Hefur áhyggjur af nýfæddum lömbum á Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2024 13:49 Sigríður Inga Sigurjónsdóttir starfar bæði sem dýralæknir á Ísafirði og í Hafnarfirði. Dýralæknir sem kannaði aðstæður á sauðfjárbúi í Borgarfirði sem MAST fylgist sérstaklega með segir aðbúnað nokkurra dýra þar óviðunandi. Hún gagnrýnir að slíkt eigi sér stað á sama tíma og stofnunin segist vera að sinna skyldum sínum í málinu. Fréttastofa hefur undanfarið fylgst með aðbúnaði sauðfjár á bænum Höfða í Borgarfirði en mikið hefur verið fjallað um að ekki sé gætt að velferð dýranna á bænum. Settur yfirdýralæknir sagði í fréttum Bylgjunnar í gær að stofnunin hefði farið fram á úrbætur á búinu og fylgst væri með ástandi skepnanna þar. Hins vegar hefði það verið ýkt að nokkru í opinberri umræðu. Sigríður Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir segist hafa í gær keyrt meðfram hólfum sem kindurnar á bænum eru í. Sér hafi ekki litist á ástandið á nokkrum þeirra þar. „Það eru þarna kindur út um allt á svolítið stóru svæði og það eru lömb þarna sem eru að fæðast úti, og það er ekki hlýtt. Tveggja stiga hiti. Annað lamb sem var greinilega viðskila við móður sína sem jarmaði bara eitt í girðingu. Það var enginn að passa upp á það að finna hvar mamman væri. Svo eru líka á þriðja tug hrafna að fljúga þarna og þú getur ímyndað þér hvað þau þurfa að hafa lítið fyrir fæðunni. Mér fannst þetta bara ömurlegt.“ Hún telur MAST ekki taka nógu ákveðið á málinu. „Ég er ekki sammála kollega mínum honum Þorvaldi um að þetta væri ekki svo slæmt. Ég er ekki sammála því. Auðvitað er fullt af kindum þarna sem er allt í lagi með og eru komnar með lömb á legg. En hvernig var þetta þegar þau voru að fæðast úti fyrir tveimur til þremur vikum? Þetta hafa ekki verið hlýjustu apríl og maímánuðir.“ Borgarbyggð Dýraheilbrigði Landbúnaður Tengdar fréttir Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 11. maí 2024 15:33 Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Sjá meira
Fréttastofa hefur undanfarið fylgst með aðbúnaði sauðfjár á bænum Höfða í Borgarfirði en mikið hefur verið fjallað um að ekki sé gætt að velferð dýranna á bænum. Settur yfirdýralæknir sagði í fréttum Bylgjunnar í gær að stofnunin hefði farið fram á úrbætur á búinu og fylgst væri með ástandi skepnanna þar. Hins vegar hefði það verið ýkt að nokkru í opinberri umræðu. Sigríður Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir segist hafa í gær keyrt meðfram hólfum sem kindurnar á bænum eru í. Sér hafi ekki litist á ástandið á nokkrum þeirra þar. „Það eru þarna kindur út um allt á svolítið stóru svæði og það eru lömb þarna sem eru að fæðast úti, og það er ekki hlýtt. Tveggja stiga hiti. Annað lamb sem var greinilega viðskila við móður sína sem jarmaði bara eitt í girðingu. Það var enginn að passa upp á það að finna hvar mamman væri. Svo eru líka á þriðja tug hrafna að fljúga þarna og þú getur ímyndað þér hvað þau þurfa að hafa lítið fyrir fæðunni. Mér fannst þetta bara ömurlegt.“ Hún telur MAST ekki taka nógu ákveðið á málinu. „Ég er ekki sammála kollega mínum honum Þorvaldi um að þetta væri ekki svo slæmt. Ég er ekki sammála því. Auðvitað er fullt af kindum þarna sem er allt í lagi með og eru komnar með lömb á legg. En hvernig var þetta þegar þau voru að fæðast úti fyrir tveimur til þremur vikum? Þetta hafa ekki verið hlýjustu apríl og maímánuðir.“
Borgarbyggð Dýraheilbrigði Landbúnaður Tengdar fréttir Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 11. maí 2024 15:33 Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Sjá meira
Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 11. maí 2024 15:33
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48
„Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07