Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. maí 2024 22:59 Björn Höcke fer fyrir AfD í sambandsríkinu Þýringalandi. Getty/Sean Gallup Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. Dómstóll í Halle í Saxlandi-Anhalt komst að þeirri niðurstöðu að Höcke hafi vísvitandi notað slagorðið: „Allt fyrir Þýskaland,“ á stuðningsmannafundi í maí ársins 2021. Slagorðið er tengt hinum alræmdu brúnstökkum sem var hernaðarvængur Nasistaflokksins áður en hann tók við völdum í Þýskalandi. Guardian greinir frá því að Höcke hafi áður starfað sem sögukennari og því ólíklegt að hann hafi ekki vitað af tengingu slagorðsins við brúnstakkana. Hann hefur verið dæmdur til að greiða sekt upp á þrettán þúsund evrur sem svara til tæpra tveggja milljóna íslenskra króna. Ákæruvaldið fór fram á sex mánaða skilorðsbundna fangelsisvist en verjendur fóru fram á sýknu. Ekki í fyrsta sinn Höcke sakar ákæruvaldið um pólitíska kúgun og hefur sagt að hann hyggist áfrýja dómnum. Í Þýskalandi eru ströng lög varðandi notkun slagorða, áróðurs eða hvers kyns tákna sem tengjast nasistum sem og öðrum öfga- og hryðjuverkasamtökum. Hinn 52 ára gamli Höcke er einn mest áberandi leiðtogi Valkosts fyrir Þýskalands og jafnframt einn öfgafyllsti fulltrúi þess en hann hefur farið fyrir flokknum í heimaríki sínu frá stofnun flokksins árið 2013. Hann hefur ítrekað komist í kast við lögin. Árið 2018 kallaði hann minnisvarðann um helförina í miðborg Berlínar „minnisvarða um skömm“ og hefur kallað eftir breytingu á viðhorfi Þjóðverja til helfararinnar. Greint var frá því í gær að dómarar við stjórnsýsludómstól í Münster hefði staðfest flokkun Valkosts fyrir Þýskaland sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Það þýðir að lögregla hefur rétt til að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. „Það er tilefni til þess að gruna að minnsta kosti hluti flokksins vilji skipa þýskum borgurum af erlendum bakgrunni í annan flokk,“ skrifuðu dómararnir þegar þeir staðfestu niðurstöðu lægra dómstigs frá 2022. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Dómstóll í Halle í Saxlandi-Anhalt komst að þeirri niðurstöðu að Höcke hafi vísvitandi notað slagorðið: „Allt fyrir Þýskaland,“ á stuðningsmannafundi í maí ársins 2021. Slagorðið er tengt hinum alræmdu brúnstökkum sem var hernaðarvængur Nasistaflokksins áður en hann tók við völdum í Þýskalandi. Guardian greinir frá því að Höcke hafi áður starfað sem sögukennari og því ólíklegt að hann hafi ekki vitað af tengingu slagorðsins við brúnstakkana. Hann hefur verið dæmdur til að greiða sekt upp á þrettán þúsund evrur sem svara til tæpra tveggja milljóna íslenskra króna. Ákæruvaldið fór fram á sex mánaða skilorðsbundna fangelsisvist en verjendur fóru fram á sýknu. Ekki í fyrsta sinn Höcke sakar ákæruvaldið um pólitíska kúgun og hefur sagt að hann hyggist áfrýja dómnum. Í Þýskalandi eru ströng lög varðandi notkun slagorða, áróðurs eða hvers kyns tákna sem tengjast nasistum sem og öðrum öfga- og hryðjuverkasamtökum. Hinn 52 ára gamli Höcke er einn mest áberandi leiðtogi Valkosts fyrir Þýskalands og jafnframt einn öfgafyllsti fulltrúi þess en hann hefur farið fyrir flokknum í heimaríki sínu frá stofnun flokksins árið 2013. Hann hefur ítrekað komist í kast við lögin. Árið 2018 kallaði hann minnisvarðann um helförina í miðborg Berlínar „minnisvarða um skömm“ og hefur kallað eftir breytingu á viðhorfi Þjóðverja til helfararinnar. Greint var frá því í gær að dómarar við stjórnsýsludómstól í Münster hefði staðfest flokkun Valkosts fyrir Þýskaland sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Það þýðir að lögregla hefur rétt til að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. „Það er tilefni til þess að gruna að minnsta kosti hluti flokksins vilji skipa þýskum borgurum af erlendum bakgrunni í annan flokk,“ skrifuðu dómararnir þegar þeir staðfestu niðurstöðu lægra dómstigs frá 2022.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent