Fulltrúar Stígamóta reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2024 12:02 Á myndinni eru, frá vinstri, Blessing Newton sem var vísað til Nígeríu í gær, svo Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra og Drífa Snædal talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir íslenska ríkið brjóta alþjóðasáttmála með því að vísa þolendum mansals úr landi og tryggja ekki öryggi þeirra á viðkomustað. Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið til Frankfurt seint í gær. Fulltrúar Stígamóta vinna að því að tryggja öryggi þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra fóru þrettán starfsmenn embættisins auk eins læknis með í flugi til Frankfurt í gær. Aðgerðin er sameiginleg aðgerð fjögurra landa. Í Frankfurt voru á annað hundrað nígerískir ríkisborgarar sameinaðir í eina flugvél sem er flogið til Nígeríu. Hluti íslensku lögreglunnar fylgir þeim alla leið til Nígeríu og kemur svo heim. „Þetta var flókin og erfið aðgerð sem þurfti því miður þennan mannskap,“ segir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra um flutninginn. „Þvingaðir brottflutningar eru alltaf flóknir og erfiðir og það þarf að vanda vel til verka. Þetta er eitt af því sem fylgir því. Það fer ekki allur hópurinn á endastöð, einhverjir koma til baka frá Frankfurt. En svona eru stórar aðgerðir eins og þessi. Þær eru að fá synjun og er brottvísað til heimaríkis þannig þetta er bara millilending og svo haldið áfram. Þær eig að yfirgefa Schengen-svæði,“ segir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Marín Þórsdóttir segir aðgerðina hafa verið erfiða.Þrettán starfsmenn fylgdu fólkinu út í gær. Vísir/Vilhelm Kostnaður við aðgerðina er einhver en Frontex endurgreiðir kostnaðinn að mestu leyti. Marín segir fólkið ekki hafa fengið neinn pening með sér til Nígeríu. Fólkinu hafi ítrekað verið boðin aðstoð en hafi hafnað henni og því endi það á þvingaðri brottvísun sem fylgi ekki neitt fjármagn fyrir þá einstaklinga sem er vísað úr landi. „Það eru ýmsar leiðir sem eru í boði fyrir fólk sem fer í flutning og það samtal hefur átt sér ítrekað stað. Því það er það sem allir vilja. Að fólk fari sjálfviljugt af landinu. Þegar því hefur verið hafnað ítrekað er ekkert eftir nema því miður að framkvæma þvingaðan flutning,“ segir Marín. Brottvísað með ómannúðlegum hætti Talskona Stígamóta gagnrýnir aðgerðina í heild sinni. Frá handtöku kvennanna á föstudag til brottvísun þeirra í gær. „Við erum komin á einhvern nýjan stað á Íslandi þegar við erum farin að brottvísa mansalsþolendum sem hafa verið hérna árum saman á Íslandi. Með afskaplega ómannúðlegum hætti. Þær eru handteknar á föstudag, meinað að fá heimsóknir, sama hvort það sálfræðingur eða prestur, “ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Hún gagnrýnir einnig að Útlendingastofnun hafi ekki tekið tillit til læknisvottorðs einnar konunnar en hún er með æxli í kviðarholi. Læknir sagði hana ekki ferðafæra. Drífa Snædal segir Stígamót nú reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu. Vísir/Vilhelm „Við höfum stórkostlegar áhyggjur af velferð þeirra og ábyrgð íslenska ríkisins er mikil að vera að senda þær út í þessa óvissu. Það eru mjög miklar líkur á því að þær lendi aftur í mansali.“ Drífa segir að hennar mati sé verið að brjóta á alþjóðasáttmálum með því að vísa konunum úr landi í ótryggar aðstæður. „Síðan er annað. Ef að það á að vísa mansalsþolendum úr landi á að tryggja öryggi þeirra á viðkomustaðnum. Ég sé ekki að það sé verið að gera neitt í því. En við erum reyndar að vinna í því núna.“ Mikilvægt að tryggja öryggi Hún segist þó ekki vongóð um að það takist. Þau hafi verið í sambandi við konurnar um helgina í síma og hafa fengið að vita hvar í Nígeríu þær lenda. Þau hafi ekki getað undirbúið viðbrögðin því þau vissu ekki hvar þær myndu lenda. „Það er mjög mikilvægt fyrir þeirra öryggi að einhver taki við þeim og tryggi öryggi á áfangastað eins mikið og mögulegt er. Nú veit ég ekki hvort það sé einu sinni hægt.“ Þannig þið eruð að tala við einhver hjalparsamtök í Nígeríu núna? „Við erum að því, já.“ Frestuðu ekki brottvísun Konurnar þrjár sem flogið var með í gær heita Ester, Mary og Blessing og höfðu verið á landinu í um fjögur til sex ár. Allar höfðu þær greint frá því að vera þolendur mansals. Ekki er vitað hver karlmaðurinn var sem var með þeim í för. Fjallað hefur verið ítarlega um málið síðustu daga en Blessing er með æxli í kviðarholi og hafði lögmaður hennar óskað eftir frestun brottvísunar af heilsufarsástæðum. Útlendingastofnun varð ekki við þeirri beiðni í gær og fór brottvísun fram þegar gæsluvarðhaldsúrskurður kvennanna þriggja rann út í gær. Brottvísun þeirra var mótmælt á Keflavíkurflugvelli í gær. Þar komu saman um fimmtán til tuttugu manns frá samtökunum No Borders. Ragnheiður Freyja Kristínardóttir var á mótmælunum og sagði við fréttastofu í gær að þótt svo að þau myndu ekki stöðva brottvísun vildu þau ekki að hún færi fram í þögn. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Hælisleitendur Nígería Tengdar fréttir „Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04 Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra fóru þrettán starfsmenn embættisins auk eins læknis með í flugi til Frankfurt í gær. Aðgerðin er sameiginleg aðgerð fjögurra landa. Í Frankfurt voru á annað hundrað nígerískir ríkisborgarar sameinaðir í eina flugvél sem er flogið til Nígeríu. Hluti íslensku lögreglunnar fylgir þeim alla leið til Nígeríu og kemur svo heim. „Þetta var flókin og erfið aðgerð sem þurfti því miður þennan mannskap,“ segir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra um flutninginn. „Þvingaðir brottflutningar eru alltaf flóknir og erfiðir og það þarf að vanda vel til verka. Þetta er eitt af því sem fylgir því. Það fer ekki allur hópurinn á endastöð, einhverjir koma til baka frá Frankfurt. En svona eru stórar aðgerðir eins og þessi. Þær eru að fá synjun og er brottvísað til heimaríkis þannig þetta er bara millilending og svo haldið áfram. Þær eig að yfirgefa Schengen-svæði,“ segir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Marín Þórsdóttir segir aðgerðina hafa verið erfiða.Þrettán starfsmenn fylgdu fólkinu út í gær. Vísir/Vilhelm Kostnaður við aðgerðina er einhver en Frontex endurgreiðir kostnaðinn að mestu leyti. Marín segir fólkið ekki hafa fengið neinn pening með sér til Nígeríu. Fólkinu hafi ítrekað verið boðin aðstoð en hafi hafnað henni og því endi það á þvingaðri brottvísun sem fylgi ekki neitt fjármagn fyrir þá einstaklinga sem er vísað úr landi. „Það eru ýmsar leiðir sem eru í boði fyrir fólk sem fer í flutning og það samtal hefur átt sér ítrekað stað. Því það er það sem allir vilja. Að fólk fari sjálfviljugt af landinu. Þegar því hefur verið hafnað ítrekað er ekkert eftir nema því miður að framkvæma þvingaðan flutning,“ segir Marín. Brottvísað með ómannúðlegum hætti Talskona Stígamóta gagnrýnir aðgerðina í heild sinni. Frá handtöku kvennanna á föstudag til brottvísun þeirra í gær. „Við erum komin á einhvern nýjan stað á Íslandi þegar við erum farin að brottvísa mansalsþolendum sem hafa verið hérna árum saman á Íslandi. Með afskaplega ómannúðlegum hætti. Þær eru handteknar á föstudag, meinað að fá heimsóknir, sama hvort það sálfræðingur eða prestur, “ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Hún gagnrýnir einnig að Útlendingastofnun hafi ekki tekið tillit til læknisvottorðs einnar konunnar en hún er með æxli í kviðarholi. Læknir sagði hana ekki ferðafæra. Drífa Snædal segir Stígamót nú reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu. Vísir/Vilhelm „Við höfum stórkostlegar áhyggjur af velferð þeirra og ábyrgð íslenska ríkisins er mikil að vera að senda þær út í þessa óvissu. Það eru mjög miklar líkur á því að þær lendi aftur í mansali.“ Drífa segir að hennar mati sé verið að brjóta á alþjóðasáttmálum með því að vísa konunum úr landi í ótryggar aðstæður. „Síðan er annað. Ef að það á að vísa mansalsþolendum úr landi á að tryggja öryggi þeirra á viðkomustaðnum. Ég sé ekki að það sé verið að gera neitt í því. En við erum reyndar að vinna í því núna.“ Mikilvægt að tryggja öryggi Hún segist þó ekki vongóð um að það takist. Þau hafi verið í sambandi við konurnar um helgina í síma og hafa fengið að vita hvar í Nígeríu þær lenda. Þau hafi ekki getað undirbúið viðbrögðin því þau vissu ekki hvar þær myndu lenda. „Það er mjög mikilvægt fyrir þeirra öryggi að einhver taki við þeim og tryggi öryggi á áfangastað eins mikið og mögulegt er. Nú veit ég ekki hvort það sé einu sinni hægt.“ Þannig þið eruð að tala við einhver hjalparsamtök í Nígeríu núna? „Við erum að því, já.“ Frestuðu ekki brottvísun Konurnar þrjár sem flogið var með í gær heita Ester, Mary og Blessing og höfðu verið á landinu í um fjögur til sex ár. Allar höfðu þær greint frá því að vera þolendur mansals. Ekki er vitað hver karlmaðurinn var sem var með þeim í för. Fjallað hefur verið ítarlega um málið síðustu daga en Blessing er með æxli í kviðarholi og hafði lögmaður hennar óskað eftir frestun brottvísunar af heilsufarsástæðum. Útlendingastofnun varð ekki við þeirri beiðni í gær og fór brottvísun fram þegar gæsluvarðhaldsúrskurður kvennanna þriggja rann út í gær. Brottvísun þeirra var mótmælt á Keflavíkurflugvelli í gær. Þar komu saman um fimmtán til tuttugu manns frá samtökunum No Borders. Ragnheiður Freyja Kristínardóttir var á mótmælunum og sagði við fréttastofu í gær að þótt svo að þau myndu ekki stöðva brottvísun vildu þau ekki að hún færi fram í þögn.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Hælisleitendur Nígería Tengdar fréttir „Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04 Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Sjá meira
„Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04
Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55