Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2024 15:49 Lilja sagði enga línu fyrirliggjandi, nýlenskan sem er orðin ráðandi í talsmáta helftar starfsmanna RÍkisútvarpsins er sjálfsprottin. vísir/vilhelm Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. Bergþór vitnaði í pistil Völu, „Útrýming mannsins á RÚV, sem vakið hefur mikla athygli. „Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu.“ Nýlenskan virðist sjálfsprottin hjá Ríkisútvarpinu Bergþór innti Lilju eftir því hvað henni sýndist um þessa þróun, um þetta kynhlutlausa mál sem Ríkisútvarpið virðist í algjörri forystu um að innleiða hér á landi. „Hafa verið lagðar einhverjar línur eða hafa þeir fjölmiðlar sem haga málnotkun sinni eins og hér blasir við, í raun með linnulausum áróðri á málfræðigrunn íslenskunnar – er þetta gert með samþykki og sátt við hæstvirtan ráðherrans? Hver er afstaða ráðherrans gagnvart þessari þróun? Lilja þakkaði fyrir áhugaverða spurningu um þróun tungumálsins. Og neitaði því að ráðuneytið hafi lagt einhverjar línur. „Þetta sjálfsprottið hjá Ríkisútvarpinu. Ég tel mikilvægt að skýrt sé og einfalt hvernig málfræðigrunnur okkar er lagður upp. Og einfalt.“ Lilja sagði að ef ekki væru þessar hreinu línur gæti það reynst fólki af erlendum uppruna og þeim sem eiga erfitt með að tileinka sér tungumálið þungur ljár í þúfu. Hún sagðist vita til þess að margir hefðu á þessu heitar skoðanir, en það væri fínt; það bæri vott um að fólki þætti vænt um tungumálið. „Ég vil skoða þetta betur. Ég er nýkomin úr ferð þar sem við vorum að skoða máltækni og gervigreind. Af því að við höfum lagt svo hart að okkur, en það er hægt að keyra íslenskuna í gegnum þetta þá er brýnt að þeir sem eru að aðlaga sig tungumálinu okkar að þeir fái skýr skilaboð um hvernig þessu öllu er háttað.“ Að opinberir aðilar umgangist tungumálið með forsvaranlegum hætti Bergþór þakkaði Lilju svörin og sagðist ekki geta skilið þau öðruvísi en svo að ráðherranum hugnist ekki sú þróun sem hér er að eiga sér stað. „Mann rekur oft í rogastans þegar upplýst er um að öll hafi gert hitt og þetta,“ sagði Bergþór. Að þetta passaði sjaldnast inn í þær setningar sem verið er að setja fram. Bergþór Ólason spurði Lilju hvort ekki væri vert að grípa til aðgerða gagnvart RÚV, þá varðandi þessa nýlensku sem þar hefur náð fótfestu.vísir/vilhelm Bergþór spurði með hvaða hætti málfræðin sé meðhöndluð hjá Ríkisútvarpinu og sér ráðherra fyrir sér að gera eitthvað í þessu máli, þá gagnvart Ríkisútvarpinu sérstaklega eða með aðgerðum svo opinberir aðilar umgangist tungumálið með forsvaranlegum hætti? Lilja benti á að Alþingi hafi veri að samþykkja aðgerðaráætlun fyrir tungumálið í síðustu viku, þar væru boðaðar margar brýnar aðgerðir. Þetta sé hins vegar nýtilkomið, til þess að gera. „Og mikilvægt að við skoðum þetta og að það séu þessi skýru skilaboð, að brýnt sé að fara eftir settum reglum.“ Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslensk fræði Íslensk tunga Tengdar fréttir Útrýming mannsins á RÚV Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. 6. maí 2024 23:31 Er maðurinn í útrýmingarhættu? Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. 10. maí 2024 07:31 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Bergþór vitnaði í pistil Völu, „Útrýming mannsins á RÚV, sem vakið hefur mikla athygli. „Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu.“ Nýlenskan virðist sjálfsprottin hjá Ríkisútvarpinu Bergþór innti Lilju eftir því hvað henni sýndist um þessa þróun, um þetta kynhlutlausa mál sem Ríkisútvarpið virðist í algjörri forystu um að innleiða hér á landi. „Hafa verið lagðar einhverjar línur eða hafa þeir fjölmiðlar sem haga málnotkun sinni eins og hér blasir við, í raun með linnulausum áróðri á málfræðigrunn íslenskunnar – er þetta gert með samþykki og sátt við hæstvirtan ráðherrans? Hver er afstaða ráðherrans gagnvart þessari þróun? Lilja þakkaði fyrir áhugaverða spurningu um þróun tungumálsins. Og neitaði því að ráðuneytið hafi lagt einhverjar línur. „Þetta sjálfsprottið hjá Ríkisútvarpinu. Ég tel mikilvægt að skýrt sé og einfalt hvernig málfræðigrunnur okkar er lagður upp. Og einfalt.“ Lilja sagði að ef ekki væru þessar hreinu línur gæti það reynst fólki af erlendum uppruna og þeim sem eiga erfitt með að tileinka sér tungumálið þungur ljár í þúfu. Hún sagðist vita til þess að margir hefðu á þessu heitar skoðanir, en það væri fínt; það bæri vott um að fólki þætti vænt um tungumálið. „Ég vil skoða þetta betur. Ég er nýkomin úr ferð þar sem við vorum að skoða máltækni og gervigreind. Af því að við höfum lagt svo hart að okkur, en það er hægt að keyra íslenskuna í gegnum þetta þá er brýnt að þeir sem eru að aðlaga sig tungumálinu okkar að þeir fái skýr skilaboð um hvernig þessu öllu er háttað.“ Að opinberir aðilar umgangist tungumálið með forsvaranlegum hætti Bergþór þakkaði Lilju svörin og sagðist ekki geta skilið þau öðruvísi en svo að ráðherranum hugnist ekki sú þróun sem hér er að eiga sér stað. „Mann rekur oft í rogastans þegar upplýst er um að öll hafi gert hitt og þetta,“ sagði Bergþór. Að þetta passaði sjaldnast inn í þær setningar sem verið er að setja fram. Bergþór Ólason spurði Lilju hvort ekki væri vert að grípa til aðgerða gagnvart RÚV, þá varðandi þessa nýlensku sem þar hefur náð fótfestu.vísir/vilhelm Bergþór spurði með hvaða hætti málfræðin sé meðhöndluð hjá Ríkisútvarpinu og sér ráðherra fyrir sér að gera eitthvað í þessu máli, þá gagnvart Ríkisútvarpinu sérstaklega eða með aðgerðum svo opinberir aðilar umgangist tungumálið með forsvaranlegum hætti? Lilja benti á að Alþingi hafi veri að samþykkja aðgerðaráætlun fyrir tungumálið í síðustu viku, þar væru boðaðar margar brýnar aðgerðir. Þetta sé hins vegar nýtilkomið, til þess að gera. „Og mikilvægt að við skoðum þetta og að það séu þessi skýru skilaboð, að brýnt sé að fara eftir settum reglum.“
Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslensk fræði Íslensk tunga Tengdar fréttir Útrýming mannsins á RÚV Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. 6. maí 2024 23:31 Er maðurinn í útrýmingarhættu? Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. 10. maí 2024 07:31 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Útrýming mannsins á RÚV Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. 6. maí 2024 23:31
Er maðurinn í útrýmingarhættu? Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. 10. maí 2024 07:31