„Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2024 23:04 Hópurinn segir fleiri á leið úr landi en bara þrjár nígerísku konurnar sem voru settar í varðhald á föstudag. Aðsend Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. Samtökin No border sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem fólk var hvatt til þess að mæta upp á Keflavíkurflugvöll og það fullyrt að brottvísunin verði framkvæmd á milli 23 og 01 í nótt og að í flugvélinni yrðu fleiri. Öllum yrði flogið til Frankfurt þar sem þau verða flutt í flugvél á vegum Frontex. „Við erum að dreifa boðskapnum við innganginn á flugvellinum. Láta fólk vita hvað er að gerast í kvöld,“ segir Ragnheiður Freyja Kristínardóttir úr samtökunum No borders en í símanum mátti vel heyra fólk hrópa hátt. Spurð út í fullyrðingar í yfirlýsingu samtakanna um að fleiri en konurnar þrjár verði fluttar úr landi segir Ragnheiður Freyja þau hafa heyrt af fleiri handtökum í dag, aðallega á fólki frá Gana og Nígeríu sem hafi fengið endanlega synjun og eigi að vísa aftur til þessara landa. Þau giski því á að þau séu á leið úr landi í sömu vél og konurnar þrjár. Hópurinn stendur við inngang flugstöðvarinnar. Aðsend Konurnar þrjár, sem verða fluttar úr landi í kvöld, hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag. Til stendur að flytja þær allar til Nígeríu. Konurnar hafa allar lýst því að þær séu þolendur mansals. Þær fengu endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd fyrir um ári síðan. Við það misstu þær rétt á þjónustu og búsetu. Ekki hægt að stöðva brottvísun Lögmaður Blessing, Helgi Þorsteinsson Silva, sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu að hann áætlaði, miðað við svör Útlendingastofnunar, að brottvísun yrði framkvæmd í dag með leiguflugi. Hann hafði ekki nákvæma tímasetningu. Hann sagði jafnframt að þetta yrði líklega endastöðin á þeirri vegferð að koma í veg fyrir brottvísun. Það væri hægt að halda áfram með aðra anga málsins þó í fjarveru kvennanna. „Við erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn í íslensku samfélagi. Það er mjög mörgum misboðið að heyra að fórnarlömbum mansals sé brottvísað frá Íslandi eftir fjögurra til sex ára dvöl. Ég held að það sé tími til kominn að Ísland ákveði hvort það vilji vera þessi jafnréttisparadís sem það segist vera, eða hvort það vilji standa með viðkvæmum hópum. Þetta er ekkert annað en ákvörðun og stefna ríkisstjórnar. Þetta hefur ekkert með fagfólk í kærunefnd eða gera. Heldur bara um stefnu og það er tími til kominn að fólk átti sig á því og ákveði sig hvernig það vilji hafa hlutina hérna,“ segir Ragnheiður Freyja. Um fimmtán til tuttugu eru alls að mótmæla. Aðsend Hún segir samtökin ætla að mótmæla við flugstöðina fram á kvöld og áætlar að þau séu um 15 til 20 að mótmæla. „Ég vil minna á að þetta eru konur sem ekkert hafa unnið sér til saka nema að sækja sér um mannúðlega vernd á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þær hafa fundið fyrir öryggi í sínu lífi. Þær hafa nýtt tímann sinn á Íslandi vel, hafa sótt íslenskunámskeið og hafa reglulega sótt um atvinnuleyfi. Til að nýta tímann sem best og ég skil ekki af hverju það þarf að fara þessa grimmilegu leið í þessu máli. Sérstaklega í máli Blessing sem er með æxli í kviði og er að bíða eftir meðferð.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Gana Nígería Þýskaland Tengdar fréttir Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 „Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03 Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Samtökin No border sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem fólk var hvatt til þess að mæta upp á Keflavíkurflugvöll og það fullyrt að brottvísunin verði framkvæmd á milli 23 og 01 í nótt og að í flugvélinni yrðu fleiri. Öllum yrði flogið til Frankfurt þar sem þau verða flutt í flugvél á vegum Frontex. „Við erum að dreifa boðskapnum við innganginn á flugvellinum. Láta fólk vita hvað er að gerast í kvöld,“ segir Ragnheiður Freyja Kristínardóttir úr samtökunum No borders en í símanum mátti vel heyra fólk hrópa hátt. Spurð út í fullyrðingar í yfirlýsingu samtakanna um að fleiri en konurnar þrjár verði fluttar úr landi segir Ragnheiður Freyja þau hafa heyrt af fleiri handtökum í dag, aðallega á fólki frá Gana og Nígeríu sem hafi fengið endanlega synjun og eigi að vísa aftur til þessara landa. Þau giski því á að þau séu á leið úr landi í sömu vél og konurnar þrjár. Hópurinn stendur við inngang flugstöðvarinnar. Aðsend Konurnar þrjár, sem verða fluttar úr landi í kvöld, hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag. Til stendur að flytja þær allar til Nígeríu. Konurnar hafa allar lýst því að þær séu þolendur mansals. Þær fengu endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd fyrir um ári síðan. Við það misstu þær rétt á þjónustu og búsetu. Ekki hægt að stöðva brottvísun Lögmaður Blessing, Helgi Þorsteinsson Silva, sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu að hann áætlaði, miðað við svör Útlendingastofnunar, að brottvísun yrði framkvæmd í dag með leiguflugi. Hann hafði ekki nákvæma tímasetningu. Hann sagði jafnframt að þetta yrði líklega endastöðin á þeirri vegferð að koma í veg fyrir brottvísun. Það væri hægt að halda áfram með aðra anga málsins þó í fjarveru kvennanna. „Við erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn í íslensku samfélagi. Það er mjög mörgum misboðið að heyra að fórnarlömbum mansals sé brottvísað frá Íslandi eftir fjögurra til sex ára dvöl. Ég held að það sé tími til kominn að Ísland ákveði hvort það vilji vera þessi jafnréttisparadís sem það segist vera, eða hvort það vilji standa með viðkvæmum hópum. Þetta er ekkert annað en ákvörðun og stefna ríkisstjórnar. Þetta hefur ekkert með fagfólk í kærunefnd eða gera. Heldur bara um stefnu og það er tími til kominn að fólk átti sig á því og ákveði sig hvernig það vilji hafa hlutina hérna,“ segir Ragnheiður Freyja. Um fimmtán til tuttugu eru alls að mótmæla. Aðsend Hún segir samtökin ætla að mótmæla við flugstöðina fram á kvöld og áætlar að þau séu um 15 til 20 að mótmæla. „Ég vil minna á að þetta eru konur sem ekkert hafa unnið sér til saka nema að sækja sér um mannúðlega vernd á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þær hafa fundið fyrir öryggi í sínu lífi. Þær hafa nýtt tímann sinn á Íslandi vel, hafa sótt íslenskunámskeið og hafa reglulega sótt um atvinnuleyfi. Til að nýta tímann sem best og ég skil ekki af hverju það þarf að fara þessa grimmilegu leið í þessu máli. Sérstaklega í máli Blessing sem er með æxli í kviði og er að bíða eftir meðferð.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Gana Nígería Þýskaland Tengdar fréttir Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 „Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03 Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55
„Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03
Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08
„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24