Það má segja að Polestar brúi bilið milli hlaðbaksins Polestar 2 og jeppans Polestar 3. Með drægni upp á 580 km, 544 hestöfl og 686 Nm í tog. Hann er fjórhjóladrifinn, sem hljómar vel í eyrum Íslendinga. Hann er 3.8 sekúndur upp í 100 og getur dregið á eftir sér tvö tonn og veghæðin er 16.6 sm.
Stór plús að ekki tekur nema 30 mínútur að hlaða úr 10% upp í 80%, eða rétta á meðan fólk stekkur inn og drekkur einn kaffibolla.

Rennilegar línur og mikið pláss
Polestar 4 er rúmgóður að innan og er mitt á milli Polestar 2 og 3 í stærð. Athygli vekur að enginn afturgluggi er í Polestar 4 heldur koma myndavélar í stað hans. Þessi hönnun eykur á innanrýmið og farangursrýmið í bílnum. Þakglugginn léttir einnig verulega á innanrýminu og vel fer um farþegana aftur í.
Þrír bílar komnir út á árinu
Þetta eru mikil tímamót hjá Polestar þar sem vöruúrvalið stækkar úr einum bíl upp í þrjá á þessu ári. Það er vel þess virði að líta við í Polestar Reykjavík og sjá Polestar 2, Polestar 3 og Polestar 4 saman í salnum.








