreynd að nemandi geti fengið tvær villur á prófinu í sömu spurningunni auk þess sem orðalag í spurningum hefur þótt illskiljanlegt fyrir þá sem prófin þreyta. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, segir að með nýja prófinu sé framsetning þess einfölduð án þess að slegið sé af kröfum. „Rafræn bókleg ökupróf eru mikilvægur áfangi í því að bæta þjónustu við ökunema. Rafrænu ökuprófin eru skref í áætlun um einföldun og aukin gæði með stöðugum umbótum. Flestir ökunemar stefna á almenn ökuréttindi (B-réttindi) en undirbúningur fyrir rafræna próftöku í öðrum flokkum ökuréttinda stendur yfir,“ segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Verkefni um rafræn ökupróf er í umsjón Samgöngustofu sem hefur unnið það í samstarfi við Frumherja sem sér um framkvæmd ökuprófa.
Umferðaröryggi Bílar Stafræn þróun Bílpróf Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira