Sýnist stefna í kapphlaup tveggja en útilokar þó ekki vendingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2024 12:03 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor var fenginn til að greina nýjustu könnun Prósents. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórnmálafræðiprófessor segir að sú mynd sem nú teiknist upp í baráttunni um Bessastaði sé kapphlaup tveggja en þó sé alls ekki útilokað að fleiri geti blandað sér í það, enda ekki langt undan. Halla Tómasdóttir er hástökkvari í nýrri könnun Prósents. Ný könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í morgun sýnir að Halla Hrund Logadóttir hafi mest fylgi, eða 26%. Katrín Jakobsdóttir mælist með 19,2%, Baldur Þórhallsson með 17,9% og Jón Gnarr með 13,8%. Halla Tómasdóttir mælist með 12,5% og Arnar Þór Jónsson eykur við sig og mælist með 5,7%. Eiríkur Bergmann var í hádegisfréttum Bylgjunnar beðinn um að rýna í helstu tíðindi könnunarinnar. „Kannanir Prósents hafa verið ögn frábrugðnar könnunum annarra fyrirtækja en það er þó allavega hægt að bera saman kannanir Prósents innbyrðis og þá sjáum við kannski þróun í svipaða átt og við höfum séð í öðrum könnunum. Þetta er að færast yfir í að verða kapphlaup á milli Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur þrátt fyrir að aðrir séu nú kannski ekkert mjög langt undan og ekkert sé útilokað að aðrir geti ekki blandað sér í þessa baráttu. Baldur hefur alltaf verið mældur svolítið hærra í könnunum Prósents heldur en öðrum könnunum en hann dalar í þessari könnun þannig að þetta er þannig til samræmis.“ Hástökkvari í könnun Prósents er Halla Tómasdóttir sem fer úr rúmum fimm prósentum og upp í 12,5%. En í ljósi þess að Halla Tómasdóttir er þekkt stærð og hefur áður háð þessa baráttu, hvað skýrir þessa aukningu að þínu viti? „Nú hafa kjósendur fengið tækifæri til þess að máta frambjóðendurna í kappræðum og í fjölmiðlaviðtölum og svo framvegis og þrátt fyrir að hún hafi verið í baráttu fyrir átta árum þá hefur nú fennt yfir það frá þeim tíma, allavega allnokkuð en þetta er held ég bara nokkuð góð frammistaða hennar í þessum kappræðum sem veldur þessari breytingu og þá hugsanlega líka að einhverjir aðrir frambjóðendur hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem þeir höfðu gert til þeirra fram að því. Þannig að þetta er svona sambland þarna á milli myndi ég halda. En hún er þrátt fyrir það svo langt undan og frá þeim sem eru í toppsætinu að það hann er nú risastór hjalli fyrir hana til að komast þangað.“ Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Ný könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í morgun sýnir að Halla Hrund Logadóttir hafi mest fylgi, eða 26%. Katrín Jakobsdóttir mælist með 19,2%, Baldur Þórhallsson með 17,9% og Jón Gnarr með 13,8%. Halla Tómasdóttir mælist með 12,5% og Arnar Þór Jónsson eykur við sig og mælist með 5,7%. Eiríkur Bergmann var í hádegisfréttum Bylgjunnar beðinn um að rýna í helstu tíðindi könnunarinnar. „Kannanir Prósents hafa verið ögn frábrugðnar könnunum annarra fyrirtækja en það er þó allavega hægt að bera saman kannanir Prósents innbyrðis og þá sjáum við kannski þróun í svipaða átt og við höfum séð í öðrum könnunum. Þetta er að færast yfir í að verða kapphlaup á milli Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur þrátt fyrir að aðrir séu nú kannski ekkert mjög langt undan og ekkert sé útilokað að aðrir geti ekki blandað sér í þessa baráttu. Baldur hefur alltaf verið mældur svolítið hærra í könnunum Prósents heldur en öðrum könnunum en hann dalar í þessari könnun þannig að þetta er þannig til samræmis.“ Hástökkvari í könnun Prósents er Halla Tómasdóttir sem fer úr rúmum fimm prósentum og upp í 12,5%. En í ljósi þess að Halla Tómasdóttir er þekkt stærð og hefur áður háð þessa baráttu, hvað skýrir þessa aukningu að þínu viti? „Nú hafa kjósendur fengið tækifæri til þess að máta frambjóðendurna í kappræðum og í fjölmiðlaviðtölum og svo framvegis og þrátt fyrir að hún hafi verið í baráttu fyrir átta árum þá hefur nú fennt yfir það frá þeim tíma, allavega allnokkuð en þetta er held ég bara nokkuð góð frammistaða hennar í þessum kappræðum sem veldur þessari breytingu og þá hugsanlega líka að einhverjir aðrir frambjóðendur hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem þeir höfðu gert til þeirra fram að því. Þannig að þetta er svona sambland þarna á milli myndi ég halda. En hún er þrátt fyrir það svo langt undan og frá þeim sem eru í toppsætinu að það hann er nú risastór hjalli fyrir hana til að komast þangað.“
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23